Vinstrimenn rćđa nafnabreytingu, ekki sameiningu

Samfylkingin rćđir nafnabreytingu. Flokkurinn er ekki orđinn tvítugur, var stćrstur flokka 2009 en rétt skreiđ inn á ţing í kosningunum sl. haust.

Vinstrimenn rćđa ekki sameiningu ţessi misserin. Einir fjórir vinstriflokkar eru á alţingi: Samfylking, Vinstri grćnir, Píratar og Björt framtíđ.

Nćrfellt alla síđustu öld, frá fyrsta klofningi Alţýđuflokksins 1930, var sameining vinstrimanna sígilt umrćđuefni. Á međan Sjálfstćđisflokkur og Framsóknarflokkur skiptu hvorki um nafn né kennimerki var lenska vinstrimanna ađ stofna til flokka í nafni sameiningar: Kommúnistaflokkur, Sósíalistaflokkur, Alţýđubandalag, Ţjóđvarnarflokkur, Samtök frjálslyndra og vinstrimanna, Bandalag Jafnađarmanna, Ţjóđvaki og er ţó ekki allt upp taliđ.

Síđasta stóra uppstokkun vinstrimanna var um aldamótin, međ stofnun Samfylkingar og Vinstri grćnna.

Sameiningartal vinstrimanna leiđir jafnan til klofnings. Ţađ liggur í eđli íslenska vinstrimannsins ađ vera hrópandinn í eyđimörkinni - í fleirtölu. 


Lee og Lenín - list, pólitík og saga

Robert E. Lee var snjall hershöfđingi, sem tapađi stríđi Suđurríkjanna gegn Norđurríkjunum.  Eftir stríđiđ var Lee minnst sem ,,góđa" Suđurríkjamannsins og var aftengdur málstađ ţrćlahaldsins. Hann fékk af sér styttur og sýndur sómi í tregasöngnum The night they drove old Dixie down ţar sem eymd og volćđi tapađs málstađar eru gerđ skil.

Á seinni tíđ fćr Lee ađra umsögn. Hann var ţrćlahaldari og fyrirleit ţeldökka.

Styttur af Lee eru fjarlćgđar í Bandaríkjunum á međan stytta af rússneksa byltingarforingjanum Lenín fćr ađ standa í Seattle. Styttan af Lenín kom til Bandaríkjanna eftir ađ höfundarverk hans, Sovétríkin, féllu. Hún ţótti sögulegt rusl í fyrrum kommúnistaríkinu Tékkóslóvakíu en varđ ađ list í Seattle.

Glatađur málstađur Suđurríkjanna er ekki list í Bandaríkjunum en arfur kommúnismans fćr ţann gćđastimpil. Sem segir okkur ađ list er margrćđ, pólitíkin mótsagnakennd og ađ sagan er í sífelldri endurskođun. 


mbl.is Styttur fjarlćgđar í skjóli nćtur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Leitađ ađ leiđtoga í Reykjavík

Sjálfstćđisflokkurinn í Reykjavík er eini raunhćfi valkosturinn viđ vinstrimeirihluta í borgarstjórn. En án leiđtoga verđur róđurinn ţungur ađ sannfćra kjósendur um Sjálfstćđisflokkurinn sé besti kosturinn.

Halldór Halldórsson gerir rétt ađ gefa ekki kost á sér í oddvitasćtiđ. Halldór er ađ upplagi embćttismađur en til forystu ţarf atkvćđamann sem lćtur finna fyrir sér.

Leiđtogar koma ekki á fćribandi. Og tíminn er naumur.


mbl.is Halldór gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nasismi, feminismi og rétturinn til lífs

Rétturinn til lífs er trúarpólitísk hreyfing í Bandaríkjunum sem leggst gegn fóstureyđingum. Í Evrópu, Íslandi og Norđurlöndum sérstaklega, stendur sú sannfćring sterkum fótum ađ konan ráđi líkama sínum og fóstrinu ţar međ.

Fasismi, međ nasisma sem undirflokk, er evrópsk hugmyndafrćđi og leiddi til öfga er lýstu sér í mannfyrirlitningu.

Ţegar fóstureyđingum vegna downs-heilkenna er líkt viđ nasisma er í raun veriđ ađ halda fram ítrasta rétti fóstra til lífs. Á bakviđ samlíkinguna liggur sannfćring um ađ rétturinn til lífs sé sterkari en vald konunnar til ađ ákveđa hvort hún láti eyđa fóstri eđa ekki. Burtséđ frá ţví hvort fóstriđ sé heilbrigt eđa ekki.


mbl.is Palin líkir Íslendingum viđ nasista
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lýđrćđi og móđursýki

Bandaríkin eru ţjökuđ af einrćđisfóbíu rétt eins og ţau voru heltekin af kommúnistafóbíu árin eftir seinna stríđ. Í Trump sjá margir Bandaríkjamenn einrćđisherra, alveg eins og ţeir sáu kommúnista í saklausum jafnađarmanni fyrir hálfri öld.

Á ţessa leiđ er greining tveggja sagnfrćđinga í New York Times.

Trump komst til valda, segja Moyn og Priestland, vegna ţess ađ efnahagskerfi Bandaríkjanna bjó til fátćka millistétt sem sá sínum hag best borgiđ međ Trump í embćtti forseta. Í stađ ţess ađ gefa sig móđursýkinni á vald vćri nćr ađ bjóđa fram efnahagslega valkosti sem stuđla ađ jafnara og réttlátara ţjóđfélagi.

Trump er ekki einrćđisherra og hann er ekki heldur handlangari Pútín Rússlandsforseta. En á međan andstćđingar Trump dunda sér viđ ađ teikna Trump upp sem fasískan djöful er ekkert ađ frétta af pólitískum valkostum viđ ţá stefnu sem leiddi Trump til valda.

Móđursýki stuđlar ekki ađ lýđrćđi, heldur hatri og ofbeldi.


mbl.is Sökin hjá báđum fylkingunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Góđur kennari, verri og verstur

Kennari, sem sćkir um starf í framhaldsskóla, og er međ alla pappíra í lagi og býr ađ kennslureynslu er ekki ráđinn í starfiđ fyrr en eftir símtal, sem rćđur úrslitum um hvort af ráđningu verđur eđa ekki.

Skólastjórnandinn tekur upp símann og hringir í skólann ţar sem kennarinn starfađi áđur. Hann er ađeins međ eina spurningu: virkar hann?

Hvers vegna er ţetta? Jú, kennari sem hefur fínustu prófgráđur getur reynst handónýtur til kennslu. Allir skólastjórnendur vita ţetta og af ţeirri ástćđu ríkir hreinskilni um umsagnir skólastjórnenda um kennara - og ţćr eru gefnar í símtali en ekki tölvupósti.

Kennarar virka eđa ekki af ástćđum sem liggja í persónu ţeirra. Ţađ eru eiginleikar sem bćđi er erfitt er ađ mćla og eru ólíkir frá einum kennara til annars. Farsćll kennari ţróar međ sér kennsluhćtti sem ríma viđ ţá persónu sem hann er. Hann kann vitanlega faggreinina sem hann kennir en hann lćrir líka hvađ virkar og hvađ ekki. Ţegar hann nćr tökum á ţeim ţćtti kennslunnar fćr hann umsögn sem heldur honum í starfi.

Umrćđa er um ađ búa til launahvetjandi kerfi fyrir kennara. Hugmyndin er ađ umbuna ,,góđum" kennurum. Ţađ er vel hćgt ađ mćla marga ţćtti kennslu s.s. líđan nemenda, fjölbreytileika í kennslu og námsmati, endurnýjun námsefnis og fleiri álíka liđi.

En ţađ er ekki hćgt ađ mćla góđan kennara. Og ţađ er ekki hćgt ađ mćla rétta kennsluhćtti. Uppskriftin er einfaldlega ekki til. Kennsla hefur veriđ stunduđ á vesturlöndum, međ líkum hćtti og í dag, allt frá miđöldum. Kennari er međ nemendur í skólastofu, kennir og leggur fyrir verkefni og próf og metur frammistöđu nemenda. En samt er ekki til nein forskrift ađ góđum kennara og réttri kennslu.

Hvers vegna er ţađ? Kennsla er sköpun, sem verđur til í samspili kennara og nemenda. Sköpun verđur ekki til međ forskrift.


RÚV: Trump góđur á alţjóđlega villinga

RÚV flytur ekki lof um Trump. Hádegisfréttir í dag voru ţó undantekning. Snemma í fréttatímanum sagđi ađ hótanir Trump um ađ láta eldi og brennisteini rigna yfir Norđur-Kóreu bćri ţann árangur ađ kommúnistaríkiđ lćtur af vopnaskaki um sinn.

Seint í sama fréttatíma var frásögn af trúarríkinu Íran, sem kvartar undan stríđslyst Trump.

Ef Trump heldur í skefjum kommúnistaríki og múslímsku klerkaríki er hann til nokkurs nýtur, sagđi RÚV í hádeginu.


Tungumálafasismi er ok

Ekki er óhćtt ađ vera stoltur af ţjóđerni sínu - mađur gćti fengiđ á sig fasistastimpil. En ţađ má gera kröfu um ađ útlendingar lćri tungumál ţeirrar ţjóđar sem veitir ţeim viđtöku.

Ţessa ályktun má draga af umrćđunni um kvörtun ţýska embćttismannsins á engri ţýskukunnáttu ţjóna í Berlín.

Ţjóđernishyggja er ađ stofni rómantísk, vísar í huglćg viđhorf og gyllir fortíđina. Tungumálakunnátta er hagkvćm og mćlanleg. Sá sem ekki kann tugumál samfélagsins er ćvarandi úti á ţekju, verđur aldrei meira en óviđkomandi gestur.

Söguleg uppspretta ţjóđernishyggju er tungumáliđ. Ţetta vita Ţjóđverjar manna best. Ţeir áttu tungumáliđ í meira en ţúsund ár en ţýskt ríki ađeins í hálfa ađra öld.

Eftir sex vikur ganga Ţjóđverjar til ţingkosninga. Ţriđji stćrsti flokkurinn, samkvćmt könnunum, er AfD sem vill reisa skorđur viđ fjölda útlendinga í landinu og hafnar fjölmenningu ţar sem hver talar međ sínu nefi. Enginn hinna flokkanna vill vinna međ AfD, ţeir ţykja of fasískir.

Ţađ má vera tungumálafasisti, af hagkvćmnisástćđum, en rómantískur ţjóđernisfasismi er bannorđ. Pólitískur rétttrúnađardans er stiginn ţar á milli.

 


mbl.is Brjálađur vegna skorts á ţýsku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hitler međal okkar

Ţjóđverjar hafa lög sem banna nasísk tákn og orđrćđu. Nasismi er bannorđ nema sem sögulegur lćrdómur, settur í samhengi viđ hvert ţađ leiđir ţjóđ sem gengur fyrir björg.

Hitlerskveđjur á almannafćri ţjóna ţeim tilgangi ađ ögra.

En ađ berja ţann sem ögrar er tćplega rétta svariđ. Ţótt ţađ hljómi vel, ađ međ illu skuli illt út reka. 


mbl.is Laminn vegna nasistakveđju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ruđningsáhrif Trump-frétta

Fjórar af sjö fréttum i rammanum ,,erlent" á forsíđu mbl.is eru beint eđa óbeint um Trump Bandaríkjaforseta. Líklega er ţetta ekki einsdćmi um ruđningsáhrif Trump-frétta.

Í útlöndum eru stóratburđir ađ gerast, stutt er í ţýsku ţingkosningarnar, Brexit stendur yfir, kosiđ verđur í Noregi innan skamms og margt annađ er fréttnćmt.

En Trump trompar ađrar fréttir. Svo klóra menn sér í kollinum yfir velgengni karlsins.


mbl.is Trump hafi líka fordćmt ţjóđernissinna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband