Samfylkingin undirbýr uppsögn Vg

Samfylkingin leitar undankomu úr ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græna. Magnús Orri Schram þingmaður var gerður út af örkinni í hádegisfréttum til að hafi í frammi efasemdir um hvort hann gæti afram stutt aðgerðalausa ríkisstjórn. Í gær var annar nýliði þingflokksins, Sigmundur Ernir, í fjölmiðlum með sömu sjónarmið.

Strategía Samfylkingarinnar er að kenna Vinstri grænum um aðgerðarleysið. Samfylkingin mun biðla til Sjálfstæðisflokksins um stjórnarsamstarf í framhaldinu.

Til að gera sig meira aðlaðandi í augum Sjálfstæðisflokksins yrði Samfylkingin jafnvel til í að fórna ESB-umsókninni. Hvorki Magnús Orri né Sigmundur nefndu Evrópusambandið einu orði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin er búin að sýna og sanna að hún er eini flokkurinn sem er ekki stjórntækur sama með hverjum hún starfar.  Krabbamein í þjóðfélaginu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 13:10

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sammála þér Guðmundur. Ótækur flokkur til að stjórna landinu ekki hvað síst á erfiðleika tímum.

Ragnar Gunnlaugsson, 11.3.2010 kl. 15:48

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Samsæriskenningar eru alltaf spennandi! Og það er svo sem ekkert fjarri lagi að valdakjarninn sendi út skynjara með þeim hætti sem hér greinir frá, þ. e. nýir þingmenn eru látnir viðra tiltekin sjónarmið sem forystan vill fá viðbrögð við. Næsta skref verður svo ákveðið í framhaldinu.

En ætli það sé ekki með þetta tilvik eins og svo oft: "If it sounds too good to be true, it probably is (too goo to be true)!"

Flosi Kristjánsson, 11.3.2010 kl. 16:20

4 identicon

Nei Páll.

Eins og þú ert góður og glöggur þá skjátlast þér þarna.

Samfylkingin notar þessu ungu og hæfileikalausu framagosa til að koma hótunum á framfæri við VG.

En ekki er í ráði að ganga aftur til samstarfs um nýja hrunstjórn.

Samfylkingin vinnur á þennan veg.

Þetta er flokkur frekju og spuna, lyga og hótana.

Karl (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 16:49

5 identicon

Þannig að menn byrja aftur á mæta á Austurvöll, Hörður Torfa, ræðumenn reiðir með búsháhöldin sín gömlu? Heiftin í nafni lýðræðis?

Helgi (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 18:22

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það eina sem Sjálfstæðisflokkurinn getur samþykkt líði núverandi ríkisstjórnarsamstarf undir lok er þátttaka í bráðabirgðastjórn fram að þingkosningum næsta vor. Þá yrði annað hvort að draga ESB-umsóknina til baka eða halda þjóðaratkvæði um það hvort halda ætti ferlinu áfram.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.3.2010 kl. 21:17

7 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Helgi.  Ég held að það sé ekki von á Herði Torfa á Austurvöll, ég hef ekki heyrt að það sé verið að gera aðra bók um hann.  Hugsanlegt er engu að síður að hann léti sjá sig á Austurvelli ef hann gæfi út nýja plötu eða bókin um hann kæmi út í kilju Það virðist vera að þolinmæði hans sé mikið meiri nú en áður.

Hreinn Sigurðsson, 11.3.2010 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband