BHM málar sig út í horn

Opinberir starfsmenn geta ekki lagt línuna um kaup og kjör i landinu. Það er ávísun á efnahagslegt stórslys. Raunhagkerfið sker úr um hvað er til skiptanna.

Ef atvinnurekendur semja um hærri laun en reksturinn leyfir fara þeir á hausinn. Ríkið býr ekki við slíkt aðhald og getur ekki leyft sér að fara fram úr raunhagkerfinu.

Nýlegar launahækkanir í raunhagkerfinu eru brattar og BHM býðst að skrifa undir sambærilega samninga.

Kröfur BHM um að fá umframhækkanir standast engin rök. Ef forysta BHM er svo skyni skroppin að hún skilur ekki stöðuna þá verður að setja lög á verkfallið.

 


mbl.is „Lög eru versta niðurstaðan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er svona að velta fyrir mér í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur staðið að skattalækkunum, afsalað sér tekjum og boðar nú enn meira á því sviði. Hvort að það þurfi þá ekki að lækka laun opinberra starfsmanna, loka svona ónauðsynlegum stofnunum eins og sjúkrahúsum og framhaldsskólum. Það er til lítils að mennat fólk í greinum sem hvort eð er verður ekki hægt að halda úti hér eins og heilbrigðisþjónustu. Og til hvers þá að hafa fólk í skólum sem kosta ógurlega þegar það er bara hægt að senda fólk út að vinna 16 ára að skapa arð fyrir hlutafélögin sem elítan á að mestu.  Við höfum ekkert efni á að mennta fólk í svona bull eins og er í heilbrigðis og menntakerfinu. Og þar hættir fólk að vilja fara vegna þess að það fær hærri laun á Bensínstöð. Nú eða þeir sem hafa verið svo vitlausir að mennta sig fara bara til Noregs eða annarra Norðurlands sem meta þessa menntun og starfsreynslu. Eru t.d. tilbúnir að fljúga fólki út til Noregs (hjúkrunarfræðingum) og borga þeim upp undir milljón ásamt fæði og uppihaldi fyrir 15 daga!

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.6.2015 kl. 14:46

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Erum við ekki í EES - ásamt Noregi - þar sem gildir frjálst flæði vinnuafls?  Af hverju mega þá ekki íslenskir fræðingar fara til Noregs og vinna á norskri bensínstöð (eða leikskóla) líkt og austurevrópskir fræðingar koma hingað og vinna á íslenskri bensínstöð (eða leikskóla)?

Auðvitað fer hreyfanlegt vinnuafl þangað sem bestu launin eru í boði!

Kolbrún Hilmars, 11.6.2015 kl. 15:54

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt Kolbrún og einmitt vegna þessa hreifanleika vinnuafls á EES/ESB svæðinu hafa læknar frá Danmörku og Svíþjóð sýnt áhuga á að vinna við sjúkrahúsið á Akureyri. Hinir íslensku vilja hins vegar flytja úr landi.

Gunnar Heiðarsson, 11.6.2015 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband