Samúð, hatur og valdakonur

Eflaust knýr samúð með fórnarlömbum nauðgara flesta til að mæta fyrir framan lögreglustöðina að mótmæla að tveir grunaðir nauðgarar sitji ekki í gæsluvarðhaldi. Af umræðunni að dæma er drjúgt mikið af hatri meðferðis hjá þeim sem mest hafa sig í frammi.

Valdakonurnar sem útskýrðu viðstöddum meginreglur réttarríkisins, Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir lög­reglu­stjóri og Alda Hrönn Jó­hanns­dótt­ir yf­ir­lög­fræðing­ur, urðu fyrr í dag að greina fjölmiðlum frá því að frásagnir af kringumstæðum kærðra afbrota væru ýktar.

Sigríður Björk og Alda Hrönn verða ekki sakaðar um karllæga málsmeðferð enda endurspegla þær valdahlutföllin í 21stu aldar þjóðfélaginu.

 


mbl.is Púað á lögreglustjórann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Netverslun lækkar vöruverð

Íslenskir kaupmenn verða að lækka vöruverð vegna samkeppni við netverslun. Auðvelt er að kaupa fatnað á netinu og æ fleiri nýta sér þann kost.

Til skamms tíma voru Íslendingar nánast fangar kaupmanna hér á landi og bjuggu við nokkur hundruð prósent álagningu. Steypu- og glerhallir verslunarinnar sýndu ótvíræð merki offjárfestingar.

Netverslunin veitir kaupmönnum aðhald sem sjá sitt óvænna og lækka vöruverðið.

 


mbl.is Afnema fatatolla strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1787-lausnin á íslensku bankana

Eftir byltingar og hrun verður að hugsa upp á nýtt. Bandaríska byltingin 1776 var til þess að stjórnkerfið var hugsað frá grunni; íslenska hrunið 2008 þýðir að bankakerfið getur ekki orðið eins og það var fyrir hrun.

Bandaríska stjórnarskráin frá 1787 er tilraun til að búa til jafnvægi þar sem þrír hlutar ríkisvaldsins, þ.e. löggjafavald, framkvæmdavald og dómsvald deila völdum - til að einn þáttur yfirgnæfi ekki hina líkt og á tímum einveldis.

Íslenska bankavaldinu þarf að koma þannig fyrir að það sé framsækið en samt stöðugt, íhaldssamt en jafnframt opið fyrir nýmælum.

1787-lausnin fyrir íslensku bankana er þessi: einkaframtakið fær hluta, lífeyrissjóðirnir hluta en ríkið þó stærstan.

Einkaframtakið er framkvæmdavaldið í þessum samanburði, það sér um nýjungar og framfarir. Lífeyrissjóðirnir eru dómsvaldið, sem gætir samtímis hags lántaka og lífeyrisþega. Ríkið er löggjafavaldið í samhenginu og fer með þjóðarviljann og almannahagsmuni um stöðugt bankakerfi er þjónusti breidd og dýpt samfélagsins.

 


mbl.is Stefna að dreifðu eignarhaldi á Arion banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár fréttir af körlum

Þrjár fréttir af karlmönnum eru áberandi þennan mánudagsmorgun. Einn stóð úti og öskraði, annar beraði sig utan við íbúð; þriðja fréttin, sýnu alvarlegust, er um tvo karla sem bjuggu sér til aðstöðu til að nauðga.

Af þessum fréttum að dæma sýnist veikara kynið orðið býsna veikt; gólandi, berrassað kynlífsglæpahyski.

En svo er það þetta með fréttirnar - það sem er normalt ratar ekki í þær.

 


mbl.is Stóð úti og öskraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband