Skoðanakönnun þöguð í hel

Í byrjun október stóð Gallup fyrir skoðanakönnun þar sem spurt var hvernig fólk myndi greiða atkvæði ef þjóðaratkvæðagreiðsla yrði núna um aðild að Evrópusambandinu. Þessi könnun hefur ekki birst. Tveir aðilar eru líklegastir til að hafa gert könnunina, utanríkisráðuneytið og eða sjálft Evrópusambandið.

Líklega eru niðurstöður könnunarinnar á þann veginn að aðildarsinnar vilji helst þegja um þær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarfleg ábending. Þakka þér fyrir.

Sigurður (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 23:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Þá slá þeir í Evrópu-klárinn, fælum hann.

Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2010 kl. 00:00

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk Páll. Fylgjum þessu eftir með fyrirspurnum. Glæra (eða gegnsæja) ríkisstjórnin hlýtur að snara þessum upplýsingum fram!

Ívar Pálsson, 8.11.2010 kl. 01:03

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ná fjölmiðlalög ekki yfir svona upplýsingar? Geta þeir ekki krafist að fá þær? Eða er með þetta eins og bankana, þegar eitthvað óþægilegt kemur upp þá gildir einhver óskilgreind leyndarskilda?

Gunnar Heiðarsson, 8.11.2010 kl. 04:37

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess má geta að Capacent gerði slíka könnun líka sl. vor en hún var aldrei birt. Ég var í úrtakinu. Slíkar niðurstöður hafa ekki verið birtar síðan í upphafi þessa árs af einhverjum ástæðum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.11.2010 kl. 09:48

6 identicon

Hvers vegna kemur þetta manni ekki á óvart, frekar en Hrafninn eini sjái ekki ástæðu að steypa eitthvað um málið....  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband