Konum leyfist, körlum ekki

,,Hún seg­ir nokkra karl­menn hafa reynt að fá aðgöngu í hóp­inn en að þeim sé sparkað öf­ug­um út enda sé það ein af grund­vall­ar­regl­um hóps­ins að þar séu aðeins kon­ur."

Tilvitnunin hér að ofan er í konu sem stofnaði félagsskap fyrir konur að ræða sín mál. Fréttin er með á þriðja hundrað ,,læk" og enginn andmælir með bloggi um að framtakið sé kvenrembulegt og andjafnréttissinnað.

Þegar konur stofna til samtaka um sín hugðarefni þykir það hið besta mál.

En þegar karlar gera sér félagsskap um sín málefni eru þeir einatt sakaðir um ójafnrétti ef ekki beina kvenfyrirlitningu.

Þetta er mótsögn. Og konur eiga auðvelt með að lifa við mótsagnir, einkum ef þær eru þeim í vil, en karlar síður, þótt þær kynnu að hygla þeim.


mbl.is Gráta og láta menn verða ástfangna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðasta setningin er dásamleg alhæfing um mun á konu og körlum. 

Ómar Ragnarsson, 10.6.2015 kl. 09:22

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Einmitt. 
Því þetta tvennt er fullkomnlega sambærilegt.

Eða þannig.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.6.2015 kl. 09:39

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ingibjörg

Þetta sést vel ef þú lítur yfir sviðið undanfarna áratugi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.6.2015 kl. 10:44

4 Smámynd: Sólbjörg

Sem kona styð ég ekki útskúfun vegna kynferðis.  Af hverju fagna konur ekki því að karlmenn langi til að taka þátt í þeirra félagskap og umræðum. Að hafna inngöngu þeirra er að hafna ávinningi af framþróun og er skref afturábak. Í besta falli að standa í stað eins og hundur sem eltir rófuna á sjálfum sér með engum árangri, nema skemmta sér og nærstöddum með tilburðunum.

Sólbjörg, 10.6.2015 kl. 11:38

5 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Ágætt að málin séu rædd frá þessum sjónarhóli, til tilbreytingar. Býst við að ég sé ekki einn um að finnast það hlægilegt að kona sem hyggst stinga á kýlum samtíðar sinnar geti ekki fundið betri nafngift á umræðuhópinn en "Beauty tips" laughing

Þorgeir Ragnarsson, 10.6.2015 kl. 13:06

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Predikari,

Ef að hópur karlmanna hópaði sig saman um að búa til einhvern hóp á facebook, og konum væri meinaður aðgangur, þá hefði ég lítið við því að segja.
Það var bara alls ekkert óalgengt hér áður fyrir að allir íþróttaklúbbar, country klúbbar, og annað slíkt var aðeins fyrir karlmenn. Það er tiltölulega nýlegt í okkar sögu að konum var leyft að koma þar inn.

Facebookhópar og saumaklúbbar eru eitt.
Starfsvettvangur er annað. Að tala fyrir kynjaskiptum vinnustöðum útfrá þeirri alhæfingu að konur grenji út í eitt á milli þess sem þær draga karlkyns samstarfsfélaga sína á tálar er kynjahyggja.

Þorgeir, ég hugsa að nafnið sé skírskotun í upprunalegan tilgang hópsins, þó ég þori ekki að fullyrða um það.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.6.2015 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband