Bjarni tekur fyrirtækin á beinið

Samtök atvinnulífsins kvarta sáran undan tryggingagjaldi en fyrirtæki landsins stunda launahækkanir umfram getu - og hækka í leiðinni tryggingagjaldið sem er hlutfall af launagreiðslum. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti athygli á þversögninni í málflutningi SA. Fyrirtækin verða að sýna lágmarksábyrgð í samningum sínum en kalla ekki alltaf á ríkissjóð að bjarga sér úr ógöngum.

Í þensluástandi eins og nú ætti vitanlega að að hækka álögur á fyrirtæki.


mbl.is Ótrúverðugt hjá fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Götubardagar í Evrópu - pólitísk vatnaskil

Götubardagar í París við hryðjuverkamenn sem nýbúnir eru að slátra 130 óbreyttum borgurum. Þetta er eins og stríð, segir Die Welt.

Stríðið kemur til Evrópu á versta tíma, þegar álfan er í efnahagslegri lægð og pólitískri kreppu, segir Jeremy Warner á Telegraph. Félagi hans á sama blaði greinir í sundur goðsögnina um að Bandaríkin, Evrópa og Rússland vilji ganga milli bols og Ríki íslam.

Miðausturlönd eru í varanlegu uppnámi þar sem margvíslegir hagsmunir togast á. Löng hefð er  að stríð sé látið skera úr um hverjir skulu fara með forræði á hverju svæði. Á 17. öld háðu kaþólikkar og mótmælendur í Evrópu 30 ára stríð. Á síðustu öld öttu lýðræðisþjóðir, fasistar og kommúnistar kappi í seinna 30 ára stríðinu um forræði í Evrópu. Lýðræðisþjóðir og kommúnistar skiptu með sér álfunni í lok stríðsins. Skiptingin hélst til 1989 þegar Berlínarmúrinn féll.

Dæmigerður bardagamaður Ríkis íslam er ungur Íraki sem missti æskuna og oft föður sinn í kjölfar tilraunar Bandaríkjanna að búa til lýðræði í Írak, segir Lydia Wilson í Nation og byggir á viðtölum við vegavillta byssustráka.

Stríð í miðausturlöndum er eitt, götubardagar í Evrópu annað. Almenningur í Bretlandi, Frakkland, Þýskalandi og í öðrum Evrópuríkjum sættir sig ekki stríð við rúmgaflinn. Stjórnmálamenn vita það manna best.

Stjórnmálaöfl sem vilja ganga harðast fram í að verjast Ríki íslam og herskáum múslímum munu ná yfirhöndinni í Evrópu. Ríkjandi stjórnvöld brugðust strax við eftir ódæðið í París fyrir viku og juku fjárframlög til öryggismála, lögreglu og hers. Það er aðeins upphafið. 

Eftir París 13. nóvember 2015 breytist Evrópa úr umburðalyndri kerlingu í hörkulegan miðaldra karl.


mbl.is Aðgerðum lokið í Saint Denis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schengen út; stjórnarskráin og ríkisborgararéttur

Schegen er ónýtt kerfi sem leyfir glæpamönnum, bæði trúarlegum og veraldlegum, að flæða óhindrað milli landa. Allt er þar upp á evrópskan hátt; enginn ber ábyrgð og hver vísar á annan.

Íslensk stjórnvöld eiga hið snarasta að segja upp Schengen-samstarfinu og taka upp virkt landamæraeftirlit.

Á alþingi er til umræðu að breyta stjórnarskránni. Engin þörf er á slíkum breytingum. En ef alþingi ákveður að hefja slíkt ferli er nauðsynlegt að ræða, í ljósi síðustu atburða, hvort ekki eigi að veita heimild í stjórnarskrá að afturkalla íslenskan ríkisborgararétt.

Frönsk yfirvöld hyggjast afturkalla ríkisborgararétt þeirra sem eru ógn við þjóðaröryggi. Í Bretlandi er uppi sama umræðan.

Með virku landamæraeftirliti og afturköllun ríkisborgararéttar er hægt að treysta öryggi borgaranna. Sem er frumskylda stjórnvalda.


mbl.is Alvarlegar glufur í eftirlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband