Kristni, ţjóđkirkja og menningarfjandskapur Pírata

Halldór Auđar Svansson Pírati segir ţađ hrćsni, samkvćmt endursögn Eyjunnar, ađ styđja skólaheimsóknir barna í kirkjur landsins annars vegar og hins vegar leggja til afnám ţjóđkirkjunnar í kjölfar nýrrar kirkjupólitíkur er setur hugdettur presta ofar landslögum.

Ţví er til ađ svara ađ landsins börn fara í kirkjur til ađ lćra um kristni, sem fylgt hefur landsmönnum í meira en ţúsund ár. Ţjóđkirkjan er ekki handhafi kristni í landinu. Sögulega á kaţólska kirkjan meiri rétt en sú lúterska ađ teljast frumafl kristni hér á landi.

Kristni er menningarverđmćti, án tillits til trúarsannfćringar. Til ađ skilja sögu lands og ţjóđar ţurfa ungmenni ađ fá innsýn í kristni. Ţađ mćtti leggja ţjóđkirkjuna niđur á morgun og fćra kristnifrćđslu alfariđ í skólana.

Píratar eru menningarfjandsamlegur hópur fólks sem vill rćna ţjóđina sögulegri og siđferđilegri vitund međ ţví leggja stein í götu kristnifrćđslu.


Óţol góđa fólksins gagnvart Útvarpi Sögu

Góđa fólkiđ, handhafar pólitísks rétttrúnađar, beinir spjótum sínum ađ Útvarpi Sögu. Ţađ segir okkur ađ Útvarp Saga sker sig frá Ríkisútvarpi vinstrimanna og auđmannaútgáfunni 365-miđlum.

Samkvćmt ţessum samanburđi er Útvarp Saga bráđnauđsynlegur vettvangur skođanafrelsis í landinu sem viđ ćttum ađ styrkja međ ráđum og dáđ.

Lengi lifi Útvarp Saga.


mbl.is Gagnrýnir ađförina ađ Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lögreglumorđ - tölfrćđi, skynjuđ kúgun og pólitík

Lögreglan í Bandaríkjunum er skráđ fyrir 509 manndrápum í ár. Flestir ţeirra drepnu eru hvítir, 238, myrtir blökkumenn eru 123 og 79 af rómönskum uppruna. Blökkumenn eru hlutfallslega oftar drepnir af lögreglu en ađrir ţjóđfélagshópar. Blökkumenn eru 13% af Bandaríkjamönnum, hvítir 62% og rómanskir 17%.

Yfir 20% af ţeim sem falla fyrir byssum lögreglunnar eru međ geđrćn vandamál.

Í Bandaríkjunum falla árlega yfir 11 ţúsund manns fyrir byssukúlum, manndráp lögreglu eru vel innan viđ 5 prósent ţeirrar tölu. Afgerandi meiri líkur eru ađ blökkumađur falli fyrir byssukúlu en hvítur. Í samantekt frá Brookings segir ađ hvítir noti helst byssur til ađ drepa sjálfa sig en blökkumenn til ađ drepa hverjir ađra.

Mótmćlin gegn drápum lögreglumanna á blökkumönnum eru ekki byggđ á tölfrćđi. Ef svo vćri myndu blökkumenn mótmćla hverjir öđrum og heimta fleiri lögreglumenn til ađ verja blökkumenn gegn blökkumönnum. 

Mótmćlin eru vegna ţeirrar sannfćringar margra blökkumanna í Bandaríkjunum ađ ţeir séu kúgađir af samfélaginu og lögregluofbeldi sé birtingarmynd ţeirrar kúgunar.

Ţessi skynjađa kúgun er ríkjandi ţrátt fyrir margháttađar tilraunir í meira en hálfa öld ađ rétta hlut blökkumanna í bandarísku samfélagi. Kúgun, skynjuđ eđa raunveruleg, er pólitískt hreyfiafl. Tölfrćđin er ţar léttvćg.   


mbl.is Spennuţrungin mótmćli halda áfram
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 10. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband