Játning vinstrimanns: velferð veldur vesaldómi

Hugsunin á bakvið almannatryggingar, þegar kerfið var leitt í lög á síðustu öld, var að styðja fólk með skerta starfsorku. Velferðin vindur upp á sig og er orðin að hvatningu til sjúkleika. Fullfrískt fólk leiðist út í vesaldóm vegna þess að velferðin borgar fyrir uppgjöf.

Segir Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar um leið og hún tilkynnir að hún sé hætt í pólitík.

Það má velta fyrir sér hvort forsendan fyrir játningu Bjarkar sé einmitt sú að hún ætlar að hætta í pólitík.


mbl.is Björk hættir í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af að fólk les  viðtalið almennilega þá sjá menn að hún er að tala um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga ekki örorkubætur! Hún er aðallega að tala til löggjafns og kollega sinna félagsráðgjafa að horfa frekar í það sem fólk getur heldur en að horfa í veikleika þeirra.

En varðandi bætur þá eru jú kerfisbundið unnð að því að auðvelda fólki að komast út á vinnumarkaðinn aftur t.d. varðandi VIRK sem að núvernandi ríkisstjórn var nú nærri búin að slátra að hluta til á síðasta ári.

En minni á að skv. lögum hafa sveitarfélög hafa ekki leyfi til að setja skilyrði fyrir fjárhagsstuðningi og þvi ætti nú Páll að tala við stjórnaflokkana.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.9.2015 kl. 16:51

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Björk er vissulega að tala um velferðakerfi borgarinnar, Magnús Helgi, en hennar ummæli eiga við um bótakerfið almennt. Allt of margir fullfrískir komast upp með að lifa á þessum bótakerfum, hverju nafni sem þau nefnast. Örorkubæturnar eru ekki þar undanskildar.

Og þetta leiðir til þess að þeir sem þurfa á kerfinu að halda, þeir sem sannarlega búa við skerta starfsorku, þeir sem sannarlega fá ekki atvinnu eða þeir sem á einhvern annan hátt eru háðir því að þurfa hjálp samfélagsins, fá minna. Það sem verra er, vegna þessa fólks sem svindlar á kerfinu hafur verið búið til skriffinskubákn sem leiðir til þess að öryrkjar gera lítið annað en að fara með pappíra milli stofnanna.

Þetta vandamál er ekkert nýtt, hefur verið til staðar frá því bótakerfin voru tekin upp. Það er til fullt af fólki sem hefur það markmið eitt að lifa á ríki og sveitafélögum, vill ekki vinna. Þetta fólk skeytir engu um hvort það er að ganga á sjóði sem ætlaðir eru öðrum sem þeirra sannarlega þarfnast, þetta fólk er siðlaust.

Það kemur ekki oft fyrir að ég verð sammála Samfylkingarfólki, en þarna fer Björk sannarlega með satt mál. Þennan vanda verður að leysa, annars er hætt við að samtryggingakerfið okkar hrynji.

Gunnar Heiðarsson, 12.9.2015 kl. 08:48

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Björk er bara að viðurkenna vandann. Allt sem hún segir og þykir nú fréttnæmt ef ekki "sprengja" kom fram í skýrslu Rauða krossins á síðasta ári. Var engin að hlusta þá?

Ragnhildur Kolka, 12.9.2015 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband