Smávegis ESB-ólétta ekki til

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er dautt mál nema öflug ríkisstjórn standi heil að baki umsóknar og hafi sterka samfélagskrafta með sér í leiðangrinum. Engu slíku er til að dreifa hér á landi. Samfylkingin með 18 prósent fylgi er einangruð með umsóknina í fanginu.

ASÍ-þing fyrir tveim vikum þagði þunnu hljóði um umsóknina; Viðskiptaráð ályktaði fyrir tíu dögum og þaðan koma ekki aukatekið orð um umsóknina.

Grunnatvinnuvegir þjóðarinnar, landbúnaður og sjávarútvegur, eru alfarið á móti umsókninni.

Við eigum að draga umsóknina tilbaka hið snarasta.


mbl.is Meinum ekkert með þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vil að Bjarni Ben II segi sjálfur við meinum ekkert með þessu en það kemur hvergi skýrt fram hjá honum hvað hann vill. Flokkar verða að hafa samstöðu um að hætta þessari lögleysu sem allir á alþingi vita. Stjórnarskráin var brotin grein 18 og 19 fyrir framan alþingi og okkur öll.

Þótt Þorgerður Katrín vilji inn og aðrir í flokk Bjarna þá verða þeir að fara að lögum. Nú er bara að draga umsóknina til baka og setja þau Jóhönnu og Össur af alþingi ævilangt og svo dóm samkvæmt hegningalögum kafla X. 

Valdimar Samúelsson, 7.11.2010 kl. 15:27

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er komin tími á að segja stopp við erum búin að reyna með góðu hvað er næst í stöðunni?

Sigurður Haraldsson, 7.11.2010 kl. 16:52

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Valdimar, Bjarni Ben er hræddur við Þorgerði, hann vill frekar þóknast henni en að fara að smþykktum eigin flokks!

Gunnar Heiðarsson, 8.11.2010 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband