Ritskoðun Steingríms J.

Ríkisstjórnin lofaði gagnsæjum vinnubrögðum en trekk í trekk er stjórnin uppvís að laumuspili. Nærfellt allt Icesave-málið er af hálfu stjórnarinnar myrkri hulið. Steininn tekur úr þegar fjármálaráðherra reynir að hlutast til um fréttir fjölmiðla og koma í veg fyrir birtingu efnis sem hann telur óheppilegt að almenningur heyri.

Valkvætt gagnsæi Steingríms J. og ríkisstjórnarinnar er nóg slæmt. Íhlutun í málefni ritstjórna er skelfing.

Rökin fyrir ritskoðuninni eru eins léleg og áráttan að baki: Röng frétt fellur niður dauð af sjálfu sér og getur ekki verið skaðleg neinum nema ritstjórninni sem ber ábyrgð á henni.


mbl.is Bað RÚV að birta ekki fréttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

ósammála -  þetta mál er á mjög viðkvæmum tímapunkti og það er bara til að gera málið erfiðara ef hvert einasta prump sem á sér stað í samninganefndunum eða á milli þeirra þvælist í fjölmiðla.  Milliríkjadeilur á að leysa á leveli ráðherra og embættismanna og það á að gefa þeim frið til þess.

Óskar, 12.2.2010 kl. 10:33

2 Smámynd: Oddur Ólafsson

Þú skilur fátt Páll ef þú skilur þetta ekki.

Hefur sennilega aldrei og munt aldrei gegna starfi þar sem miklir hagsmunir eru í húfi.

Oddur Ólafsson, 12.2.2010 kl. 10:44

3 identicon

Sammála þér Páll.  Hafðu ekki áhyggjur af aumingja Oddi hér að ofan...

blaðamaður (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 11:06

4 identicon

Bæði sammála og ósammála, en hvernig stendur á því að bara þetta tiltekna vaxtamál lekur út, er ekki ráðuneyti hans hryplekt, samanber ómerkilegu minnisblöð frá fyrri ríkistjórnar, var þetta kanski ekki hann sem vildi að þaug gögn kæmu fram til þessa að fela væntanleg afglöp ríkistjórnarinnar, ef um betri samninga næst núna þegar þjóðin ætlar að fella ICESLAVE I o II. En vonandi fer þetta allt vel að leikslokum.

Ingolf (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 11:51

5 identicon

Vek athygli á því að þetta fólk ætlar að fara setja lög um fjölmiðla.

Heitir það ekki "ritstjórnarlegt sjálfstæði" sem þessir sérvöldu unnendur sannleikans vilja tryggja?

Ómerkilegheitin blasa við þjóðinni.

Hins vegar er beinlínis hættulegt ef þetta lið ætlar að fara að setja fjölmiðlum reglum.

karl (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 13:24

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Það var Steingrímur Joð sem stakk upp á sérstakri internetlöggu á sínum tíma ... hann er ekki kommi fyrir ekki neitt.

Sævar Einarsson, 12.2.2010 kl. 18:48

7 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Aðili A þarf að semja við aðila B um ákveðið málefni.

A vill ná fram samningsmarkmiði X en er tilbúinn að sætta sig við niðurstöðu Y.

Sumir af þeim sem A er að semja fyrir, eru svo uppfullir af glórulausu og ofstækisfullu hatri á A að þeir krefjast þess að A opinberi X og Y áður en samningaviðræður hefjast.

Niðurstaðan er sú að þeir sem A er að semja fyrir fá lakari samning en þeir hefðu getað fengið.

Finnur Hrafn Jónsson, 12.2.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband