Krónan er kraftaverkið á Íslandi

Krónan er ástæðan fyrir því að Ísland komst hratt og vel frá hruninu, segir grein í Washington Post eftir Matt O´Brien. Hann gerir samaburð á Íslandi með krónu og Írlandi með evru og niðurstaðan er ótvíræð: sjálfstæður gjaldmiðill gerir kraftaverk.

O'Brien lýkur greininni með því að spyrja hvort Grikkir hafi lært lexíu Íslands.

Á mmánudaginn fáum við svar við því. Kannski að bankar í Grikklandi opni með drökmur sem lögeyri í landi Sókratesar?


mbl.is Grikkir fá gálgafrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekki að undra þótt ESB-sinnar hatast við krónuna. Hún kom í veg fyrir að þeir gætu komið sér fyrir við kjötkatlana í Brussel. 

Ragnhildur Kolka, 20.6.2015 kl. 10:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að blessaður blaðamaðurinn líti gersamlega framhjá þeirri staðreynd að krónan hefur í gegnum tíðina verðið eitt helsta arðránsverkfæri íslenskra stjórnmálamanna. Krónan hefur alla tíð verið eitt helsta, nei er raunar eina efnahagsstjórntæki íslenskra stjórnmálamanna. Það var t.d. lögmál alla síðustu öld að kauphækkanir voru samstundis teknar til baka með gengisfellingu. Enn sjáum við þessa tilburði.

Helsti kosturinn við upptöku á erlendum gjaldmiðli á Íslandi er að með því yrðu íslenskir stjórnmálamenn sviptir þessu uppáhalds arðránstæki sínu.

Með upptöku drökmu í Grikklandi yrði þar almenn kjaraskerðing.Til þess væri leikurinn einmitt gerður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.6.2015 kl. 11:46

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel fellur í gamalkunna gryfju sleggjudóma að venju í staðreynda stað. Verst að hann opinberar takmarkaðan skilning sinn á umræðuefniunu í leiðinni. Það er hinum ekki neitt nýtt , heldur tamt - ekki hvað síst í kossferð sinni gegn kristni og þjóðkirkju.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.6.2015 kl. 12:12

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Predikað er hefðbundið skítkast í skjóli nafnleyndar, aðferð heigulsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.6.2015 kl. 12:48

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Er nú Axel farinn að vitna í mig -- Guð láti gott á vita að hann fari að nota staðreyndir í sleggjudóma stað.

En Axel þykir skítkast undir þjóðskrárnafni freinilega í lagi eins og sést á umræðu hans um síðuhafann góða, Pál. Merkilegt að þóðin skuli eiga stórmerka höfunda tónlistar og frábærra skáldverka sem enginn þekkti lengst af nema undir skáldheiti ? 

Annað er merkilegt - ég les það em Axel skrifar án allra fordóma þó ég þekki jafn lítið til hans og hann til mín. Þjóðskrárnafn hans segir mér jafn lítið um hann og skáldanafn mitt segir honum um mig.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.6.2015 kl. 13:07

6 identicon

Nei Predikari (quis podex comedenti), hann Axel hefur ákurat rétt fyrir sér.

Í hruninu þá var það gengisfelling krónunar sem átti stóran (líklegast stærstan) þátt í því að við náðum okkur hratt á strik á ný þar sem hagnaður á útfluttningsvörum jókst og gengismunurinn laðaði að sér ferðamenn.

Gengisfellingin kom líka í veg fyrir jafn miklar fjöldauppsagnir og við sáum á meginlandinu en lokaniðurstaðan verður sú sama, lægri kaupmáttur hjá bæði okkur og Írum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 13:23

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel og Elfar eiga greinilega erfitt með að lesa sér til gagns í pistli Páls. Þeir skilja ekki það sem Páll er að segja okkur réttilega.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.6.2015 kl. 13:39

8 identicon

Jú Predikari (stercore iaculatrix), og ég er óssamála vegna grundvallar munar á okkur og Grikkjum.

Ísland er með GDP per capita sem var 28% hærra á lægsta punkt sínum síðustu 10 ár en það hæðsta sem Grikkir náðu á sama tíma. Það er, við sem þjóð höfum mun meiri framleiðni og tekjur en Grikkir.

Íslenska ríkið var með mun lægri skuldabirði fyrir og eftir hrun en Grikkir hafa núna.

Ísland hefur skattinheimtukerfi sem virkar.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 14:31

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Meginpunkturinn í greininni í Washington Post, sem vísað er í, er að samanburður á milli Íslands og Írlands er okkur í hag - einmitt vegna þess að við höfum krónu en Írar evru.

Páll Vilhjálmsson, 20.6.2015 kl. 16:57

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Krónan vinnur kraftaverk enda hefur hún í óteljandi skipti verið notuð til að lækka laun hér. Síðast í hruninu hrapaði hún til að búa til auð fyrir þá sem flytja vörur erlendis. Áður var þetta yfirleitt gert daginn eftir kosninar. Eins vinnur krónan kraftaverk í að viðhalda hávöxtum og verðtryggingu. Enda einn minnsti gjaldmiðill í heimi! Og verður til þess að við þurfum að eiga hér digra sjóði af gjaldeyrir því enginn vil skipta við okkur í krónum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.6.2015 kl. 18:16

11 identicon

Niðurlagið í pistli þínum Páll var samt spurning um það hvort Grikkland hafi lært af okkar reynslu og yfirgefi evruna. Þar er ég ósamála þar sem þeir eru ekki í sömu stöðu og við eða Írar voru í.

Ég er ekki tala fyrir því að við værum í betri stöðu í dag hefðum við tekið evruna upp.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 18:30

12 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Krónan er Í raun góður mælikvarði á sparsemi og eyðslu. Ef við höfðum borð fyrir báru, seljum fyrir hærri Gjaldeyrir heldur en við þurfum að eyða í erlend innkaup, þá höfum við alltaf borð fyrir báru. Gengi Krónunnar helst sterkt. 

Ef hinsvegar Eyðsluklóin íslenska (Samfó & VG) fá einhverju ráðið, þá mum þjóðin alltaf skuldsetja sig um of, sem veldur alltaf gengis og launalækkunum til stórtjóns fyrir fólkið í landinu.

Grikkirnir gerðu stórmistök að láta ekki sverfa til stáls 2010 í stað þess að fá lán frá þríeykinu, eins og Írar voru neyddir til.

Nú skulda þeir IMF og ECB, þeas Evrópskum almenningi Í stað Banka og sjóða sem því miður var borga í stað þess að semja um skuldalækkun eða fara í greiðsluþrot strax.

Kolbeinn Pálsson, 20.6.2015 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband