12,5 prósent fullveldi Írlands

Fyrirtækjaskattur er hvað lægstur á Írlandi af Evrópusambandslöndum, 12,5 prósent. Írum tókst með lágum sköttum að fá alþjóðleg stórfyrirtæki til landsins. Kröfur standa upp á Íra, af hálfu Evrópusambandsríkja, að hækka fyrirtækjaskattinn. Svo gæti farið að Evrópusambandið skilyrti fjárhagslegan stuðning við Íra að þeir hækkuðu skattinn.

Bandarísk stórfyrirtæki eins og Hewlett-Packard, Microsoft, Intel, Merril Lynch og Google skrifuðu írskum stjórnvöldum bréf þar sem varað er við því að fyrirtækjaskattur verði hækkaður. 

Í Telegraph er haft eftir forseta Frakklands að hann búist við því að Írar ,,noti fullveldi sitt" til að hækka fyrirtækjaskatta til samræmis við Evrópusambandsríki.

Írar eiga fárra kosta völ enda í spennitreyju Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Dell, sem var stæsti einstaki atvinnurekandinn á Írlandi tilkynnti brottför sína í haust og er á förum til Póllands þrátt fyrir þessa lágu skatta.  Þar vegur launakostbaður þyngst. Af þessu má sjá að undirboð eru í gangi innan sambandsins á kostnað launþega, enda miðar allt að því hjá sambandinu að trappa niður laun og kjör í öllu sambandinu. Annar stendur það ekki undir nafni sem lénsveldi. Það er þó markmiðið.  300 ár aftur í tímann skal haldið.

Annað vopn í þessari viðleitni sambandsins er svokölluð fjölmenningarstefna, sem er óþýðara orð en þrælaflutningar. Ef þú andmælir þessari stefnu ertu rasisti og nesjamaður, útlendingahatari og afdalaræfill.

Orwellian? Jamm, og meira að segja eru undirlægur sambandsins hér farnir að tala doublespeak svo rauprennani að það er orðið fyrsta tungumál.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2010 kl. 12:52

2 Smámynd: Alfreð K

Tek undir með Jóni Steinari. Fólk er búið að fá nóg af þessari fjölmenningarstefnu, sem enginn bað um, en stjórnmálamenn (bæði til hægri og vinstri) og blaðamenn (nema Páll) hafa verið að básúna og reyna troða með frekju inn í okkar aldagömlu og (þar til fyrir skemmstu) friðsömu samfélög.

Alfreð K, 21.11.2010 kl. 17:46

3 identicon

Núna eru Írar að fá AGS með "Kiss of death" í heimsókn. Það er sem sagt m.a. búið að tryggja að "réttu" skattarnir verða hækkaðir.

Björn (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband