Samfylking: málefnadauði, síðan fámennsidauði

Samfylkingin gerðist einsmálsflokkur ESB-sinna um miðjan síðasta áratug. ESB-umsókn Samfylkingar strandaði á skeri í tíð Jóhönnustjórnarinnar og þar með fór málefnið eina.

Einsmálsflokkur án málefna er ekki á vetur setjandi og það gildir um Samfylkinguna. Fólk gefur ekki málefnalegu þrotabúi gaum, eins og sést á væntanlegu prófkjöri í Norðvesturkjördæmi: þrír gefa kost á sér.

Saga Samfylkingar síðustu tíu árin er lexía um hvernig flokkar eiga ekki að haga sér í pólitík - vilji þeir eiga framtíð.


mbl.is Aðeins þrír í framboði i í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoski þjóðarflokkurinn á Bifröst

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Viðskiptaráðs, Vilhjálmur Egilsson, boðar stofnun stjórnmálaflokks til höfuðs nýlendustefnu Reykjavíkur gegn landsbyggðinni.

Fyrirmynd Vilhjálms er skoski þjóðarflokkurinn er vill slíta Skotland frá Bretlandi. Tilefni þessara pólitísku tíðinda er að héraðsháskólinn á Bifröst, sem Vilhjálmur stýrir, fékk ekki lögregludeild á háskólastigi.

Lögreglunámið fór til háskólans á Akureyri. Samkvæmt Vilhjálmi er Akureyri þar með hluti af nýlenduvaldi höfuðborgarinnar. Þjóðflokkur Vilhjálms hlýtur að sækja í austur og vestur en ekki norður og niður. Í íslenskri pólitík er enginn munur á þessu tvennu.


Viðreisn er Björt framtíð Sjálfstæðisflokksins

Björt framtíð var fyrir síðustu kosningar stofnuð af forystu Samfylkingar til að fanga krataatkvæði sem ekki rötuðu til móðurflokksins. Fyrir næstu kosningar þjónar Viðreisn sambærilegu hlutverki fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Viðreisn er hægrikrataflokkur er leitar á mið borgaralegra þenkjandi kjósenda sem hlynntir eru velferð og gjalda varhug við ójöfnuði.

Verkefni Viðreisnar er að soga til sín atkvæði sem áður voru Sjálfstæðisflokksins en lentu við hrun hjá Samfylkingu sem fékk 30 prósent fylgi árið 2009 en mælist nú með um 8 prósent. Fyrir kjósendur sem keyptu áróðurinn um að Sjálfstæðisflokkurinn væri hrunvaldur nr. eitt er dálítið erfitt merkja X við D.

Vinstrimenn eins og Björn Valur, varaformaður Vinstri grænna, hjálpa til með því að útlista fyrir kjósendum að atkvæði greitt Viðreisn sé á kostnað Sjálfstæðisflokksins. En þeir eru margir kjósendurnir sem einmitt vilja að atkvæði sitt hafi þau áhrif. En þeir vilja ekki að vinstraslysið frá 2009 til 2013 endurtaki sig. Viðreisn er svarið við væntingum þeirra.

 


Bloggfærslur 26. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband