Spara orku með eitri

Samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla er kvikasilfursinnihald sparpera 20 sinnum meira en leyfilegt er. Glóperur eru orkufrekari en hættuminni. Á Evrópuþinginu er komin fram krafa um að bann framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við glóperum verði fellt úr gildi þegar í stað.

Þegar upplýst er að framleiðendur nýta sér bann Evrópusambandsins til að hækka vöruverðið var krafan um afnám banns við glóperum háværari.

Íslendingum stóð til boða að segja sig frá banni Evrópusambandsins en við gerðum það ekki.


mbl.is Ljósaperur þrefaldast í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll.

Ekki láta svona bullfréttir gabba þig þó svo að málið varði ESB.

Hér er hlekkur sem þú ættir að lesa 

ns.is/ns/upload/files/neytendabladid/gloperur_bannadar.pdf 

Hins vegar er það svo að LED perur munu koma sterkar inn á næstu árum og minnka þörfina fyrir halogen, flúorcent og CFL.

Glóperur eru orkusóðar sem flestar vitibornar þjóðir vilja losna við. Hækkandi orkuverð á Íslandi setur okkur í sömu stöðu fljótlega. 

Jóhann F. Kristjánsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 10:40

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eitthvað verður þessi mannafli sem flykkist til Brussel að hafa fyrir stafni. Banna í dag og afnema á morgun. Þetta verklag hefur gjarnan verið kennt við bræðurnar frá Bakka, en mun yfirtaka alla heilbrigða skynsemi hér á landi fái Samfylkingin vilja sínum framgengt.

Ragnhildur Kolka, 4.1.2011 kl. 10:44

3 Smámynd: Vendetta

Það versta við sparperurnar er að þær lýsa svo illa og endast stundum ekkert. Þegar stendur að 11W sparpera lýsi á við 60W glóperu, þá er það bull. Til þess að fá ljósstyrk á við 60W glóperu, þarf 15W sparperu, sem kostar nærri 1000 kr. Það er hægt að nota sparperur fyrir neyðarlýsingu, en alls ekki sem vinnulýsingu.

Það er ekkert sem bürokratarnir í Bruxelles munu ekki skipta sér af í framtíðinni.  Það eina sem dugir gegn þessari vitleysu er almenn óhlýðni (civil disobedience). Fólk á að geta valið þá vöru sem því hentar bezt, ekki það sem einhverjir spýtukallar hafa ákveðið.

Vendetta, 5.1.2011 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband