Heimatilbúin nauðhyggja

Engin nauðsyn knýr okkur til að samþykkja fyrirliggjandi frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga. Illu heilli hefur ríkisstjórnin haldið þannig á málum að valið stendur á milli þess að samþykkja Icesave með þeim ósköpum sem það gæti leitt yfir okkur eða hafna Icesave og fella ríkisstjórnina í leiðinni.

Ríkisstjórnin er ekki virði þeirrar áhættu sem við tækjum með því að samþykkja frumvarpið. Þingmenn eiga að fella frumvarpið þegar það kemur til afgreiðslu milli jóla og nýárs. Á nýju ári tæki við minnihlutastjórn Vinstri grænna, mínus formaðurinn.

Ný stjórn byði Bretum og Hollendingum þann samning sem Alþingi samþykkti í sumar. Ef þeir þekktust það ekki yrði samið að nýju.

Svona er hægt að leysa úr heimatilbúinni nauðhyggju. Erfiðara gæti orðið að leysa úr heimatilbúnu þjóðargjaldþroti.


mbl.is Nauðsynlegt að samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skarpi Seltirningur !

 "Engin nauðsyn knýr okkur til að samþykkja" o.s.frv. - Laukrétt !

 En fyrir fjóra vallvalta ráðherrastóla ,samþyggja meiri hluti v- rauðra og leggja á þjóð sína, óleysanlegar drápsklyfjar. Greiðslur sem börn framtíðarinnar skulu borga "

 Öllu fórnað fyrir völdin. Öllu fórnað til að halda "Íhaldinu" frá landstjórn !

 ( Orð Steingríms.)Sósialista Ísland orðið að veruleika !

 Skuld hverrar fjögurra manna fjölskyldu 70 MILLJÓNIR !

 17 MILLJÓNIR á sérhvern Íslending !

 Kannski ættu menn ekki að undrast.

 Af 12 ráðherrum eru 9 - segi og skrifa níu - fyrrum félagar í Alþýðubandalaginu - þar áður Sameiningaflokkur alþýðu Sosialistaflokkurinn, þar áður KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS !

 Gamli "komminn" Jóhannes úr Kötlum, orti á sinni tíð.:

 " Sovét Ísland - óskalandið, hvenær kemur þú ?"

 Það er komið !

 Fyrir örfáum dögum sungu Össur & Árni Páll, fullum hálsi - með kreppta hnefa.: " Sjá roðann í austri, hann brýtur sér braut,

               fram bræður, það dagar nú senn" !

 Það hefur birt af degi !

 Fyrsta 100% VINSTRI STJÓRN ÍSLANDS er risin !

 Draumalandið okkar !

 Fögnum systkin!

Munum orð fyrsta ráðherra Íslands.: " Hugsjónir rætast - þá mun aftur morgna"

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 12:41

2 identicon

Yrði fyrsta skrefið í réttlátri uppbyggingu á Íslandi, ef þetta gengi eftir.

þór (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 13:42

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

kvitt og mikið sammála þarna/gleðileg jól og þakka pislana þína!!,þó svo við séum ekki alltaf sammála,en oftast/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.12.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband