ESB-bréfið og ekki-umsóknin

Til að umsókn um aðild að Evrópusambandinu standi undir nafni verður hugur að fylgja máli. Þjóðir sem sækja um aðild fara áður í gegn um ítarlega umræðu og þingkosningar þar sem tryggur þingmeirihluti nær kjör á þeim forsendum að sótt skuli um aðild.

Hér á Íslandi var engin sannfæring fyrir umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Eini flokkurinn sem má kalla ESB-flokk, Samfylking, fékk mesta fylgi sitt í kosningunum 2009, tæp 30%. Það er vitanlega ekki nóg að þriðjungur þingheims hafi umboð frá kjósendum að leiða landið inn í ESB. Enda var það aðeins með svindli þingmanna Vinstri grænna að tillaga um umsókn fór í gegnum þingið.

ESB-umsóknin gat ekki staðið á eigin fótum enda fæddist hún krypplingur. Umsóknin átti lítið fylgi meðal þjóðarinnar og þótt ráðuneyti samfylkingarráðherra voru virkjuð í þágu umsóknar og fé borið á fólk, fyrirtæki og stofnanir varð ESB-umsóknin frá 16. júlí 2009 aldrei trúverðug.

Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra, aðalábyrgðarmaður ESB-umsóknarinnar, hafði sjálfur svo litla trú á framgangi ESB-ferlisins að hann gerði fríverslunarsamning við Kínverja. En allir fríverslunarsamningar falla úr gildi við inngöngu í ESB. Össur hefur sagt Kínverjum í trúnaði að ESB-umsóknin væri aðeins platpólitík til heimilisnota.

Ríkisstjórnarflokkarnir viðurkenndu að ESB-umsóknin væri dauðvona í janúar 2013 þegar ESB-ferlið var stöðvað með samkomulagi Samfylkingar og Vg. Í kosningum þá um vorið fékk Samfylkingin 12,9% fylgi og var enn eini ESB-flokkurinn.

Samfylkingin er hætt að tala fyrir ESB-aðild Íslands. Landsfundur flokksins er um helgina og þar er ekki gert ráð fyrir neinni umræðu um Evrópumál.

ESB-umsóknin var aldrei í alvöru, hún var ekki-umsókn til innanlandsbrúks.


mbl.is ESB-bréfið ekki rætt fyrirfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í upphafi var Evran og Evran var guð.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

klifað var stanslaust á því að kronan væri ónýt og því var spáð að við gætum farið inn og tekið upp Evru á 6-8 mánuðum. Til þess Urfti að vísu að breyta stjórnarskrá sem tvær stjórnir þyrftu að samþykkja, sem þýddi a.m.k. 5 ár.

Það var sett fram ályktun um umsókn því ályktun er ekki lög og þarf ekki staðfestingu forseta. Það var ekki hægt að hætta á að forsetinn vísaði málinu til þjoðarinnar, sem var 75% á móti þrátt fyrir að allt virtist í rúst.

Heimsendaspáin gekk ekki eftir. Krónan reyndist bjargvættur á meðan Evran liðast í sundur.

þjóðverjar eru ánægðir. Þeir hagnast á að nota þrælakistur austurerópu ser í hag á kostnað estur og suðurevropu sem er á fotskriðu fjandans til. 

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2015 kl. 08:42

2 Smámynd: Baldinn

Það eru kjánar sem vilja loka dyrum sem gætu nýst okkur eða okkar afkomendum síðar.  Það var enginn að biðja þessa gagnlausu ríkisstjórn að klára þessar aðildarviðræður og er því þetta bréf algjör óþarfi og í raun gegn hagsmunum þjóðarinnar.  Það er líka skrítið og skítlegt hvernig að þessu er staðið.  Þessi ríkistjórn þorði  ekki með málið fyrir þjóðinna, sem var jú lofað.  Hún þorði heldur ekki með málið fyrir Alþingi heldur fór utanríkisráðherra eins og þjófur að nóttu með bréf sem fáir skilja.  Halda menn virkilefa að málinu ljkúki með svona framgöngu.  Í Sviss er enginn Framsóknarflokkur enda Svissarar of skynsamir til að kjósa svoleiðis rusl yfir sig og einnig of skynsamir til að loka dyrum sem gætu komið að notum síðar

Baldinn, 18.3.2015 kl. 09:43

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Páll það ekki laust við stjórnarandstaðan sé að missa sig yfir þessu sem og öðru, Alveg rétt Jón Steinar það er ekki rétt að tala um umsókn sem slíka, þar sem undirskrift Forseta vantar...

Ályktun er réttara að tala um og ætti að halda því meira á floti en gert er....

Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.3.2015 kl. 10:00

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Póstaði þessu annarstaðar, en vert að benda á nokkur túlkunaratriði varðandi svokallað hlé.

Sá á RUV að Árni Pall lofaði af mikilli rausn að það skyldu haldin þjóðaratkvæði áður en viðræður yrðu endurvaktar.

Þegar samkomulag var gert um svokallað hlé, þá var það gert að skilyrði að kosið yrði um umsókn, ekki áframhald. ""Application Referendum" kallast það. Ekki eitthvað "taka upp þraðinn" eins og menn vilja meina heldur umsókn um það hvort sótt yrði um. Af ESB að skilja var viðræðum slitið "suspend" eins og hér kemur fram:

"The Icelandic Parliamentary committee on foreign affairs tabled a proposal on 18 December 2012 to suspend accession negotiations. The motion also calls for an "application referendum" to be held to determine the will of the Icelandic people prior to any resumption of negotiations."

http://en.m.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union

Ég held að menn ættu nú að skoða orðalagið á þessum slitum áður en þeir ærast frekar. Viðræðum var, samkvæmt þessu slitið, en ekki gert hlé og sambandið setur þau skylyrði að kosið verði um vilja þjóðarinnar áður en sótt verður um að nýju. Er ekki stór munur á þessu og á því að gera hlé?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2015 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband