Reiðialdan í upphafi þings

Óhugnanlegt siðleysi Samfylkingarinnar við úthlutun ráðherraábyrgðar á hendur hrunstjórninni, þar sem samfylkingarráðherrar voru gerðir ósakhæfir, er líkleg uppspretta reiðiöldunnar fyrir hálfum mánuði. Það hentaði ekki ríkisstjórninni að glíma við gagnrýni á afgreiðslu tillagna Atlanefndar um ráðherraábyrgð. Ríkisstjórnin ákvað upp á sinni einsdæmi að mótmælin hafi snúist um húsnæðislán og niðurfærslu skulda.

Valkvæður skilningur ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. á þjóðinni er merktur klækjastjórnmálahefðinni sem var undanfari hrunsins. Sitjandi ríkisstjórn er hluti af góssinu sem þjóðin þarf að losa sig við.


mbl.is Fáir ánægðir með ákvörðun Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Svikið loforð, frjálsar handfæra veiðar, sem hefðu leyst atvinnuvanda

þjóðarinnar!!  þess vegna var ég þar!

Aðalsteinn Agnarsson, 17.10.2010 kl. 11:39

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þess utan krefst Samfylkingin að Ísland leggi niður fullveldið og afhendi það til Brussel:

  • Hún krefst þess að við töpum öllu fullveldi okkar í peninga, vaxta og myntmálum og að okkur verði skylt að leggja niður okkar eigin mynt og að við meigum aldrei aftur gefa út okkar eigin mynt
  • Að við töpum öllu fullveldi yfir fiskveiðum og landbúnaði
  • Að við töpum öllu fullveldi yfir viðskiptum
  • Að við töpum öllu fullveldi yfir yfirráðarétti æðstu löggjafar
  • Að við töpum öllu fullveldi yfir lagasmíðum
  • Að við töpum stórum hluta fullveldis yfir refsilöggjöf
  • Að við töpum næstum öllu fullveldi yfir löggjöf atvinnumarkaðar
  • Að við töpum næstum öllu fullveldi yfir viðskiptaeftirliti 
  • Að við töpum hluta af fullveldi í skattmálum
  • Að við töpum öllu fullveldi yfir utanríkisstefnu
  • Að við töpum stórum hluta fullveldis yfir varnarmálum
  • Að við töpum stærstum hluta fullveldis í innflytjenda og flóttamannamálum

Þessi listi fer hratt vaxandi og hann bætist beint við siðleysis- sundrungar- og frekjulista stærsta sundrungarafls Íslands: SAMFYLKINGUNA

Gunnar Rögnvaldsson, 17.10.2010 kl. 11:43

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gunnar - ég verð að kaupa mér hatt til þess að geta tekið ofan fyrir þér.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.10.2010 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband