1787-lausnin á íslensku bankana

Eftir byltingar og hrun verður að hugsa upp á nýtt. Bandaríska byltingin 1776 var til þess að stjórnkerfið var hugsað frá grunni; íslenska hrunið 2008 þýðir að bankakerfið getur ekki orðið eins og það var fyrir hrun.

Bandaríska stjórnarskráin frá 1787 er tilraun til að búa til jafnvægi þar sem þrír hlutar ríkisvaldsins, þ.e. löggjafavald, framkvæmdavald og dómsvald deila völdum - til að einn þáttur yfirgnæfi ekki hina líkt og á tímum einveldis.

Íslenska bankavaldinu þarf að koma þannig fyrir að það sé framsækið en samt stöðugt, íhaldssamt en jafnframt opið fyrir nýmælum.

1787-lausnin fyrir íslensku bankana er þessi: einkaframtakið fær hluta, lífeyrissjóðirnir hluta en ríkið þó stærstan.

Einkaframtakið er framkvæmdavaldið í þessum samanburði, það sér um nýjungar og framfarir. Lífeyrissjóðirnir eru dómsvaldið, sem gætir samtímis hags lántaka og lífeyrisþega. Ríkið er löggjafavaldið í samhenginu og fer með þjóðarviljann og almannahagsmuni um stöðugt bankakerfi er þjónusti breidd og dýpt samfélagsins.

 


mbl.is Stefna að dreifðu eignarhaldi á Arion banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband