Grætt á falsfréttum um Trump

Falsfréttir um Trump er góð söluvara. Einkum fréttir sem ekki er hægt af afsanna, eins og þær að Trump sé handbendi Pútín Rússlandsforseta. Þetta er niðurstaða Glenn Greenwald sem segir fréttamiðla eins og CNN og Washington Post hvorki skeyta um skömm né heiður þegar kemur að framleiðslu falsfrétta.

Í Bandaríkjunum, og raunar víðar, vilja margir ekki trúa því að Trump einn og óstuddur hafi sigrað í forsetakosningunum. Hann hljóti að hafa notið stuðnings erlendis frá. Og þar er Pútín nærtækasta og best auglýsta illmennið.

Rússafóbía sameinar tvo valdamikla hópa í Bandaríkjunum. Demókrataflokkinn nánast í heild sinni og kaldastríðshauka í Repúblíkanaflokknum. Á bakvið þessa hópa eru sterkir hagsmunir, t.d. í hergagnaiðnaði, sem njóta góðs af Rússagrýlunni.

Fjölmiðlar eins og CNN og Washington Post fá áhorf og lestur út á falsfréttir um að Rússar hafi komið Trump til valda. Þeir fá einnig aðgang að umræðuþáttum og samfélagsmiðlum þar sem eftirspurn er eftir einmitt falsfréttum af þessari gerð.

Og þegar eftirspurn er eftir falsfréttum, þá eru þær einfaldlega framleiddar.


mbl.is CNN aftur flækt í hneykslismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það eru falsfréttir sem snerta fullt af manneskjum. Það átti að vera búið að setja Obama í handjárn og það kom frétt um að Hillary Clinton væri Róbóti og færðar sannanir fyrir því. Og svo Trump , að sjálfsögðu. Skemmtilegasta falsfréttin fjallar reyndar um Trump sem sagður er ætla að reka alla Indíána burt frá bandaríkjunum og baka til Indlands.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.6.2017 kl. 15:07

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er ekki falsfrétt að sérstakur rannsakandi, Robert Mueller, er að rannsaka meint tengls framboðs Trumps og Rússa.

Wilhelm Emilsson, 28.6.2017 kl. 21:43

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Enn sem komið er hefur ekkert komið fram sem bendlar Trump við Putin eða Rússa yfirleitt. Það er hins vegar ýmislegt sem bendir til að Rússa/Trump-sagan sé að færa kastljósið til baka á demókratana, Comey og handbendi Obama, Lorettu Lynn.

Ragnhildur Kolka, 28.6.2017 kl. 22:59

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Samkvæmt Trump var það Obama sem var í leynilegu sambandi við Rússa og hindraði framgang réttvísinnar. Hann hefur að sjálfsögðu engin sönnunargögn, en núna er erfiðara fyrir stuðningsmenn Trumps að halda því fram að Rússar séu saklausir, nema þeir vilji saka Trump um lygarwink

Wilhelm Emilsson, 29.6.2017 kl. 00:18

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er og það er ekki; færslur þínar Wilhelm er ekkert nema meinfýsið slúður í taktinum hennar Gróu, einstæðings sem hafði þó kaffibolla og kannski kleinur fyrir flutninginn.- Tilgangur fjölmiðlanna CNN og Wasington Post tengist ógeðfelldri græðgi sem flestir Íslendingar hafa ímugust á.

Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2017 kl. 01:39

6 identicon

Vandamálið hér, er ekki "falsfréttir". Heldur sú staðreynd að Demókratar eru orðnir "and-bandarískir".  Að segja að Rússar hafi ráðið Úrslitum í kosningum bandaríkjana, er það sama og að segja að Bandaríkin er "ómaka barn", getulaust og vanmáttugt. Sem rífur sjálfan sig í hárið, vegna þess að einhver annar tók frá því leikfangið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 03:38

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Helga, gengur eitthvað að þjer í dag, gæskan mín?

Wilhelm Emilsson, 29.6.2017 kl. 06:47

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Wilhelm, þú hefur oft verið málefnalegri.

Ég tek undir með Helgu að athugasemd þín er ekkert annað en slúður. Það er vitað að Obamastjórnin hafði vitneskju um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á nóvember kosningarnar mörgum mánuðum fyrir kosningar. Það var hinsvegar ekkert gert í málinu og líklega hefði það aldrei komist í hámæli hefði ólikindatólið Trump ekki unnið kosningarnar. Demókratarnir nota málið til að réttlæta fyrir sjálfum sér tap Hillary. Eftir stendur þó spurningin hvers vegna Obama gerði ekkert í málinu. Hefur Trump eitthvað til síns máls eða var það bara viðtekin ákvörðunarfælni Obama?

Hitt er að Trump hefur sjálfur viðurkennt að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar. En meðan ekkert sannast á Trump varðandi samráð verður hann ekki gerður ábyrgur og því síður ábyrgur fyrir athafnaleysi Obama.

Ragnhildur Kolka, 29.6.2017 kl. 10:10

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ragnhildur, meinarðu Loretta Lynch? Loretta Lynn er kántrísöngkonan geðþekka.

Wilhelm Emilsson, 29.6.2017 kl. 13:57

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka leiðréttinguna Wilhelm, en auðvitað meinti ég þessa sem tók að sér skítverkin fyrir Obama. 

Ragnhildur Kolka, 29.6.2017 kl. 17:22

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ekkert mál, Ragnhildur. 

Wilhelm Emilsson, 29.6.2017 kl. 19:39

12 identicon

Sæll Páll

Ekki bara hérna CNN sem eru með falsfréttir, heldur allir þessir MSM fjölmiðlar (Mainstream media) fjölmiðlar er hafa verið í því að styðja hvert stríðið á fætur öðru fyrir banka, fjölmiðla- og vopnaframleiðanda- elítuna. 
KV.

Image may contain: 4 people, meme and text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 21:14

13 identicon

Image may contain: 4 people, people smiling, meme, sunglasses and text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 21:36

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Steini hver heldur á kyndlinum og bendir á hann með vísifingri.

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2017 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband