Kalda stríðið, Kúba og Úkraína

Samskipti Bandaríkjanna og Kúbu frusu í kalda stríðinu. Fidel Kastró, frelsishetja Kúbu, var í grunninn þjóðernissinnaður sósíaldemókrati, í anda þeirrar sænsku. Stuðningur Bandaríkjanna við kúbversku afturhaldsöflin hratt Kastró i faðm Sovétríkjanna.

Kúba er Bandaríkjamönnum það sem Úkraína er Rússum; stórt landssvæði sem liggur nærri og gæti ógnað öryggishagsmunum stórþjóðarinnar. Eftir fall Berlínarmúrsins reyndi ekkert erlent vald að sækja Kúbu heim og færa það undir áhrifasvæði sitt enda yrði það ekki litið hýru auga í Washington. Rússar, á hinn bóginn, eru látnir una því að Evrópusambandið hreiðri um sig í Úkraínu.

Ráðandi þjóðir í ESB, Frakkar og Þjóðverjar, réðust inn í Rússland á 19. og 20. öld. Rússum er ómögulegt að líta framhjá ógninni við öryggishagsmuni sína leggi ESB undir sig Úkraínu.

Kalda stríðið frysti samskipti þjóða. Það er kaldranalegt að þíðan leiðir til stríðsátaka sökum þess að ríki eins og Frakkland og Þýskaland þekki ekki sín takmörk.


mbl.is „Ég held að allt muni breytast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Mig grunar að það myndi koma Fidel svolítið á óvart að vera kallaður krati. Var félagi hans Che kannski líka krati?

Wilhelm Emilsson, 18.12.2014 kl. 10:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú hefur mikið til þíns máls í þessu. Milli Kúbu og Bandaríkjanna er hafsvæði, en ennþá betri samlíking væri að taka Kanada, sem er algerlega sambærilegt við Rússland og Úkraínu. 

Ómar Ragnarsson, 18.12.2014 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband