Bjarni Ben í 5 sætið?

Sjálfstæðismenn ræða sín á milli hvort formaður flokksins eigi að rétta hlut kvenna í prófkjörinu í SV-kjördæmi og gefa eftir fyrsta sætið en setjast í það fimmta, sem er baráttusæti.

Prófkjörið er ekki bindandi enda innan við 50% þátttaka. Bryndís Haraldsdóttir hlaut 5 sætið í prófkjörinu.

Nokkur umræða er í flokknum eftir prófkjörið um hlut kvenna. Bjarni Ben. sagði sjálfur á prófkjörskvöldi að æskilegt væri bæta hlut kvenna í efstu sætum.

Foringinn skapar fordæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Eigum við ekki fyrst að spyrja. Hvers vegna konur kusu ekki konur?

Ómar Gíslason, 13.9.2016 kl. 15:55

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sammála, Ómar, að við eigum að spyrja hvort hrófla eigi við niðurstöðu sem er lýðræðisleg. Rökin þurfa að vera sterk. Ég hef enn ekki séð þau. En Bjarni Ben. talar töluvert í þá áttina og hann er í stöðu til að fylgja orðum sínum eftir. Ætli umræðan, sem ég vísa í, sé ekki til komin af þeirri ástæðu.

Páll Vilhjálmsson, 13.9.2016 kl. 16:29

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

tIL HVERS ERU ÞESSAR KOSNINGAR EF Á SVO AÐ HANDSTYRA ÞEIM- EFTIRÁ !

 ER EKKI BARA MÁLIÐ AÐ ÞESSAR KONUR HAFA EKKI GÓÐA FERILSKRA- ÞÆR UNNU EKKI VINNUNA SÍNA- FERÐUÐUST Á KOSTNAÐ ALMENNIGS !

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.9.2016 kl. 20:29

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Eftir því sem best ég veit þá kjósa karlar konur jafnt sem karla ef gagnsemin er ljós.  Ég hygg að svo sé og með konur, en skilningur kynjanna á gagnsemi kann að vera misjöfn. 

En á meðan kjörsókn er undir 50% þá hefur einhver ekki notað atkvæði sitt og væri þar með sæmst að þegja.   

Hrólfur Þ Hraundal, 13.9.2016 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband