ESB er verkefni elítunnar

Í Brussel hittast embættismenn og stjórnmálamenn frá 27 ríkjum í skjóli frá almenningi og fjölmiðlum viðkomandi þjóða. Elítan í Evrópu stjórnar í nafni altækrar hugmyndar um friði og velsæld í álfunni. Eitt vantar elítuna og það er sjálfa Evrópuþjóðina. 

Í stað Evrópuþjóðar kemur hugmyndin um Evrópu. Altæk hugmyndafræði þarfnast ekki fólks af holdi og blóði og þar liggur meinsemdin. Evrópusambandið mun aldrei geta orðið annað en skel utanum hugmynd. 

Hversdagstilveran verður stjórnsýslunni í Brussel ávallt framandi. Norman Tebbit, fyrrum formaður breska Íhaldsflokksins og ráðherra, var Evrópusinni á sínum yngri árum enda var hann hluti af elítunni. Þegar það rann upp fyrir Tebbit að vélræn stjórnsýsla Brussel gæti ekki gagnast hversdagslegu fólki varð hann fráhverfur Evrópusambandinu.

Þingmenn Samfylkingar eiga þá ósk heitasta að komast í kjötkatla elítunnar í Brussel. Þjóðin þvælist bara fyrir þegar þingmenn Samfylkingarinnar leggja á ráðin um framtíð sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband