Schengen út; stjórnarskráin og ríkisborgararéttur

Schegen er ónýtt kerfi sem leyfir glæpamönnum, bæði trúarlegum og veraldlegum, að flæða óhindrað milli landa. Allt er þar upp á evrópskan hátt; enginn ber ábyrgð og hver vísar á annan.

Íslensk stjórnvöld eiga hið snarasta að segja upp Schengen-samstarfinu og taka upp virkt landamæraeftirlit.

Á alþingi er til umræðu að breyta stjórnarskránni. Engin þörf er á slíkum breytingum. En ef alþingi ákveður að hefja slíkt ferli er nauðsynlegt að ræða, í ljósi síðustu atburða, hvort ekki eigi að veita heimild í stjórnarskrá að afturkalla íslenskan ríkisborgararétt.

Frönsk yfirvöld hyggjast afturkalla ríkisborgararétt þeirra sem eru ógn við þjóðaröryggi. Í Bretlandi er uppi sama umræðan.

Með virku landamæraeftirliti og afturköllun ríkisborgararéttar er hægt að treysta öryggi borgaranna. Sem er frumskylda stjórnvalda.


mbl.is Alvarlegar glufur í eftirlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er það virkilega, að eftir allan dýrðarsönginn um núgildandi stjórnarskrá, sé allt í einu orðin nauðsyn á að breyta henni?

Ómar Ragnarsson, 18.11.2015 kl. 10:48

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Nei, Ómar, óþarfi er að breyta stjórnarskránni. En ef ætlunin er að gera það ætti að huga að atriði eins og að veita heimild til að afturkalla ríkisborgararétt.

Páll Vilhjálmsson, 18.11.2015 kl. 10:50

3 identicon

Þetta með að afturkalla ríkisborgararétt, verð ég að setja athugasemd við. Þetta hljómar eins og brot á mannréttindum, þar sem allir hafa rétt í ríkisfangi. Er ekki skynsamlegra, að breita ferlinu sem leiðir til þess hverjir geta fengið ríkisfang. Þetta ferli hefur verið gert allt of einfalt, í Evrópu. Síðan verða menn að athuga annað, allir sem eru "sterkt" trúaðir, eru mögulegir öfgamenn.  Sama má segja um þá, sem eru "sterkt" pólitískir. Og það er ekki hægt að skrifa á pappír, hvaða öfgamenn geti verið hættulegir landi og þjóð, því slíkt er bundið pólitík hverju sinni. Síðan leysir það ekki glæpavandann, að vísa fólki úr landi. Það eina sem slíkt gerir, er að maður hefur ekki lengur sjón á, hvaða atferli sá hinn sami hefur fyrir hendi.  Að viðkomandi, slíti bönd við landið, er ólíklegt.  Líklegra, að glæpirnir verði huldir.  Síðan vil ég benda á það, að koma öfgamanna og glæpamanna til landsins, er og verður alltaf bundið öðrum sem eru Íslendingar.  Það má einfalda málið, með að segja að glæpa bossarnir séu Íslenskir, en handbendin útlendingar. Þetta má vel sjá á öðrum Norðurlöndum.  Þannig að vísa einhverjum úr landi, er bara að "hjálpa" þeim sem standa að baki glæpaverkanna.  Þannig, að það er ekki svarið, að mínu mati.  Heldur að gera eftirlitið með aðferlinu að Íslenskum ríkisborgararétti strangara, samt samvinnu við þau stjórvöld, sem vinna gegn glæpum.  Sem dæmi má nefna, að "múslimar" með hernaðara bakgrunn eru notaðir sem "öryggisverðir" hér, þeir eru jú ansi óvænlegir í sjón og fólk forðast að sækja að þeim.  Löggjafar yfirvaldið (lögreglan) notar einnig þekkta smábófa, til uppljóstrana og ýmissa verka, í staðin fá þeir meskalin og aukna félagsmálaaðstoð, sem dæmi má nefna.  Og þetta atferli, er miklu hættulegra en spurningin um ríkisfang.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 11:09

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er sammála þér Páll stjórnarskráin stendur fyrir sínu og er óþarfi að hrufla við henni bara til að gera einhverjar breytingar.

En hvað ríkisborgararétt varðar þá hlýtur það að vera sjálfsagður réttur hvers ríkis að afturkalla ríkisborgararétt hjá þeim sem ekki vilja samlagast því ríki sem það hefur flust til og brýtur gegn þeim lögum sem sjálfsögð eru í hverju þjóðfélagi til að viðhalda lögum og reglu.

Fólk sem ekki við aðlagast því þjóðfélagi sem það flytur til ætti að fara aftur til síns heima.  Til hvers er það annars að setjast að á meðal þjóða sem það vill ekki laða sig að?

Það er mín skoðun.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.11.2015 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband