Frystum Icesave og ESB

Ríkisstjórnin gerist sek um gönuhlaup þegar í upphafi ferilsins með því annars vegar að hrapa að samningum við Breta og Hollendinga um Icesave reikningana og hins vegar að sækja um aðild að ESB. Á meðan rykið hefur ekki sest eftir hrunið hér heima og fjármálakreppa geisar í útlöndum er ráðlegt að fara sér hægt.

Jóhönnustjórnin ætlaði sér of margt á of stuttum tíma. Að auki var hún sjálfri sér sundurþykk þar sem pólitískir glæframenn í Samfylkingunni kúguðu Vinstri græna til að svíkja sannfæringu sína og kjósendur í ESB-málinu.

Icesave-málið og ESB-umsókn á að leggja á hilluna. Ef það þýðir að samstarfið við AGS komist í uppnám verður að slíta því. Jóhönnustjórnin getur þetta ekki og því á hún að víkja.


mbl.is Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

þetta er ótrúleg færsla.  Hafna bara öllu samstarfi við þessa vondu útlendinga.  Þeir geta étið skít.  Aðeins svona bull kemur frá þem sem styðja hrunflokkana.

Óskar, 11.3.2010 kl. 10:08

2 identicon

Afstaða hrunflokkanna er nú ærið misjöfn varðandi ES:

Samfylkingin vill að mestu leiti inngöngu í ES

Sjálfstæðisflokkurinn vill að mestu vera utan ES

Framsóknaflokkurinn líka beggja blands

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 11:34

3 identicon

Góð grein og vel unnin í Mogganum.

Ef til villl ættu menn að kynna sér betur efni hennar?

Mér finnst merkilegt hvernig reynt er að þaga þessar upplýsingar í Mogganum í hel.

Ástandið er hrikalegt burtséð frá deilum um ESB og IMF.

Karl (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 12:07

4 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Óskar er enþá í þessu flokka kjaftæði. 

Sævar Guðbjörnsson, 11.3.2010 kl. 12:17

5 identicon

Strúturinn stingur hausnum í sandinn!

SJ (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 13:18

6 identicon

Engin ríkisstjórn í sögu lýðveldisins hefur sýnt annan eins fáránleika farsa og þessi.  Ábyrgðin liggur af stærstum hluta í ófyrirleitinni forheimsku Steingríms að ræna atkvæðum kjósenda VG og gjörsamlega ganga á bak orða sinna í öllu sem hann hafði lofað.  Varla bjóst nokkur við öðru en óheilindum frá Samfylkingunni, sem hefur alla tíð límt andstæðum klíkum saman með slíkum ósóma.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 13:21

7 identicon

Þetta er algjört kjaftæði. Ég er að einu leiti alveg sammála þér þetta er kolónýt ríkisstjórn en við höfum einnig kolómögulega stjórnarandstöðu.

Hélt að fólk væri farið að sjá í gegnum "Icesave smjörklípuna" enda er sú skuld langt langt frá því það sem dregur okkur ofan í skítinn. Það sem dregur okkur ofan í skítinn eru hinar skuldirnar og vextirnir af þeim enda hefur fólk rifist um prósentubrot af 10% skudarinnar hvort við greiðum 5,5% eða 4,0 er auðvitað mikið fé en í raun erum við "junk rated". Fólk hefur öskrað hvert á annað í ár en í raun getum við ekki klofið þennan skuldahaug og þurfum að leita í nauðarsamninga og klárlega vilja ekki Norrænu ríkin kasta peningum fyrr en það er frágengið.

Ríkissjóður er rekinn með 1 1/2 Icesave halla í ár í prósentum talið væntanlega helmingi hærri en gríski hallinn. Hvar eru niðurskurðartillögur stjórnarandstöðunnar í raun jukust ríkisumsvif frá að vera 34% af þjóðarframleiðslu 1981 til 45% 2008 og frá 2000 til 2008 jukuast ríkisútgjöld að raunvirði um 43% og fjöldi opinberra starfsmanna um 27% og það grasseraði spillingarhagkerfi. Ekki það að Samfylkingin eigi ekki sitt en þau voru ekki við stjórn fyrr en á haustdögum 2007 í ár fram að hruninu og voru að mestu valdalaus og áhrifalaus stjórnarandstöðuflokkur.

Við höfum vitlausa, lélega og framtakslausa ríkisstjórn og veruleikafyrrta stjórnarandstöðu sem ekki einu sinni getur séð eigin mistök alla vega ekki viðurkennt eitt eða neitt og í raun hef ég ekki séð neitt vitrænt frá Sjálfstæðisflokknum sem er að mínu viti ráðvilt hjörð lögfræðinga.

Gunnr (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 21:16

8 identicon

http://en.wikipedia.org/wiki/Paris_Club

Bendi raunar á að í Parísarklúbbnum eru Hollendingar, Bretar, Svíar, Danir, Norðmenn og Finnar.

Þetta er hópur 19 ríkustu ríkja heims og ef einhver heldur að þetta sé bara afskriftir þá getur fólk gleymt því.

Velferðarkerfið hér verður skorið niður um 1/3 og jafnvel meira ef lækka á skatta.

Þeir sem halda að það sé bara hægt að starta með stóriðjuvirkjannar þurfa að gera sér grein fyrir því að fjárfestingakostnaðurinn er nánast óbærilegur.

Gunnr (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 21:24

9 identicon

Hmmm.. við komumst ekki til Parísar og því síður í Parísarklúbbinn en Parísarklúbburinn ræður örlögum okkar. Þetta er hópur 19 þjóða sem sér um uppgjör á fjárhagsskuldbindingum þjóða já nokkurs konar skiptaréttur.

"The Paris Club (Club de Paris in French) is an informal group of financial officials from 19 of the world's richest countries, which provides financial services such as debt restructuring, debt relief, and debt cancellation to indebted countries and their creditors. Debtors are often recommended by the International Monetary Fund after alternative solutions have failed." http://en.wikipedia.org/wiki/Paris_Club

Í raun staðfesting á því að Íslendingar hafa af sjálfsdáðum glutrað niður sínu efnahagslega sjálfstæði og í raun hjákátlegt að heyra þá sem ekki einu sinni vilja ræða við ESB um það að við séum sjálfstæðari en þær þjóðir. Meðan við erum í skuldaánauðn.

Gunnr (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband