Frekjan Jóhanna Sig. vill sátt

Frekjupólitík Jóhönnu Sig. með bægslagangi og hávaða er orðin að tísti um sátt. Hjákátlegasta ríkisstjórn síðari tíma, að ríkisstjórn Geirs H. Haarde frátaldri, er við það að leggja upp laupana. Siðferðisbrestir Samfylkingar eru öllum augljósir, ekki síst flokksmönnum, og þá er beðið um sátt.

Jóhanna Sig. og rugludallarnir í kringum hana gátu boðið sátt við upphaf stjórnarferilsins. Ríkisstjórnin átti sviðið með Sjálfstæðisflokkinn í sárum. Bauð Jóhanna þjóðinni sátt? Nei, Samfylkingareðjótin ætluðu með 29 prósent fylgi að troða gælumálum sínum ofan í kok þjóðarinnar. Fullkomnum hroka fylgir fullkominn ósigur, rétt eins og algjöru valdi fylgir algjör spilling.  

Eina tilboðið um sátt sem þjóðin mun hlusta á er að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. biðjist lausnar.


mbl.is Samfélagsleg sátt forsenda niðurfærsluleiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jóhanna gleymdi því loforði sem aflaði henni fylgis fyrir kosningar. Þetta loforð var það fyrsta sem hún sveik.

Það hefði orðið dýrt að standa við þetta loforð en það er margfalt dýrara í dag og reyndar of seint fyrir marga.

Þess vegna er pólitískt dauðastríð Jóhönnu, Samfylkingarinnar og forystu Vinstri grænna hafið. Dauðastríð vinnst aldrei nema á sama veg.

Árni Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 16:35

2 Smámynd: Elle_

Og megi yfirgangsflokksskrípi Jóhönnu Sig. hverfa fyrir fullt og allt eftir að stjórnin leggur upp laupana.  

Elle_, 12.10.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband