Pólitísk hagfræðitilraun ESB

Forsætisráðherra Spánar tilkynnti fimm prósent launalækkun opinberra starfsmanna, frystingu á hækkunum lífeyris, lækkun framlaga til landshlutanna og fleira sem á að lækka halla ríkissjóðs Spánar úr tæpum tólf prósent í sex. Spánn er að gera sig tilbúinn að taka við stuðningi úr neyðarsjóði ESB líkt og Grikkir.

Innlend kostnaðarlækkun evru-ríkja kemur í stað gengislækkunar hjá Íslendingum, Svíum og Bretum sem hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Enginn veit hvort tilraunin tekst en það er pólitísk krafa Þjóðverja sem borga bróðurpartinn af lánum til óreiðuríkjanna í Suður-Evrópu.

Þjóðverjar gera sig líklega til að krefjast endurskoðunar á nýsamþykktum Lissabonsáttmála til að fá heimildir að stýra fjárlagagerð einstakra ríkja. 

Hvort sem pólitísk hagfræðitilraun ESB heppnast eða ekki er augljóst að Evrópusambandið tekur stakkaskiptum.

Hér fjallar Irish Times um kröfu Merkel um breyttan sáttmála.

Hér er fréttaskýring í Telegraph um evru-ríkin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband