Guðmundur Andri og sjálfsmynd vinstrimanna

Vinstripólitík dó með ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Fyrsta hreina vinstristjórnin 2009 til 2013 hrundi úr hreinum meirihluta í 12,9 prósent Samfylkingu og 10,9 prósent Vg. Vinstrimenn, sem tölu sig komna til langtímaáhrifa eftir hrun, eru sundraðri en nokkru sinni áður í lýðveldissögunni og standa uppi málefnalausir.

Þjóðin hafnaði tillögu vinstrimanna um allsherjarlausnina ,,göngum i Evrópusambandið" og einnig tilrauninni til að stokka upp stjórnarskrána.

Vinstrimenn reyna að fitja upp á einhverju nýju til að slá sér upp með. Fyrrum fjölmiðlarekandi Baugsveldisins, Gunnar Smári Egilsson, sett á flot hugmyndina um að Ísland sækti um inngöngu í Noreg. Rökstuðningurinn er sá sami og fyrir ESB-aðild; að Ísland sé ónýtt og við séum vonlaus þjóð sem verðum að segja okkur til sveitar.

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og vinstrimaður er orðinn þreyttur á vælinu í félögum sínum um ónýta Ísland. Hann skrifar ádrepu í Fréttablaðið og biður um minni vanmetagrát og pínulítið meiri dómgreind.

Sjálfsmynd vinstrimanna er ónýta Ísland. Afgerandi meirihluti þjóðarinnar hafnar þessari sjálfsmynd. Af því leiðir eru vinstrimenn dæmdir til að vera forsmáður minnihluti. Örvæntingin skilar sér í bjánahugmyndum eins og að Ísland verði hluti af Noregi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Jæja, ætli Guðmundur Andri hafi loks skilið hvað hann er illa liðinn og ekki þorað öðru en bæta sig, eins og í 1 sekúndu?  Hann svertir orðið rithöfundur og er ekki það skarpur.  Hann er Brusselvinnumaður og rógberi.  Það væri æskilegast að nota bleðlana hans í annað en lestur.

Elle_, 28.7.2014 kl. 22:29

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Forsmáður minnihluti vekur enga hluttekningu hjá mér. Þegar menn ná ekki markmiðum sínum,um að nýta þau rómuðu gæði sem Ísland á,til að selja þau erlendum auðjöfrum Esb.sér og sínum til framdráttar, formæla þeir landinu og fyrrum félagar kveikja á perunni og snúa frá villu síns vegar.

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2014 kl. 00:35

3 Smámynd: Elle_

Helga, manstu eftir þessu?: Icesave og Guðmundur Andri

Guðmundur Andri Thorsson segir að Icesave-samningarnir séu á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna sé fásinna að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú að auka fylgi sitt, en Samfylking og Vinstrigrænir að tapa.

Hann snýr hlutunum eins hressilega á hvolf og hægt er að hugsa sér. Má ég rifja upp nokkrar staðreyndir?

  • Davíð Oddsson markaði þá stefnu í bréfum til Geirs Haarde og í frægu sjónvarpsviðtali að Íslendingar ættu ekki að greiða skuldir óreiðumanna erlendis.
  • Það voru Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sem völdu hina liðónýtu samningamenn Íslendinga, þá Svavar Gestsson og Indriða H. Þorláksson, og tóku ábyrgð á Icesave-samningnum.
  • Jóhanna og Steingrímur hlustuðu ekki á okkar færustu lögfræðinga, Sigurð Líndal, Stefán Má Stefánsson (prófessor og sérfræðing í Evrópurétti), Lárus Blöndal og fleiri sem bentu á að hvergi væri stafkrókur um ríkisábyrgð á Trygggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta.

Þau Jóhanna og Steingrímur hafa raunar viðurkennt að gera megi betri samning en þann sem þau þvinguðu í gegnum þingið. Þarf frekari vitna við?

Já, greinilega fyrir Guðmund Andra Thorsson sem er blindaður af flokksofstæki.

Elle_, 29.7.2014 kl. 00:59

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Elle, þessir tímar voru svartnætti,hugsandi að svona fólk fyrirfinndist á íslandi. Það tók mig langan tíma að sefast,uns ég ákvað að vera með hér á blogginu,þar sem svo margir fróðir upplýstu mann um reglur og ég gat miðlað til minna vina og ættingja,sem kom sér vel í kosningum. -- Margt mætti rifja upp,en ég er illa ritstífluð núna,gott að þessum kafla er lokið.. PÓlitík!!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2014 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband