Óþol góða fólksins gagnvart Útvarpi Sögu

Góða fólkið, handhafar pólitísks rétttrúnaðar, beinir spjótum sínum að Útvarpi Sögu. Það segir okkur að Útvarp Saga sker sig frá Ríkisútvarpi vinstrimanna og auðmannaútgáfunni 365-miðlum.

Samkvæmt þessum samanburði er Útvarp Saga bráðnauðsynlegur vettvangur skoðanafrelsis í landinu sem við ættum að styrkja með ráðum og dáð.

Lengi lifi Útvarp Saga.


mbl.is Gagnrýnir aðförina að Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi þá er RÚV ekki útvarp vinstri manna heldur útvarp allara landsmanan og hlutalusasti frétetamiðill landsina og er þannig til dæmis ljósár frá áróðurspésum á borð við Morgunblaðið.

Í öðru lagi er Útvarp Saga ekki vettvangur skokðanafrelsins heldur fyrsg og fremst vettvangur hatursumræðu þar sem veður uppi útlendingahatur og hatur á múslimum. Steinin tók úr þegar útvapsstjórinn sjálfuur ásakaði hælisleitendur, sem eðli málsins samvæmt gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér, að ósekju um tengsl við hryðjuverkasamtök.

Það mun því ekki á nokkurn hátt draga úr tjáningafrelsi hér á landi þó Útvarp Saga hverfi að öldum ljósvakans heldur mun það að öllum líkindum draga úr hagursumræðu og þar með minnka hættu á ofbeldi og kúgun minnihlutahópa. Það verður því hreinsun af þessari stöð ef hún leggur upp laupana. Það er þess vegna sem fólki sem er annt um mannrféttindi og vill minnka hatursorðræðu eer að vinna að því að koma stöðinni af öldum ljósvakans. Þessu folki er annt um tjáningafrelsi en gerir sér grein fyrir því að þessi stöð er síður en svo málvari þess.

Sigurður M Grétarsson, 10.7.2016 kl. 13:47

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eitthvað virðist merking tjáningarfrelsis þvælast fyrir Sigurði M. Þvílíkt bull í einum manni.

Halldór Egill Guðnason, 10.7.2016 kl. 13:58

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og ég óska höfundi með þann sigur sinn að fá fram bann á tjáningarfrelsi starfsmann RÚV, þá hef ég ýmislegt við hans framsetningu á efninu að athuga. 

Fyrir það fyrst, þá er Útvarp Saga (ÚS) fínn miðill að upplagi, lagt af stað með litlum efnum en einföld hugmynd. Að hlustendur fá að stýra meirihluta dagskrárinnar með innhringingum. Á árunum 2006 til 2013 var stöðin fín, flestar hliðar fengu að heyrast. Líklega náði stöðin hámarki þegar þeir vinir Lobbi og Bubbi voru saman á föstudögum, í þann þátt var vitnað. Síðan hefur heilt stöðuvatn runnið til sjávar. Þættir eins og Bixið og regluleg viðtöl við "Ólafana" eru nú farnir á bak á burt en stöðin orðin einsleit í skoðunum. Að mínu viti velur stöðin sem málefni til að styðja við, sem einatt eru vinsæl hjá þröngum hóp, mestmegnis þeirra sem hringja inn daglega. Skoðum nokkur nýleg mál. Fræðsla hjá samkynhneigðum í Hafnarfirði. Á því máli var djölfast í nokkra mánuði. Flugvallamálið. Heill þáttur sem lifði stutt undir stjórn einnar Framsóknarkonu , Editar Alvarsdóttur. Þar var borgarfulltrúi Guðfinna í viðtölum a.m.k einu sinni í viku. Nú er búið að dæma í málinu, þar fór heill smáflokkur með sitt mál, ásamt ÚS. "Leyniboxið" hennar Vigdísar, þar fór mál alveg skelfilega fyrir lítið þegar Helgi Hrafn upplýsti um hvað þetta "stóra mál" var um , jú tvær bláar Leitz möppur með upplýsingum úr Fjármálaráðuneytinu, þar sem búið var og er yfirstrika nokkar upplýsingar sem varða persónuupplýsingar. Víglundamálið, enn einn dramaþáttur, þar sem téður Víglundur mætti í viðtal á ca 10-15 daga fresti. En við bíðum nú loftárása frá téðri Vigdísi um málið nú síðsumars.Málið með dóttur hennar Rögnu, jæja þar var nú reynt að snýta Barnaverndakerfinu aftur og aftir, þó svo að allir þeir sem e-ð höfðu á milli eyrnanna vissu að það var bara hægt að segja frá einni hlið, upplýsingar frá Barnaverndakerfinu eru ekki birtar. Núna er það "Laugarneskirkjmálið", þó svo að stjórnarformaður ÚS hafi lýst því ítrekað yfir að hann vilji veg kristni sem mest og stutt Þjóðkirkjuna í orði. En nú þegar málið kann að varða erlenda flóttamenn, þá er málið hamrað, allt til að fanga athygli og líklega e-a aukingu á auglýsingum og hlustun. Þeir sem stjórna þessar stöð eru ekki barnanna besti þegar kemur að fjölmiðlun. Minni á eitt það ógeðfellsta sem ég heyrt á öldum ljósvakans er þegar annar eigandi ÚS tók sig til við að taka afstöðu í erfiðu barnaverndamáli og hringdi í morgunþætti um kl 07:00 austu á firði , beint í fóstuaðila og tók óundirbúið viðtal við fósturaðilann og kom það með áviðringar um hagi einstakra aðila í bænum. Á endanum lagði fóstuaðilinn á, sem betur fer en þarna var ekki mikil fagmennska og ekki gert til þess að verja barnið. Þarna mátti beita áreiti málinu til handa.

Ég get verið sammála greinarhöfundi að það er pláss fyrir ÚS og nauðsyn. Hitt er annað sú einsleitni, þar með ítrekuð viðtöl við greinarhöfund sem á greinileg e-ð persónulegt óuppgert við einn ákveðin stjórnamálaflokk og nú "Laugarneskirkjumálið" lýsir "amatörisma" eiganda stöðvarinnar og margar þeirra , alls ekki allra, sem þangað koma og hringja inn til að tjá sig.

Lengi lifi okkar ástkæri verðandi Forseti (sem ÚT veittist ítrekað að í kosningabaráttunnni, með því að hygla einum frambjóðanda en spila hljoðbúta frá viðtali við Guðna TH, en stöðvareigendur þorðu ekki að koma fram og segja það sem þeir meintu)

Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.7.2016 kl. 14:30

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vinstri elíta rétttrúaðra lítur svo á að RUV sé óhlutdrægur miðill sem færir fréttir á hlutlausan hátt þar sem öll sjónarmið komist til skila. Vinstri elíta rétttrúaðra finnst þeirra sjónarmið vera þau einu réttu og því þurfi ekki að fjalla um málin á annan veg en þeim fellur að geði, þeir skilja ekki að önnur sjónarmið eigi rétt á sér. Skoðunarfrelsi RUV nær til elítu rétttrúaðra og finnst þeim þeir því hafa rækt skildu sína. Það er kominn tími til að loka RUV og fella niður nefskattinn sem þeim er eyrnamerktur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.7.2016 kl. 14:50

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta sama fólk hlýtur nú að heimta þá að verðandi forseti segi af sér hið snarhasta þar sem hann auglýsti sjálfan sig á Útvarp sögu í aðdraganda kosninga til forseta.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.7.2016 kl. 15:03

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ísland er aðili að Mannréttindasáttmála SÞ.  19. grein sáttmálans hljóðar svo:

"Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós.  Felur sá réttur í sér frelsi til að hafa skoðanir óáreittur og að leita, taka við og miðla upplýsingum og hugmyndum með hverjum hætti sem vera skal og án tillits til landamæra." 

Kolbrún Hilmars, 10.7.2016 kl. 15:04

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það hlýtur þá einni að falla undir 19 gr Mannréttindasáttmálans að hafa skoðun og tilverunni, já og lögaðilum eins og Útvarpi Sögu.
Langar að benda Tómasi Íbsen að kynna sér tölur hjá Fjölmiðlavaktinni (nú Credit Info) frá því á haustmánuðum 2015 þegar teknar voru saman tölur yfir þá sem hinn frábæri þáttur Spegillinn, tók viðtal við. Fyrstu 3 sætin verma þau Bjarni Ben, SDG og Eygló, þannig "vinstri slagsíða" er ekki fyrir að finna þar. RÚV er flott stofnun og með lokun á henni væri verið að vega að lífskjörum hjá eldra fólki, þá með því að taka dagskrárgerð sem einkaaðilar myndu ekki sinni, sökum markaðsástæðna. En kannski eru fleiri en bara Tómas sem er alveg sama um alla aðra en hann sjálfann. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.7.2016 kl. 15:09

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég gafst upp á því fyrir mörgum árum að reyna að hlusta á Útvarp Sögu. Og ekki held ég að það hafi skánað síðan.

En í frjálsu samfélagi verður fólk einfaldlega að búa við það að skoðanir sem flestir hafa fyrirlitningu á fái að heyrast vilji einhver útvarpa þeim. Við getum reynt að vinna gegn útbreiðslu rasisma og hatursáróðurs með því að svara þeim sem hafa hann uppi með rökum - jafnvel þótt stundum sé það fremur eins og að reyna að rökræða við njólabreiðu en fólk - en við megum ekki falla í þá gryfju að leitast við að banna skoðanir sem okkur líkar ekki við, hvort sem er með lögum eða þvingunum af öðrum toga.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.7.2016 kl. 15:18

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðvitað virkar þetta í báðar áttir, Sigfús. Enda er fólki fullkomlega heimilt að vera ósammála um málefni og tjá sig um það.  En það er óheimilt að koma í veg fyrir að einhver geti tjáð sig um sína skoðun "með hverjum hætti sem er".

Kolbrún Hilmars, 10.7.2016 kl. 15:20

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fréttastofa Rúv hefur margítekað verið misnotuð pólitískt til hlutdrægni, sérvalningar sífellt sömu álitsgjafa og til áróðurs, m.a. gegn þeim sem setja sig á móti innlimun Íslands í Evrópusambandið og nú þessa dagana á móti Brexit-sinnum, einnig gegn Ísrael um áratuga skeið o.m.fl., sbr. heila Facebókar-efnissíðu sem fjallar um slík hlutleysisbrot Rúv: Eftirlit með hlutleysi RÚV.

Rúv og Bylgjan leyfa ekki frjálsar raddir (símatíma) hlustenda nema c.10-12 mín. á dag virka daga, en Útvarp Saga er með á 3. klst. fyrir hádegi og oft einnig að nokkru milli kl. 4 og 5 eða jafnvel til kl. 6.

Jón Valur Jensson, 10.7.2016 kl. 15:36

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Marxistinn gamli Sigurður G. Tómasson (Bubbi) og hin Moskvulærði Guðm. Ólafsson hagfr. (Lobbi) voru báðir miklir vinstri menn og Rússasinnar á ÚS, Lobbi varði t.d. grimmt innrás Rússa í Georgíu.

Höskuldur lyfjafr. var eindreginn ESB-innlimunarsinni. Þessir þrír hafa sennilega verið samanlagt á 2. áratug á ÚS og ekkert undarlegt að þeir eru þar ekki ennþá.

Jón Valur Jensson, 10.7.2016 kl. 15:48

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hefur fólk ekki bara fullt frelsi til að tjá sig á facebook?

Jósef Smári Ásmundsson, 10.7.2016 kl. 17:08

13 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Nei, sé ég ekki að málfrelssinninn og auðvaldsvinurinn (já hann skipti skoðin á forsetaframbjóðanda á nýju Íslandsmeti núna í vor) mættur hér til að halda fram sínum áróðrið og greinilegu hatursummælum um fyrrverandi starfsmenn ÚS. En fallegt. 

Jón, af hverju heldur þú þig ekki á "þínu svæði" þar sem þú getur lokað á alla þá sem svara þér á sama hátt og þú drullar yfir aðra um þá og þeirra skoðanir ? Ef það dugar þér ekki, þá skeinir þú þér með ummælum um þeirra ZtafZetningu.

Þeir, Höskuldur, Bubbi og Lobbi mega allir hafa verið samflokksfélagar þínir í Íslenzku Þjóðfylkingunni fyrir mér, þeir eru fyrst og fremst góðir þáttastjórnendur, e-ð sem þú náðir aldrei sem starfsmaður ÚS, að mínu mati.

Það verður ekki lægra komist en þegar þú hefur upp ummmæli og umræðu um e-r samfélagssmál, þú kannt allt og aðrir eru fávitar, "vinstri menn" og "lygaXXX"

Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.7.2016 kl. 18:20

14 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Í fyrsta lagi þá er RÚV ekki útvarp vinstri manna heldur útvarp allara landsmanan og hlutalusasti frétetamiðill landsina"

Hahahahaha!

Ásgrímur Hartmannsson, 10.7.2016 kl. 19:54

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einmitt, Ásgrímur. Og þessi Sigfús er svo óvandaður og ómarktækur, að maður nennir ekki að svara honum.

Jón Valur Jensson, 10.7.2016 kl. 23:58

16 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Jón Valur, þegar maður hefur nákvæmlega ekkert að segja, þá fer manni lang best að þegja. Á meðan lokar þú á þá sem andmæla þér, réttlilega, á "þínu svæði".

Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.7.2016 kl. 01:02

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að ég lokaði á Sigfús í seinni hluta fyrra mánaðar, kom til af því, að ítrekað braut hann gegn skilmálum innleggja þar, með grófum ósanninda-fullyrðingum um afstöðu mína í málum, og féll það svo sannarlega undir "dónalegar eða óheflaðar persónuárásir," sem þar er lagt bann við. Sigfús gat ekki þar fremur en hér haldið aftur af sér og valdi sjálfur sinn talsmáta, ekki ég!

Það eru engin "hatursummæli um fyrrverandi starfsmenn ÚS" í innleggi mínu hér kl. 15:48, einungis sögulegar staðreyndir

Sjálfur hef ég aldrei verið starfsmaður Útvarps Sögu, aldrei þegið þar laun af neinu tagi. Vikulegir 20 mín. þættir mínir þar um nokkurra ára skeið voru ólaunaðir, gefnir fyrir góðan málstað og þjóðarnauðsyn, m.a. í Icesave-málinu -- málstað sem menn á borð við Sigfús virðast ekki kunna að meta.

Jón Valur Jensson, 11.7.2016 kl. 02:27

18 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Þú lokaðir á ummæli frá mér Jón Valur og þar fór ég ekki með neina rangfærslur. Þér líkaði bara ekki ummælin. Er það í skilmálunum þínum?

Snorri Arnar Þórisson, 11.7.2016 kl. 11:38

19 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Fullyrðing þín um að fréttastofa RÚV hafi verið misnotuð til hlutdraægni er svo mikið kjaftæði að það háfla væari nót. Þú viðrðist líta svo á að allir fréttamæiðlar sem ekki flytja einungis áróður í þágu þinna skoðanna séu hlutdrægir. Hvað þau dæmi sem þú nefnir er þetta að segja.

Fréttastofa RÚV var hlutalusasti miðillinn í umræðum um ESB meðan við stóðum í aðildarviðræðum. Hlutdrægnin var mest á heimasíðu Heimssýnar, í Bændablaðinu og Morgunblaðinu. Þeir miðlar voru á móti aðild og fluttu mjög einhliða fréttir um það mál. Það sama á við um Brexit málið.

Hvað varðar málefni Ísraels og Palestínu þá hefur frétetastofa RÚV verið svolítð eins og aðrir vestrænir fjölmiðlar sem kaupa efni frá vestrænum fréttstofum frekar hliðholl hinu grimma hernámssveldi Íreael en þó hefur RÚV verið hlutlausari en margir aðrir vestrænir fjölmiðlar. En þó hefur RÚV ekki fjallað mikið um þá þjóðernishreinsun og eyðileggingu heimila Palestínumanna sem felst í hinum ólöglegur landránsbyggðum Ísraela og hún hefur heldur ekki sagt mikið frá hryðjuverkum landræningja gagnvart Palestínumönnum á Vesturbakkanum sem felast í því að ráðast á fólk við tínslu á ólífum með ofbaldi og eyðileggja ólífutré þeirra og aðrar eigum auk þess að koma í veg fyrir að þeir geti klárað að tína ólífurnar á þeim trjám sem þó eru óskemmd. Þar er heldur ekki mikð fjallað um rán Ísraela á vatni Palestínumanna.

Eins hefuur ekki mikiið verðð fjallað um skýrslu Sameinuðu þjóðanna um árásir Ísraela á Gasa þar sem fram kemur að fjöldamorð þeirra á óbreyttum borgurum hafi farið langt út fyrir það sem hægt væri að réttláta út frá sjálfsvörn og í raun bendi flest til þess að mikið mannfall óbreyttra borgara hafi verið markmið Ísraela.

Þannig að jú það er hægt að færa rök fyrir hlutdrængi RÚV í málefnum Ísraels og Palestínu þar sem dregin er taumur Ísraela en engan vegin í umfjjöllun um ESB eða Brexit.

Sigurður M Grétarsson, 11.7.2016 kl. 11:59

20 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Snorri. Jón Valur hefur alla tíð gert mikið af því að loma á menn sem hann er ósammála og ber síoðan við alls konar afsökunum sem ekki halda vatni fyrir því. Þetta þekki ég af eigin raun. Hann lokaði á mig án þess að ég bryti í bága við nokkra þá skilmála sem hann nefnir. Það eina sem ég gerð var að leiðrétta ruglið í honum sjálfum og færa fyrir því sterk og sannfærandi rök. Þetta lýsir vel ást Jóna á frjálsri umræðu og tjáningarfrelsinu.

Sigurður M Grétarsson, 11.7.2016 kl. 12:01

21 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hér er góð grein um þetta mál. Þessi seetning er það sem stendur upp úr í henni að mínu mati.

"Í raun stafar samfélagi okkar meiri ógn af fólki eins og útvarpsstýrunni á Sögu en öllum þorra þess fólks sem rekið er úr landi. "

http://stundin.is/blogg/maurildi/ogn-um-utvarp-sogu/

Það er jafnvel talið að það hefði verið hægt að koma að mestu í veg fyrir fjöldamorð á 700 þúsund manns í Rúanda á sínum tíma með því að loka einni útvarpsstöð. 

Það er ástæða fyrir því að meira að segja vestræn ríki setja skorður við tjáningarfrelsinu bæði hvað varðar meiðyrði og hatursorðræðu. Það er vegna þess að hatursorðræða leiðir af sér fordóma, tortrygni og ótta gagnvart fórnarlömbum hatursoðræðunnar sem oftast eru minnihlutahópar sem síoðan leiða af sér mismunun gagnvart þeim og einnig ofbeldi sem oft endar með manndrápum. Það er þess vegna sem orðin í greininni hér að ofan sem ég vitan til segja það sem segja þar um ástæðu þess að veriðf er að reyna að þagga niður í Útvarpi Spgu.

Sigurður M Grétarsson, 11.7.2016 kl. 12:06

22 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Téður Jón Valur er skrýtin skrúfa í spýtunni okkar. Hann er þá hér að viðurkenna að hafa tekið að sér að leggja fram vinnu í langan tíma (nokkur ár) á greiðslu. Var ekki maður handtekinn um daginn fyrir að leggja fólk í svoleiðis vinnu og það kallað mansal ? Jæja, það er hans mál.

Ljóst má vera að Jón Valur er nú stjórnarmaður í Íslensku Þjóðarfylkingunni, þá vitum við hvað er í vændum ef þeir ná meirihluta á þing. Málfrelsið verður kvatt og við þrír og okkar líkir settir í steininn. 

Jón Valur er alveg til fyrirmyndar....greinilega viðkvæmt blóm sem hefur hátt um aðra

Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.7.2016 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband