Afneitun og ofjátun vandamála

Fréttir í dag segja að skuldarar, sumir hverjir, neiti að horfast í augu við vandræði sín fyrr en allt sé um seinan. Afneitun er aðferð til að kljást við veruleikann. Einstaklingur sem sér ekki neina leið úr fjárhagsskuldbindingum sínum gæti valið að afneita vandanum. Afneitun getur verið heilbrigðum einstaklingi ítrasta vörn en oftar er hún flóttaleið fólks sem hefur tamið sér lausung og ábyrgðarleysi.

Ofjátun vandamála er þegar alltof mikið er gert úr vanda sem glímt er við. Afneitun getur hæglega breyst í ofjátun. Fyrir 30 árum var herferð fyrir viðurkenningu á alkahólisma og að þeir sem glímdu við vandann tækjust á við hann - en forsenda er vitanlega að gangast við áfengissýkinni. Herferðin tókst svo vel að um tíma þótti það manndómsmerki að vera áfengissjúklingur.

Á milli afneitunar og ofjátunar er meðalhófið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir

Þessi frétt fannst mér skrýtin. Alltaf er talað um það að skuldendur skuli hafa samband við Ráðgjafastofu í tíma. Auðvitað vita skuldarar að engin af svokölluðu úrræði duga. Ævistarf og sparnaður er horfinn, enginn raunhæf hjálp er í boði. Ef raunveruleg hjálp hefði verið í boði hefði fólk leitað hjálpar miklu fyr. Þetta er mín skoðun.

Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 12.6.2010 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband