Nauðgun, ekki endilega kynferðisleg

Nauðgun er ekki endilega kynferðisleg. Það er hægt að nauðga tungumálinu; reynt var að nauðga Íslandi inn í Evrópusambandið og krónunni var nauðgað af auðmannabönkum í aðdraganda hruns.

Maðurinn sem merkti mynd af Agli með orðunum ,,fuck you rapist bastard" var sýknaður einmitt sökum þess að nauðgun er ekki endilega kynferðisleg heldur er orðið notað í yfirfærðri merkingu og flokkast þá sem gildisdómur.

Sunna Ben Guðrúnardóttir sagði á hinn bóginn um Egil

„Þetta er líka ekki árás á mann fyr­ir að segja eitt­hvað rangt, held­ur fyr­ir að nauðga ung­lings­stúlku ... Það má all­veg gagn­rýna það að nauðgarar prýði forsíður fjöl­rita sem er dreyft út um all­an bæ ...“

Fullyrðing um nauðgun unglingsstúlku er ekki gildisdómur heldur ásökun um refsiverðan verknað. Slík ummæli njóta ekki verndar málfrelsis.

Hæstiréttur er samkvæmur sjálfum sér í þessum tveim málum.


mbl.is Ummælin dæmd dauð og ómerk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband