Hótanastjórnmál Jóhönnu

Í Silfri Egils í gær hótaði Jóhanna Sigurðardóttir í orðasennu við Bjarna Ben. að setja sjávarútvegsmál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega taldi Jóhanna að hótunin myndi hitta formann Sjálfstæðisflokksins illa fyrir vegna þess að útgerðarmenn hafa löngum stutt flokkinn.

Í reynd var Jóhanna að hóta að setja allt í bál og brand í þjóðfélaginu. Sjávarútvegurinn er hryggstykkið í atvinnulífinu og án hans verður engin endurreisn á Íslandi. 

Forsætisráðherra sem hótar að gera atlögu að grunnatvinnuvegi þjóðarinnar er kominn út fyrir öll velsæmismörk í stjórnmálaumræðu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Auðvitað líta hrunflokksmenn á kvótann í eigu gæðinga sinna sem heilaga kú, en það kann að vera að þjóðin líti það mál ekki sömu augum.

hilmar jónsson, 8.3.2010 kl. 12:41

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo er, að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti tvent í þessu efni.

1.   Að allar auðlindir þjóðarinnar ættu að vera stjórnarskrárbundin eign þjóðarinnar. ( Ég og Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Flokksins studdum þetta og settum fram´hvor í sínu lagi)

2.  Að stefnt yrði að því, að þjóðaratkvæðagreiðslur yruð notaðar í miklu meira mæli (til að útkljá deilumál meðal þjóðarinnar) svo framþróun verði á lýðræðinu.

ÞEtta getur ekki verið skýrari stefnumótun.  Hvernig færð þú út, að Bjarna hafi verið hótað þjóðaratkvæði um Kvótakerfið?

Mibbó. 

Bjarni Kjartansson, 8.3.2010 kl. 13:00

3 Smámynd: SeeingRed

Brýnt að þjóðaratkvæðisgreiðsla um kvótkerfið verði framkvæmd sem allra fyrst, helst í gær.

SeeingRed, 8.3.2010 kl. 13:27

4 identicon

Jóhanna kom illa út úr þættinum en maður bjóst svosem ekki við öðru. Mér finnst hún oft tala í illa dulbúnum hótunum þegar hún þarf sjálf að hafa fyrir því að ákveða hvað á að segja. Ekki traustvekjandi. Birgitta stóð sig vel og Sigmundur og Bjarni ágætlega líka. En kannski er alltaf auðveldara að vera í stjórnarandstöðu, hver veit. Eitt er víst að þessi ríkisstjórn hefur staðið sig afar illa og er ekki að skynja þjóðarvilja í einu né neinu. Allt frá bankahruni hef ég talið að best væri að setja á þjóðstjórn og held að nú sé sá tími kominn.

Dagga (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:38

5 Smámynd: SeeingRed

Lílega væri þjóðstjórn illskásti kosturinn í stöðunni, ekki kemur til greina að hleypa hrunaflokkunum einum að stjórntaumunum aftur, þjóðin er varla svo gjörsamlega skyni skroppin.

SeeingRed, 8.3.2010 kl. 13:53

6 Smámynd: Skríll Lýðsson

Rannsóknarskýrslu Alþingis á borðið takk, og kvótann í þjóðaratkvæði. Ef að útgerðamenn eru með eitthvað múður þá á að þjóðnýta skipakostinn til að tryggja að hægt sé að draga hér björg í bú.

Skríll Lýðsson, 8.3.2010 kl. 14:37

7 identicon

Skýrslan er í endurskoðun og endurritun hjá Steingrími eins og hann sagði í silfrinu.  Hann býst við að klára hana eftir þetta viku til 10 daga.  Bjarni Ben á að halda kjafti þar til eftir útkomuna, því að hann fær slíka útreið í henni sagði Steingrímur.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband