Samfylkingin komin í hring: enginn samningur, samt þjóðaratkvæði

Samfylkingin og aðrir ESB-sinnar eru í sex ár búin að klifa á þeim rökum að alls ekki sé tímabært að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðuna til Evrópusambandsaðildar fyrr en samningur um aðild liggi fyrir.

ENGINN SAMNINGUR, EKKERT ÞJÓÐARATKVÆÐI var viðhorf Samfylkingar og Vinstri Grænna sem höfnuðu tillögu Sjálfstæðisflokksins 16. júlí 2009 um að þjóðin yrði spurð áður en lagt var upp í ESB-ferlið.

Allir þingmenn Samfylkingar höfnuðu tillögunni og sömuleiðis Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar.

Eru engin takmörk fyrir hræsni og tvöfeldni þingmanna vinstriflokkanna? 


mbl.is Vilja að þjóðin fái að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta fólk að opinbera lýðskrum sitt, talar það ekki saman eða er skammtímaminnið svona lélegt.

Það fólst í áliti því sem sammælst var um þegar viðræðuhlé var gert að viðræður yrðu ekki teknar upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort þjóðin vil sækja um inngöngu?

Allavegahljómaði kvittunin svona"

"The Icelandic Parliamentary committee on foreign affairs tabled a proposal on 18 December 2012 to suspend accession negotiations. The motion also calls for an "application referendum" to be held to determine the will of the Icelandic people prior to any resumption of negotiations"

http://en.m.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union

Þetta felur raunar í sér að spurningin þurfi að vera:

"Viltu að Ísland sæki um aðild að evrópusambandinu."

(Spurningin sem gleymdist að spyrja í upphafi)

Ég býð upp á þá bokstafsmerkingu samþykktarinnar í anda þess orðhengilsháttar sem verið hefur um bréf Gunnars.

Þarna er þetta svart á hvitu og ljóst að ef spurningin þarf að vera þessi, þá verður að slíta viðræðunum formlega, því ekki er hægt að biðja þjóðina um að kjósa um hvort eigi að sækja um eitthvað sem búið er að sækja um.

Ef þjóðin geldur jái við þá er það liklega matsatriði hvort menn endurskoða þá örfáu kafla sem buið er að loka og halda svo áfram aftur þar til í vörðurnar rekur.

Þessi lýðskrumstillaga stjórnarandstöðunnar er því algerlega óþörf því að Össur er þegar búinn að ganga frá því að svona verði um hnútana búið.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2015 kl. 14:08

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta samkomulag sannar að bref Gunnars er eðlilegt framhald þessarar samþykktar.

"APPLICATION referendum PRIOR to resuming..."

Það er svo þeirra að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna sem gerðu á henni "hlé", þegar þeir hafa völd til.

Getur þetta verið mikið hreinna og beinna?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2015 kl. 14:15

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 On 10 January 2013, the proposal was formally adopted by the Foreign Affairs committee.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2015 kl. 15:10

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þjóðin kaus í apríl 2013 og hafnaði þeim flokkum sem höfðu ESB aðild á stefnuskrá sinni, en kaus þá flokka sem lofuðu að binda enda á aðlögunarferlið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.3.2015 kl. 15:26

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

GReiðasemi, verið að hjálpa stjórnarflokkunum að uppfylla kosningaloforðin sem þeir gleymdu óvart.

Ættir bara að vera þakklátur.

Tómas...hvarflar ekki að þér að flokkanir þínir voru kostnir af því þeir lofuð að þjóðin fengi að ráða með þjóðaratkvæði. Þú túlkar þetta bara að eigin vild ;-)

Jón Ingi Cæsarsson, 18.3.2015 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband