Píratar (22%) efast um Nato; gefa Sigmundi Davíð afmælisgjöf

Leiðtoga Pírata svelgdist á kvöldmatnum í gærkveldi og sagði í viðtali við mbl.is um afturköllun ESB-umsóknar

Þetta hlýt­ur í raun og veru að setja all­ar þings­álykt­an­ir um alþjóðasamn­inga í upp­nám, þar á meðal og til dæm­is álykt­un­ina um að ganga í NATO.

Píratar mælast með næst mest fylgi stjórnmálaflokka, 22%, og eru þeirrar skoðunar að vafi leiki á stöðu Íslands í Nato, sem Ísland hefur tilheyrt frá 1949, eða í 66 ár, fyrst ESB umsóknin er afturkölluð.

En, bíðum við, stjórnmálaskýringar Birgittu pírataleiðtoga eru djúptækari en flestra dauðlegra manna. Í vísi.is birtist viðbótaranalísa frá konunni með svelginn

Þetta grefur undan þingræðinu og ég skil bara ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs,“ segir Birgitta.

Þjóð með stjórnmálaflokk eins og Pírata og leiðtoga með skopskyn Birgittu er ekki alls varnað.

 

 

 


mbl.is „Fólk hljóp bara frá kvöldmatnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta er ein­hver mesta aðför að lýðræðinu sem átt hef­ur sér stað síðan við feng­um okk­ar full­veldi,“ seg­ir Birgitta Jóns­dótt­ir

Ég myndi nú frekar segja að það hafi verið "ein­hver mesta aðför að lýðræðinu sem átt hef­ur sér stað síðan við feng­um okk­ar full­veldi" þegar seinasta ríkisstjórn ákvað að fara í aðildarferlið án þess að huga að lýðræði, t.d. með því að spyrja þjóðina. Eftir því sem ég best veit þá kausa lýðræðið núverandi flokka einmitt einnig út af því að þeir eru á móti ESB aðild og því ætti þetta ekki að koma neinum á óvart.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.3.2015 kl. 12:50

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til. En þar eð stjórnarskráin segir jafnframt að  forsetinn láti ráðherra framkvæma vald sitt er það utanríkisráðherra í þessu tilfelli. Samningar við önnur ríki, gerð þeirra og framkvæmd er þannig á hendi utanríkisráðherra.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 13.3.2015 kl. 13:51

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Mjög athyglisvert þetta hérna,

„Það sem veld­ur mest­um óróa hjá mér, al­veg óháð því um hvað málið snýst, er að þarna er verið að sniðganga þings­álykt­un, þingið og sjálf­an þjóðar­vilj­ann.

Ég mana bara ekki eftir því að hafa verið spurður um hvort ég

vildi ganga í þetta bandalag.

Eflaust á hún við, "þjóðarviljann" hjá þessum minnihluta

sem endalaust vill troða okkur þarna inn af okkur

forspurðum.

Í upphaif skal endinn skoða, en það var bara ekki gert,

og þetta er endirinn.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.3.2015 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband