Trump minnkar Bandaríkin - óvissa í Evrópu

Bandaríkin ćtla ekki ađ halda uppi Nató, sem felur í sér valdaafsal í Evrópu. Valdahlutföll í álfunni verđa i uppnámi. Stóru ESB-ríkin, annađ tveggja sameiginlega eđa hvert í sínu lagi, munu keppa viđ Rússland um forrćđi á meginlandinu.

Undir forystu Trump minnka Bandaríkin á alţjóđavettvangi og ţađ mun skapa óvissu til skamms tíma.

Ţegar frá líđur verđur til nýtt jafnvćgi og jafnvel ađ friđvćnlegra verđi í heiminum. Viđ skulum samt ekki spá Trump Nóbelsverđlaunum.  


mbl.is Vill endalok núverandi heimsmyndar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einrćđi fjölmiđla eđa stjórnvalda

Tal um einrćđi í fjölrćđissamfélagi eins og ţví bandaríska er dálítiđ eins og ađ tala um vatnsskort í miđri djúpu lauginni. Meint einrćđi er í raun deila um dagskrárvald í pólitískri umrćđu.

Fjölmiđlar telja sig eiga dagskrárvaldiđ skuldlaust og vilja ákveđa hvađa pólitísku álitamál eru rćdd og á hvađa forsendum. Trump forseti er á öđru máli og efnir til harđrar samkeppni viđ fjölmiđla um dagskrárvaldiđ.

Vígvöllurinn ţar sem forsetinn og fjölmiđlar heyja baráttu sína er samfélagsmiđlar. Ef fjölmiđlar tapa ţessum slag glata ţeir dagskrárvaldinu. Ef Trump tapar er hann orđinn hornreka í umrćđunni.

Einn sigurvegari er ţegar kominn fram: samfélagsmiđlarnir.


mbl.is Fjölmiđlar „óvinir almennings“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórnin sigrađi í sjómannadeilunni

Hart var sótt ađ ríkisstjórninni í sjómannadeilunni en hún stóđst álagiđ. Deila sjómanna viđ útgerđina er innbyrđis barátta um hvernig skuli skipta afkomunni af fiskveiđum. Aldrei var tilefni til ţess ađ ríkisvaldiđ fjármagnađi lausn deilunnar, ţótt ýmsir gerđu kröfu um ţađ.

Ríkisstjórnin hélt fast viđ  meginreglununa um frelsi og ábyrgđ samningsađila ađ ná niđurstöđu sín á milli. 

Fiskveiđar er afmörkuđ atvinnustarfsemi sem kallar ekki á atbeina ríkisvaldsins líkt og almennir kjarasamningar á vinnumarkađi gera á tíđum. 

Sjómenn og útgerđ geta líka vel viđ unađ. Stundum ţarf ađ ţreyja ţorrann og góuna ţegar deilur eru komnar í hnút. Og ţađ var gert í ţessu verkfalli.


mbl.is Samiđ í kjaradeilu sjómanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hagvöxtur til hćgri, kreppa til vinstri

Hagvöxtur verđur viđ pólitískan stöđugleika, traust ríkisfjármál og tilrú. Sígild hćgripólitík, jafnvćgi á milli íhaldssemi og einstaklingsfrelsis, skapar ţessi skilyrđi.

Ef jafnvćgiđ raskast, eins og gerđist fyrir hrun, hleypur slćmska í hagkerfiđ međ ţekktum afleiđingum.

Vinstripólitík er andstađan viđ íhaldssemi og einstaklingsfrelsi; bylting og samfélagstilraunir. Pólitískur stöđugleiki, skikkanleg ríkisfjármál og tiltrú ţrífst illa eđa alls ekki í vinstripólitík.

Hćgrimenn tala um ađ skapa verđmćti, en hafa minni áhyggjur af útdeilingu ţeirra. Ađaláhyggjuefni vinstrimanna er ađ deila út verđmćtum, en ţeir láta sér í léttu rúmi liggja hvort og hvernig ţau verđa til.

Skynsamar ţjóđir setja hćgriflokka í ríkisstjórn en úthluta vinstriflokkum ţađ hlutverk ađ veita ađhald í stjórnarandstöđu.


mbl.is Blússandi hagvöxtur áfram
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Falsfréttir og falskur veruleiki

Fjölmiđar eins og RÚV eru á undanhaldi frá hlutlćgri fréttamennsku og á hrađri leiđ inn í kjaftakvörn samfélagsmiđlunar ţar sem mestur hávađinn fangar athyglina.

RÚV stundar skipulagđa kjaftakvarnarblađamennsku međ einhliđa áróđri um málefni sem stofnunin tekur upp á sína arma, núna síđast loftslagsvá.

Yfirgengileg einföldun og misţyrming talnaefnis eru ćr og kýr kjaftakvarnarinnar á Efstaleiti.

Almenningur veit ekki hvađan á sig stendur veđriđ enda fátt um fína drćtti í andófinu gegn fölskum veruleika RÚV.

 


mbl.is Mikill meirihluti hefur áhyggjur af loftslagsmálum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er hćgt ađ gúggla sig til mennta?

Menntun var einu sinni ađ ţýđa latínu og grísku yfir íslensku á Bessastöđum en ensku í Oxford. Ađ auki lćrđu nemendur ljóđ utanbókar og kannski eitthvađ smávegis í stćrđfrćđi og stjarnvísindum. Međ ţennan grunn börđust Íslendingar til sjálfstćđis en Englendingar urđu heimsveldi.

Lýđrćđisvćđing skólamenntunar á síđustu öld breytti inntaki hennar. Markmiđiđ var ađ koma sem flestum í gegnum skóla en ekki höfđu allir smekk fyrir fornmenntum og fagurbókmenntum. Sumir prjónuđu sig í gegnum skóla. Sígild menntun lét á sjá.

Eftir netvćđingu er ţekkingin er hvers manns fingrum í gegnum leitarvélar eins og google. Skólakunnátta er lítils virđi í samanburđi.

Tvennt lćrir mađur ţó ekki á google, sjálfsaga og sköpun. Ađ ţýđa texta á einu tungumáli yfir á annađ krefst ögunar og sköpunargáfu.

Svariđ viđ spurningunni í fyrirsögn er nei, viđ gúgglum okkur ekki til mennta. 


mbl.is Forstjóri Google svarađi sjö ára stúlku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lokatilbođ - síđan neyđarkall

Á almennum vinnumarkađi eru tveir samningsađilar, vinnuveitendur og launţegar. Ţađ er ţeirra og engra annarra ađ semja um kaup og kjör innan ramma laganna.

Fyrir tveim dögum sögđu sjómenn ađ ţeir hefđu gert útgerđinni lokatilbođ.

Sjómenn hlupu á sig og senda alţingi neyđarkall tveim dögum eftir ,,lokatilbođ". Í kjaraviđrćđum er ekkert lokatilbođ, ađeins samningar.

 


mbl.is Sendir neyđarkall til alţingismanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Markađurinn hćttir blekkingu - ríkiđ tekur viđ

Jafnlaunavottun VR byggđi á ţeirri blekkingu ađ launagreiđslur vćru eitthvađ annađ en greiđslur fyrir tiltekin störf - ađ kyn launţega skipti máli. VR gefst upp á blekkingunni og hćttir ađ gefa út jafnlaunavottorđ. Ríkiđ ćtlar ađ yfirtaka starfsemina.

VR er markađsađili á vinnumarkađi; semur um kaup og kjör launţega. Kjarasamningar eru kynlausir og ţví ţarf jafnlaunavottun ađ byggja á einhverju öđru til ađ finna kynbundinn launamun.

Upplýsingar um kynbundinn launamun eru ekki til. Ađeins eru til upplýsingar um ađ ólík störf gefi ólík laun - enda ganga kjarasamningar út á ţá forsendu.

Velferđarráđuneytiđ reynir ađ blekkja fólk til ađ trúa ţví ađ upplýsingar um launamun á milli starfsgreina og starfsheita séu í raun tölfrćđi um launamun kynja.

Og ţađ er einmitt velferđarráđuneytiđ sem mun taka yfir jafnlaunavottun sem vinnumarkađurinn er ađ hćtta viđ.

Ríkisvćdd blekking er einmitt ţađ sem viđ ţurfum á ađ halda. Eđa ţannig.


mbl.is VR er hćtt ađ votta laun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stríđsćsingar frjálslyndra í Evrópu og Bandaríkjunum

Stjórnmálamenn sem kenna sig viđ frjálslyndi í Bandaríkjunum og Evrópu stunda stríđsćsingu gegn Rússlandi ásamt gömlum kaldastríđsjálkum.

Slóđin frá Írak 2003 liggur til Úkraínu sem Bandaríkin og Evrópusambandiđ vilja gera ađ bandalagsríki sínu gegn Rússlandi.

Trump gaf ekki mikiđ fyrir stríđsćsingar frjálslyndra í kosningabaráttunni. En kannski er hann orđinn húsvanur.


mbl.is Rússar hyggjast halda Krímskaga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjómannaverkfalliđ kćlir hagkerfiđ

Ţeir milljarđar sem fara í súginn í sjómannaverkfallinu kćla hagkerfiđ, draga úr atvinnustarfsemi og minnka einkaneyslu.

Fyrirsjáanleg lćkkun á neysluvörum međ innkomu Costco á smásölumarkađi mun draga úr ţenslu og leiđa til uppstokkunar í heildsölu- og smásölu.

En stóra spurningin er hvort ríkiđ heldur aftur af sér í útgjöldum. Ef ríkiđ sýnir ađhald í ţenslunni er möguleiki ađ komast hjá harđri lendingu hagkerfisins 2018/2019.


mbl.is Sagđir undirbúa sig fyrir nćstu kreppu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband