Birgitta, Árni Páll, upphlaupið og öflin tvö í stjórnmálum

Líkur eru á að hannaða reiðibylgjan vegna bréfs utanríkisráðherra um afturköllun ESB-umsóknar hnígi um helgina. Í fyrradag var ríkisstjórnin sökuð um fasisma, í gær var ákall um stuðning ESB við valdatöku vinstrimanna en í dag er röflað um orðalag.

Tvö meginöfl takast á í íslenskum stjórnmálum. Hægriöfl með heimilisfestu í stjórnarflokkunum sem vilja fullveldi og íslenskt forræði yfir auðlindum þjóðarinnar annars vegar og hins vegar bandalag vinstriflokk sem líta til Evrópusambandsins eftir leiðsögn í samfélagsmálum.

Hægriöflin eru vel sett með foringja. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru öflugir talsmenn fullveldissjónarmiða.

Birgitta Jónsdóttir og Árni Páll Árnason öttu kappi um hvort yrði aðaltalsmaðurinn í upphlaupsmálinu sem hófst á fimmtudag. Birgitta stal senunni með því að svelgjast á kvöldmatnum og storma niður á Austurvöll á meðan Árni Páll kappræddi við Bjarna Ben. í Kastljósi og kom út eins og frammíkallandi götustrákur með lýðræðishalla frá 16. júlí 2009.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband