Menntun og krafa vinstrimanna um ójöfnuð

Nær alla síðustu öld var menntun baráttumál jafnréttissinna. Bæði sígild jafnaðarstefna og kynjajafnrétti báru fram þá kröfu að menntun ætti að standa öllum til boða, án tillits til efna eða kynferðis.

Krafan um menntun fyrir alla náði fram að ganga. Nú ber svo við að jafnaðarmenn, t.d. Samfylkingarfólk, krefst þess að menntun verði ,,metin til launa", eins og það heitir. Krafan felur í sér að starfsstéttir langskólafólks fái hærra kaup en þær stéttir sem mannaðar eru fólki með grunnskólapróf.

Krafan um ójöfnuð birtist í hiki forystu Samfylkingar að lýsa stuðningi við 300 þús. kr. lágmárkslaun. Sígildir jafnaðarmenn sneru sér við í gröfum sínum, heyrðu þeir þau ósköp að jafnaðarmannaflokkur íslands styðji ekki lengur launajafnrétti.

Háskólafólk er ráðandi í vinstriflokkunum. Af því leiðir fær ójafnaðarkrafan um hærri laun handa háskólafólki hljómgrunn í Samfylkingu og Vg.

 


mbl.is Menntun hefur minnstu áhrifin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hahaha - góður punktur með skemmtilegum vinkli kæri Páll. Þú ert glöggur rýnir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.6.2015 kl. 10:01

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Nú, jæja. Regluleg meðallaun voru 436.000 á síðasta ári. Eigum við ekki bara að festa laun allra á landinu í þeirri tölu, getum kallað það ríkislaun. þá er fullkomnum jöfnuði náð - og engin ástæða til að eyða fleiri árum í fánýta sjálfsalamenntun...?!

Varðandi það að háskólafólk sé ráðandi í því sem þú kallar vinstriflokka, þá væri nú gaman að þú sýndir fram á það. Einhvern veginn hef ég trú á að það séu síst færri háskólamenn ráðandi í t.d. sjálfstæðisflokknum... (en að vísu er hann nú á stundum nokkuð samdauna því sem þú kallar vinstri...). Vísbendingar um þetta má e.t.v. fá í niðurstöðum skoðanakannana en ég hef ekki tíma til að grafa þetta upp núna.

Haraldur Rafn Ingvason, 22.6.2015 kl. 12:08

3 Smámynd: Snorri Hansson

Ég sé ekkert rangt við það að byrjunarlaun háskóla fólks séu svipuð og almenns verkafólks.

Snorri Hansson, 23.6.2015 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband