Skoski þjóðarflokkurinn á Bifröst

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Viðskiptaráðs, Vilhjálmur Egilsson, boðar stofnun stjórnmálaflokks til höfuðs nýlendustefnu Reykjavíkur gegn landsbyggðinni.

Fyrirmynd Vilhjálms er skoski þjóðarflokkurinn er vill slíta Skotland frá Bretlandi. Tilefni þessara pólitísku tíðinda er að héraðsháskólinn á Bifröst, sem Vilhjálmur stýrir, fékk ekki lögregludeild á háskólastigi.

Lögreglunámið fór til háskólans á Akureyri. Samkvæmt Vilhjálmi er Akureyri þar með hluti af nýlenduvaldi höfuðborgarinnar. Þjóðflokkur Vilhjálms hlýtur að sækja í austur og vestur en ekki norður og niður. Í íslenskri pólitík er enginn munur á þessu tvennu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

En Það má líka sækja út og suður! 

Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2016 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband