Besti flokkur atvinnulífsins eru bankarnir

Bankarnir baka atvinnulífinu tjón með ákvarðanafælni og úrræðaleysi. Ástæðan fyrir bankaruglinu er algjörlega misheppnuð endurreisn þeirra. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. gerði þau grundvallarmistök að tryggja ekki ábyrgð og trúverðugleika bankastarfseminnar þegar þeir voru endurreistir.

Hornsteinn ábyrgðar og trúverðugleika er gangsæi - það verður að liggja fyrir hverjir eiga bankanna. Steingrímur J. fjármálaráðherra féllst á að huldufólk mætti eiga bankana enda haga bankamenn sér eins og álfar út úr hól.

Bjánaskapur bankanna er margvíslegur; þeir halda lífi fjárhagslega og siðferðilega gjaldþrota aðilum eins og Baugsbatteríinu; þeir standa í fyrirtækjarekstri um allar þorpagrundir og enginn þorir í samkeppni við þá; þeir falsa bækur sínar með nafnverðmætum ónýtra fyrirtækja.

Yfir öllu draslinu stendur yfirfjármálatrúður landsins. Hann er bara ekkert fyndinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband