RÚV þekkir ekki muninn á LÍN og MS

RÚV skeit í nytina í fréttaflutningi af meintum brotum MS á samkeppnislögum. Úrskurður Samkeppniseftirlitsins var felldur úr gildi. RÚV hratt af stað herferð gegn MS og landbúnaði í kjölfar rangrar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og skuldar almenningi og MS og landbúnaðnum afsökunarbeiðni.

En RÚV biðst ekki afsökunar, enda ríki í ríkinu. Fréttamaður RÚV, Jóhann Hlíðar Harðarson, útskýrir hvers vegna RÚV þarf ekki að biðjast afsökunar:

VEGNA ÞESS AÐ LÍN OG MS ERU SAMA FYRIRBÆRIÐ OG VIGDÍS HAUKSDÓTTIR OG FRAMSÓKNARFLOKKURINN BERA ÁBYRGÐ Á HVORTTVEGGJA

Í hugarheimi RÚV er hægt að tengja Framsóknarflokkinn og landbúnaðinn við allt sem miður fer á Íslandi. Líka 20 ára gömul samskipti fréttamanna RÚV við LÍN, Lánasjóð íslenskra námsmanna.

 


mbl.is Segir efni samningsins hafa legið fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðgun, ekki endilega kynferðisleg

Nauðgun er ekki endilega kynferðisleg. Það er hægt að nauðga tungumálinu; reynt var að nauðga Íslandi inn í Evrópusambandið og krónunni var nauðgað af auðmannabönkum í aðdraganda hruns.

Maðurinn sem merkti mynd af Agli með orðunum ,,fuck you rapist bastard" var sýknaður einmitt sökum þess að nauðgun er ekki endilega kynferðisleg heldur er orðið notað í yfirfærðri merkingu og flokkast þá sem gildisdómur.

Sunna Ben Guðrúnardóttir sagði á hinn bóginn um Egil

„Þetta er líka ekki árás á mann fyr­ir að segja eitt­hvað rangt, held­ur fyr­ir að nauðga ung­lings­stúlku ... Það má all­veg gagn­rýna það að nauðgarar prýði forsíður fjöl­rita sem er dreyft út um all­an bæ ...“

Fullyrðing um nauðgun unglingsstúlku er ekki gildisdómur heldur ásökun um refsiverðan verknað. Slík ummæli njóta ekki verndar málfrelsis.

Hæstiréttur er samkvæmur sjálfum sér í þessum tveim málum.


mbl.is Ummælin dæmd dauð og ómerk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunlexía no. 1: ekki selja Landsbankann

Ef það er eitthvað eitt sem má læra af hruninu þá er það þetta: íslenska einkaframtakið kann ekki að eiga banka. Íslenskir auðmenn eru einfaldlega of vanþroska til að eiga banka, þeir falla í þá freistni að nota banka til að stunda fyrir sig viðskipti og gera ekki greinarmun á einkahagsmunum og almannahag.

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans veit þetta og leggur til að útlendingar kaupi Landsbankann. Það er tómt rugl í bankastjóranum. Fyrr en varir myndu innlendir vanþroska auðmenn gera útlendingunum kauptilboð sem þeir gætu ekki hafnað. Innlendir auðmenn kunna að ræna banka innanfrá, þeir sýndu það í útrás, og engar líkur að þeir hafi aflært þá kunnáttu.

Arion og Íslandsbanki verða í eigu einstaklinga. Til að fyrirbyggja að bankakerfið allt komist áhættusjúklinga verður ríkið að eiga öflugan banka. 

Landsbankinn á um ókomna tíð að vera ríkisbanki. Ríkið á að leysa til sín þau hlutabréf sem starfsmenn Landsbanka fengu gefins.

Ef ríkisstjórnin skilur ekki hrunlexíu no. 1 þá getur hún allt eins pakkað saman strax.  


mbl.is Undirbúningur sölu þarf að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalda stríðið, Kúba og Úkraína

Samskipti Bandaríkjanna og Kúbu frusu í kalda stríðinu. Fidel Kastró, frelsishetja Kúbu, var í grunninn þjóðernissinnaður sósíaldemókrati, í anda þeirrar sænsku. Stuðningur Bandaríkjanna við kúbversku afturhaldsöflin hratt Kastró i faðm Sovétríkjanna.

Kúba er Bandaríkjamönnum það sem Úkraína er Rússum; stórt landssvæði sem liggur nærri og gæti ógnað öryggishagsmunum stórþjóðarinnar. Eftir fall Berlínarmúrsins reyndi ekkert erlent vald að sækja Kúbu heim og færa það undir áhrifasvæði sitt enda yrði það ekki litið hýru auga í Washington. Rússar, á hinn bóginn, eru látnir una því að Evrópusambandið hreiðri um sig í Úkraínu.

Ráðandi þjóðir í ESB, Frakkar og Þjóðverjar, réðust inn í Rússland á 19. og 20. öld. Rússum er ómögulegt að líta framhjá ógninni við öryggishagsmuni sína leggi ESB undir sig Úkraínu.

Kalda stríðið frysti samskipti þjóða. Það er kaldranalegt að þíðan leiðir til stríðsátaka sökum þess að ríki eins og Frakkland og Þýskaland þekki ekki sín takmörk.


mbl.is „Ég held að allt muni breytast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband