Alþingi veitti ekki umboð til aðlögunar

Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, sem Samfylkingin knúði í gegn á alþingi á vafasömum forsendum 16. júlí 2009, fól ekki í sér heimild til að aðlaga stjórnkerfið að lögum og reglum Evrópusambandsins á meðan samningaviðræðum stæði.

Pólitískar forsendur um umsókninni voru þær að kanna átti ,,hvað væri í boði" í Brussel.

Aðlögunarstyrkir frá Evrópusambandinu koma þess vegna ekki til greina.


mbl.is Styrkir vegna ESB-umsóknar er viðkvæmt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég er sammála þér, það eru einkennilegar forsendur fyrir þessu öllu saman.

Garðar Valur Hallfreðsson, 4.1.2011 kl. 08:26

2 identicon

Upphlaupið í haust um að hafið væri aðlögunarferli var afgreitt við fæðingu. Hér hefur ekkert aðlögunarferli átt sér stað umfram EES samningana.

Auðvitað eigum við að sjá sóma okkar í því að taka við þessum styrkjum. Þjóðin hefur lokaorðið um samninginn hvort eð er, óháð þessum styrkjum.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 08:53

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Eina leiðin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar, skv. skilmálum sambandsins sjálfs. ESB er heldur að herða kröfuna um aðlögun, sbr.

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1128772/

Alþingi hefur ekki veitt heimild til aðlögunar. Ríkisstjórnin þarf annað tveggja að sækja um heimild til aðlögunar eða draga umsóknina tilbaka.

Páll Vilhjálmsson, 4.1.2011 kl. 09:15

4 identicon

Rangt hjá þér Páll. Þetta upphlaup var allt afgreitt í haust.

Staðreyndin er sú að sá fasi sem nú er í gangi á milli ESB og Íslands heitir "Pre-Accession strategy", eða Rýnivinna og er lýst á eftirfarandi hátt:

"The pre-accession strategy offers a "structured dialogue" between the candidate countries and the EU institutions throughout the accession process providing all the parties with a framework and the necessary instruments." (Heimild: http://europa.eu/scadplus/glossary/preaccession_strategy_en.htm)

Þessi fasi felur ENGA aðlögun í sér og mun ENGIN aðlögun eiga sér stað fyrr en þjóðin samþykkir að taka þátt í ESB samstarfinu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Fellir hún samninginn mun ekkert hafa breyst hér umfram það sem EES samningurinn kveður á um.

Allt tal um aðlögunarferli er því alveg út úr kortinu og með engu hægt að færa rök fyrir því að hér eigi sér stað einhver aðlögun.

Við eigum einfaldlega að þiggja alla styrki sem okkur býðst því það eru engar skuldbindingar fólgnar í að þiggja þá, það vita t.d. frændur okkar Norðmenn ágætlega.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 10:17

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Negotiations are conducted individually with each candidate country, and the pace depends on each country's pace of reforms and of alignment with the EU laws."

http://ec.europa.eu/enlargement/the-policy/process-of-enlargement/screening-and-monitoring_en.htm

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.1.2011 kl. 10:29

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Úr yfirlýsingu leiðtogaráðs Evrópusambandsins á ríkjaráðstefnunni í Brussel 27. júlí 2010 þegar tekin var ákvörðun um að hefja viðræður við íslenzk stjórnvöld um inngöngu Íslands í sambandið (íslenzk þýðing utanríkisráðuneytisins):

“Á grundvelli álits framkvæmdastjórnarinnar um umsókn Íslands um aðild, framvinduskýrslna sem fylgja í kjölfarið, einkum upplýsinga sem framkvæmdastjórnin fær meðan á rýni stendur, mun ráðið, með samhljóða samþykki, að tillögu framkvæmdastjórnarinnar, mæla fyrir um viðmiðanir að því er varðar bráðabirgðaafgreiðslu kafla og, eftir því sem við á, upphaf viðræðna um hvern kafla. Í ljósi þess hversu vel á veg undirbúningur Íslands er kominn og efnda á skuldbindingum sem fylgja regluverkinu, m.a. á þeim sviðum sem falla undir EES-samninginn og Schengen-gerðirnar, getur Evrópusambandið, í undantekningartilvikum, ákveðið að ekki sé þörf á viðmiðunum til að hægt sé að afgreiða kafla til bráðabirgða. Evrópusambandið mun skýra Íslandi frá slíkum viðmiðunum. Nákvæmar viðmiðanir munu, allt eftir hverjum kafla, m.a. vísa til aðlögunar löggjafarinnar að regluverkinu og til þess hvort staðið hafi verið með fullnægjandi hætti við að innleiða meginþætti regluverksins þar sem sýnt er fram á nægilega getu stjórnsýslu og dómstóla. Þar sem við á munu viðmiðanirnar einnig taka til þeirra krafna í regluverkinu sem skuldbindingar samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið endurspegla. Ef samningaviðræðurnar standa yfir í langan tíma eða ef kafli er endurskoðaður síðar til þess að fella inn í hann ný atriði, s.s. nýtt regluverk, kunna gildandi viðmiðanir að verða uppfærðar.

Farið verður fram á það við Ísland að það tilgreini afstöðu sína með tilliti til regluverksins og geri grein fyrir því hve vel miði áfram við að uppfylla viðmiðanirnar. Rétt innleiðing Íslands á regluverkinu og framkvæmd þess, þ.m.t. árangursrík og skilvirk beiting af hálfu viðeigandi stofnana á sviði stjórnsýslu og dómsmála, mun ákvarða hversu hratt samningaviðræðurnar ganga fyrir sig.

Í þessu skyni mun framkvæmdastjórnin fylgjast náið með framvindu Íslands á öllum sviðum og nota til þess öll tiltæk stjórntæki, þ.m.t. eftirlit sérfræðinga á vettvangi af hálfu framkvæmdastjórnarinnar eða fyrir hennar hönd. Framkvæmdastjórnin mun reglubundið upplýsa ráðið um framvindu Íslands á tilteknum sviðum meðan á samningaviðræðum stendur, einkum þegar lögð eru fram drög að sameiginlegri afstöðu ESB. Ráðið mun taka tillit til þessa mats þegar það ákveður frekari ráðstafanir sem tengjast samningaviðræðunum um þann kafla. Auk upplýsinganna, sem ESB getur farið fram á vegna samningaviðræðna um hvern kafla og gert er ráð fyrir að Ísland leggi fram fyrir ráðstefnuna, verður Ísland beðið um að halda áfram að leggja reglubundið fram ítarlegar, skriflegar upplýsingar um framvindu á aðlögun löggjafar að regluverkinu og framkvæmd hennar, jafnvel eftir að kafli hefur verið afgreiddur til bráðabirgða. Ef um er að ræða bráðabirgðaafgreiðslu á köflum getur framkvæmdastjórnin lagt til að aðildarviðræður verði teknar upp aftur, einkum ef Ísland hefur ekki uppfyllt mikilvægar viðmiðanir.”

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/27072010-ESB-statement-isl.pdf

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.1.2011 kl. 10:33

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Svona má lengi halda áfram. En Jón Sigurðsson veit vitanlega "betur".

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.1.2011 kl. 10:35

8 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Að sjálfsögðu eiga Íslendingar að nýta þau fjárframlög/styrki sem fáanlegir eru hjá ESB við könnunarviðræður og athugun á aðild.
Þá ber að nýta sem best og mest til að rannsaka á heiðarlegan og faglegan hátt kosti og galla fyrir Ísland við aðild.
Slíkt fé ber hins vegar ekki að nota í "skoðunarferðir" hagsmunaaðila eða embættismanna til ESB.
Slíka fjámuni á að nota fyrst og fremst til öflunar tölulegra og annarra upplýsinga hérlendis og hjá ESB og til greiningar á kostum og göllum aðildar Íslands að ESB á þeim grunni til að undirbúa umræðu og ákvörðunartöku almennings fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Allt tal um annað, eins og að "hafna beri mútufé frá ESB", lýsir ótrúverðugleika viðkomandi fólks.
Alþingismenn og ráðherrar sem gerast sekir um slíkar úrtölur og bregða jafnvel fæti fyrir faglega og hlutlausa tölulega rannsókn á afleiðingum aðildar Íslands að ESB eru með slíkri þröngsýni ekki að þjóna hagsmunum þjóðarheildarinnar og ættu í því ljósi ekki að gefa sig út fyrir að vera fulltrúar almennings. Þjóðhollusta skín ekki af þeim, þó þeir haldi það ef til vill sjálfir í misskilningi sínum. Þeir ættu að hugsa sinn gang alvarlega út frá hagsmunum þjóðarheildar en ekki þröngsýnum sérhagsmunum tiltekinna hópa eða atvinnugreina.
Ef þeim er þetta um megn ættu þeir tafarlaust að fara úr embætti eða vera settir af ella; með kosningum ef viðkomandi stjórnmálaflokkar eru þess vanmegnugir eða þverskallast við að þjóna þjóðarheildinni.

Kristinn Snævar Jónsson, 4.1.2011 kl. 11:13

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Kristinn, það ferli sem þú lýsir hér að ofan er ekki í boði af hálfu Evrópusambandsins. Eins og embættismenn þess hafa ítrekað bent á er aðeins ein leið í boði fyrir öll umsóknarríki og hún gengur út á aðlögun að kröfum og reglum sambandsins samhliða viðræðum um inngöngu í það. Féð sem þú ræðir um er fyrst og fremst hugsað til þess, samkvæmt gögnum Evrópusambandsins sjálfs (og reyndar utanríkiráðuneytisins líka) að undirbúa íslenzka stjórnsýslu fyrir inngöngu í sambandið og tryggja stuðning almennings á Íslandi við ferlið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.1.2011 kl. 12:38

10 Smámynd: Durtur

Tek ofan fyrir Páli og Hirti; ánægður með að þið skulið vera svona duglegir að útskýra þetta fyrir fólki. Alveg hreint ótrúlegt hvað sumir virðast erfitt með að fatta þetta annars frekar auðvelda ferli. Það eru engar samningaviðræður eða skoðanir í gangi: við erum búin að sækja um og erum á fullu í aðlögunarferlinu sem stendur. Ekkert flóknara en það. Innlimun í ESB yrði síðasti og banvænasti hluti hruns lýðveldisins Íslands--ekki björgun. Þetta eru steypuskór, ekki bjarghringur.

Ó, og Kristinn: Þú gleymdir að segja "lýðskrum"  

Það verður rosalega fínt að fá Evruna þegar Þjóðverjar hafa staðfest að nýji neyðarsjóðurinn stríði gegn stjórnarskrá þeirra, og Ítalía og Belgía komin í kjallarann með Spáni, Portúgal og Írum. Þetta er glæsileg framtíð sem framsalssinnar eru að reyna að skapa okkur. Fannst fólki virkilega svo gaman að hruninu hérna að það geti ekki hugsað sér að leyfa ESB að hrynja án þess að við fáum að taka þátt í því? Það er margt annað skemmtilegra að gera... sería 2 af Justified er t.d. alveg að fara að byrja.

Durtur, 4.1.2011 kl. 13:33

11 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Hjörtur: Takk fyrir að halda þessum ramma umsóknarferlisins til haga.

Þrátt fyrir þau atriði sem þarna koma fram og ekki síst vegna slíkra atriða er mikilvægt að íslensku aðilarnir komi niðurstöðum allra samninsatriða á framfæri með skýrum og skilmerkilegum hætti stutt viðeigandi handföstum rökum til að skapa marktækan grundvöll fyrir umræður yfirvalda og almennings um aðild að ESB áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur.
Þetta má ekki verða í véfréttastíl sem fólk skilur ekki eða þar sem staðreyndum yrði haldið í þagnargildi, á hvorn veginn sem er.

Ó, og Durtur: Ég "gleymdi" ekki orðinnu lýðskrum í ofangreindum athugasemdum v.þ.a. ég er ekki að ræða þar slíka fleti, heldur hitt að úr því sem komið er verður að fá sem skýrasta mynd af kostum og göllum aðildar að ESB. Rakalausar eða ófullnægjandi fullyrðingar aðildarsinna og andstæðinga aðildar á báða bóga eru vita gagnslausar sem grundvöllur ákvörðunar.
Í því sambandi, en einnig til að fyrirbyggja að menn geri mér upp skoðanir í þessu aðildarspursmáli, vil ég ennfremur benda á upphafspistil minn með hugleiðingum um þessi og tengd mál að baki og það sem ég vil kalla sterka stöðu Íslands til lengri tíma litið, hvort sem um er að ræða aðildarviðræður við ESB eða aðrar viðskiptablokkir sem Ísland gæti hugsanlega og fyrirfram séð átt samleið með vegna viðskiptahagsmuna og styrkingar á stöðu sinni meðal stórþjóðanna. Við verðum að leitast við að tryggja sem best að ekki verði einfaldlega vaðið yfir okkur hér eina á báti í úthafinu, t.d. í því kapphlaupi risavelda sem er hafið norður á bóginn.
Í því sambandi þurfum við að velta fyrir okkur í hverju raunverulegt sjálfstæði felst nú á dögum og í framtíðinni í þessum heimi samtvinnaðra og gagnvirkra hagsmuna þjóða.

Vonandi eigum við kost á raunhæfu vali um þessi mál og önnur stefnumál þjóðarinnar á eigin forsendum í náinni framtíð.

Kristinn Snævar Jónsson, 4.1.2011 kl. 14:54

12 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Það er einmitt málið Durtur, manni finnst svo skrítið í ESB umræðunni, að það sé eins og það sé möguleiki að koma með einhverjar tilfinningaskoðanir á aðlögunarferlinu. 

Er þetta ekki bara hreint og skorinort í aðlögunarferlinu?  (það er ekki eins og það sé eitthvað nýtt á nálinni hvernig lönd gang í sambandið, það hlýtur að hafa komið fyrir áður).

Garðar Valur Hallfreðsson, 4.1.2011 kl. 15:06

13 identicon

Það eru menn eins og Jón Sigurðsson (frá Borgarnesi í Dýrafirði?) sem koma til með að tryggja að andstaða við Evrópusambandsinngönguna einungis eykst og að málið verið drepið fyrr en síðar í þessari mynd.  Það er borin von að pakkakíkið verði að veruleika eftir að þjóðin gerir sér grein fyrir hverslags óheilindafarsi er í gangi hjá inngöngusinnum undir stjórn Samfylkingarinnar og stærstu svikum stjórnmálasögunnar í boði Steingríms og hluta þingmanna Vinstrigrænna.  Síðan má skoða viðræður síðar með heiðarlegum aðilum og eftir fyrirfram settum leikreglum sem þjóðin samþykkir.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 16:39

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Geisp.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.1.2011 kl. 18:25

15 identicon

Guðmundur 2, þetta er að vísu alvag laukrétt hjá þér, en hversu mörgum milljörðum af skattfé okkar verður búið að sóa í þessa vitleisu áður en niðurstaðan er ljós.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband