Sekt og sýkna útrásarauðmanna

Í réttarríki tekur dómskerfið sinn tíma til að dæma í málum. Sakborningar njóta ítrustu réttarverndar enda almennt litið svo á að betra sé að níu sekir gangi lausir fremur en að einn saklaus fái dóm. Í þessu skjóli standa útrásarauðmenn og verjendur þeirra.

Almenningur veit á hinn bóginn, burtséð frá öllum dómsmálum, að útrásarauðmenn eru sekari en syndin. Afbrot útrásarauðmanna eru stórfelld fjármálaspilling þar sem lögum og reglum var ýtt til hliðar til að fáeinir mættu raka til sín ólögmætum ofsagróða á kostnað almennings.

Almenn samstaða er í þjóðfélaginu að útrásarauðmönnum skuli úthýst frá endurreisninni og sú samstaða verður auðmönnunum á endanum dýrkeyptari en dómsniðurstöður réttarkerfisins.


mbl.is Vísar túlkun Glitnis á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér, það má ekkert gefa eftir með þessi skipulögðu glæpaverk, verði eitthvað gefið eftir með þessi mál, þá verður ekkert samfélag byggt hér aftur, þá verður þetta bara til frambúðar samskonar þjófa og glæpabæli sem það hefur verið í mörg ár.

Robert (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 12:47

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta heitir fjármálaverkfræði Páll.

Hannes lærði hana í Ameríku. 

Sömuleiðis Þorsteinn Jónsson í Vífilfelli,

Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson í Húsasmiðjunni o. fl. 

Nú hafa þessir menn starfsheitið fjárfestar.  

Viggó Jörgensson, 8.11.2010 kl. 13:12

3 identicon

Þetta er í besta falli óskhyggja.

Sama fólkið er enn í pólitíkinni.

Og í "viðskiptalífinu".

Hér verður engum úthýst.

Glæpamönnunum er meira að segja hlíft við að fara í steininn.

Einn ömurlegur gamall stjórnmálakall, í besta lagi meðalmenni, verður deginn fyrir rétt.

Þetta er hrein óskhyggja.

Hér breytist ekki neitt.

Karl (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 14:48

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er okkar að eiða þessum svokölluðum fjárfestum! Við höfum ekkert val ef við ætlum að búa landið áfram því að á því rúmast ekki fjársvikaglæframenn!

Sigurður Haraldsson, 9.11.2010 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband