Gunnar Smári, Benedikt J. og næsti jaðarflokkur

Gunnar Smári Egilsson er með Fylkisflokki sínum kominn í hörkusamkeppni við Benedikt Jóhannesson sem ætlar að stofa Viðreisn. Báðir flokkarnir róa á sömu miðin, að Ísland sé ónýtt. Gunnar Smári vill Ísland sem fylki í Noregi en Benedikt J. að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Ónýta-Ísland rökin standast illa skoðun. Við komum fjarska vel út í samanburði við aðrar þjóðir. Þeir sem  halda á lofti sjónarmiðinu að Ísland sé ónýtt eru oft menn með stóra drauma um sjálfa sig og bera takmarkaða virðingu fyrir hversdagslegum staðreyndum. Þótt þeim gangi illa að sannfæra aðra um að taka sig til leiðtoga gefur stórlætið þeim seiglu. Samkeppni Gunnars Smára og Benedikts J. er á milli tveggja spámanna í leit að framtíðarlandi fyrir sjálfa sig og aðdáendahópinn.

Vinstrimenn og kósí-fólkið sem kaus Bjarta framtíð er líklegast til að kjósa næsta jaðarflokk. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er nokkuð vel liðinn af þessum kjósendahópi og hann gefur ekki mikið fyrir stjórnmálabrölt Gunnars Smára. Staða Benedikts J. er öllu vænlegri á talandi stundu en það er langt til kosninga. 

 


Launafólk eltir forstjórana

Sumarstarfsmenn gátu í vor samið um hærri laun fyrir lagerstörf, í ferðaþjónustu og iðnaði vegna þess að það var skortur á vinnuafli. Þegar sumarfólk fær laun umfram kjarasamninga þá er víst að fastir starfsmenn eru á betri kjörum en samningar segja til um.

Á hinn bóginn er ljóst að hálaunafólk heftur tekið til sín stærri hluta launakökunnar síðustu misseri og það án þess að mikið veður hafi verið gert út af því.

Kjarasamningar eru iðulega þannig að almennir launamenn koma í humátt á eftir forstjóraliðinu og krefjast sömu hækkana.


mbl.is Búast við meiri hörku í kjaraviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband