Íslenska leiðin er utan ESB

Grikkir fara ekki íslensku leiðina nema segja sig hvorttveggja frá evrunni og ESB-aðild. Grikkir átta sig óðum á þeirri staðreynd að fullveldi og ESB-aðild fara ekki saman annars vegar og hins vegar að velmegun og ESB-aðild haldast ekki í hendur.

Innan ESB eru kosningaúrslit í Grikklandi ómarktæk - nema úrslitin skili niðurstöðu sem er ESB þóknanleg. Grikkir kusu til valda Syriza, flokk sem átti að stöðva innri gengisfellinguna í Grikklandi sem lánadrottnar kröfðust. Evrópusambandið samþykkti ekki niðurstöðu þingkosninganna og síðan er stál í stál.

Eina leiðin fyrir Grikki að ná fullveldi sínu á ný er að segja sig úr Evrópusambandinu og taka upp nýja mynt. Fullveldi er alltaf betri kostur en að vera ósjálfbjarga hreppsómagi höfuðbólsins í Brussel.


mbl.is Vilja fara „íslensku leiðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Grikkland er ekki Ísland.

Grikkir eru búnir að breyta svo miklum einkaskuldum í ríkisskuldir að kröfu ESB, að þeir eru núna að velta raunverulega fyrir sér greiðslufalli.

Ísland fór aldrei í greiðslufall, heldur fóru nokkur einkarekin fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík á hausinn. Auk þess höfnuðu Íslendingar kröfum ESB um að breyta einkaskuldum í ríkisskuldir.

Fyrir Grikki er því miður of seint að fara "íslensku leiðina".

Hinsvegar er ekki of seint hvorki fyrir Grikkland né Ísland að fara þá leið að rannsaka lögmæti snjóhengjunnar og láta ólöglegu hlutana bráðna.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2015 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband