Fylgi Samfylkingar hrynur

Samfylkingin myndi missa um þriðjung þigmanna sinna, færi úr 20 í 14, yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun á vefsvæðinu heimur.is Vinstri grænir eiga meira fylgi meðal þjóðarinnar samkvæmt þessari könnun, 26 prósent en Samfylkingin mælist með 22 prósent fylgi.

Samfylkingin er að einangrast í íslenskri pólitík. Einn flokka vill Samfylkingin sækja um aðild að ESB. Skilaboðin sem Brussel fær í aðdraganda þess að ráðherraráðið tekur afstöðu til umsóknar Samfylkingarinnar um aðild er að aðeins fimmtungur þjóðarinnar styður aðildarflokkinn.

Einangrun Samfylkingar mun halda áfram vegna þess að flokkurinn hefur enga viðspyrnu hvorki sem þjóðfélagsafl né fulltrúi nokkurra lífsgilda sem þjóðin finnur til samkenndar með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Samspillingin er því miður "RuslFlokkur", ekki "stjórntækur FLokkur", var það ekki í fyrri né núverandi ríkisstjórn.  Það vil enginn sjá þetta DRASL lið.  Fylgi þeirra á eftir að fara niður í 11% sem er glæpsamlega mikið fylgi í ljósi þess að ALLIR þeirra þingmenn voru ÍTREKAÐ til í að samþykkja að leggja á okkar þjóð DRÁPSKLYFJAR tengt IceSLAVE - vörðu aldrei málstað Íslands, enginn þingmaður Samspillingarinnar á skilið að komast aftur á þing.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 12.2.2010 kl. 01:33

2 identicon

Þetta er rétt.

Brask eins af forystumönnum flokksins með bankabréf sem hann komst í yfir krafti stöðu sinnar og seldi með milljónatuga hagnaði hefur líka vakið verðskuldaða athygli.

Undarleg "jafnaðarmennska" það.

Fylgið mun hrynja af flokknum á næstunni.

Hann stendur ekki fyrir neitt annað en valdagræðgi þeirra sem troðið hafa sér í fremstu röð og linnulausan spuna.

"Samstaða um endurreisn" er nýjasta blöffið.

Minnir aðeins á eitt:

"Skjaldborg um heimilin".

Karl (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 08:13

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Þetta er uppskeran...

Birgir Viðar Halldórsson, 13.2.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband