ESB-stríðið; Samfylkingin gegn öllum

Samfylkingin mun keyra áfram sameiningu ráðuneyta, einmitt til að lama ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar þegar aðlögun Íslands að Evrópusambandinu stendur sem hæst. Andstaða við inngöngu er afgerandi í landbúnaði og sjávarútvegi. Með því að veikja ráðuneyti málaflokksins og þynna út er Samfylkingin að þjóna flokkshagsmunum á kostnað þjóðarhagsmuna.

Samfylkingin veit sem er að tapi flokkurinn ESB-stríðinu er hann búinn að vera. Samfylkingin stendur ekki fyrir neitt annað en inngöngu í ESB. Öll kosningabarátta flokksins í vor gekk út á inngöngu.

Flokkurinn mun beita öllum ráðum til að þvinga Ísland inn í Evrópusambandið. Uppstokkun í stjórnarráðinu og krafa um afsögn ráðherra Vinstri grænna sem ekki taka undir ESB-umsóknina verður teflt fram af hálfu Samfylkingar.

Það er til marks um eymdarvolæði íslenskra stjórnmála að Samfylkingin, sem fékk innan við 30 prósent atkvæða í síðustu þingskosningum, skuli ráða ferðinni í stærsta hagsmuna máli þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun.


mbl.is Mótmæla sameiningu ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Í huga Samfylkingarinnar er ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar óþarfi því að meiningin hjá þeim er sú að þessar greinar verði lagðar af hér á landi þegar búið verður að troða okkur inn í ESB-skrímslið.  Þeir sem stunda þessar greinar geti bara sagt sig á sveitina, þar tekur félagsmálaráðuneytið við þeim.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.12.2009 kl. 15:49

2 identicon

Núna fullyrða samfylkingarliðar og Steingrímur J. að ekki megi bera Icesave samninginn undir þjóðaratkvæði vegna þess að hann er milliríkjasamningur og ekkert fordæmi finnist fyrir slíku.

Með þessu eru þeir einfaldlega að segja að ESB samningurinn verði ekki borinn undir þjóðaratkvæði eins og þeir hafa lofað, einfaldlega vegna þess að hann er milliríkjasamningur eins og Icesave.

Steingrímur J. Eiður Guðnason fyrrum ráðherra og Gunnar Axel Axelsson formað Samfylkingarinnar hafa haldið þessu fram í viðtölum og á bloggi, ásamt fjölda annarra spunakerlinga Samfylkingarinnar.  Það er gott fyrir fólk að átta sig í tíma á vinnubrögðum stjórnvalda þegar ESB draumurinn er annarsvegar.  Þá er einskyns svifist eins og Icesave nauðungin sýnir og sannar. 

Núna gerir skrímsladeild Samfylkingarinnar látlausar árásir á InDefence og einstaklingana sem þar hafa starfað fyrir hagsmunum þjóðarinnar, til að reyna að gera undirskriftasöfnunina tortryggilega.  Skora á pennafæra eins og síðuhaldara að halda uppi vörnum fyrir þá sem spila í réttu lið. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 16:42

3 Smámynd: JRJ

Heyr heyr,þetta er hverju orði sannara,ætlar engin að fara að segja þeim í Samfylkingunni að meirihluti þjóðarinnar vill ekki aðild að ESB,þetta er farið að kosta of mikið þá þegar.

JRJ, 15.12.2009 kl. 16:44

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Saimfylkingin sem ég skyrrist ekki við að kalla "LANDRÁÐAFYLKINGUNA" mun loks þegar sólin mun ná að skína á landið okkar, daga uppi eins og skessa sem orðið hefur að steini, þegar þjóðin fær loks færi á því með afgerandi hætti að hafna þessu ESB APPARATI með öllu og það á afgerandi hátt.

Þá verður löngu búið að afhjúpa lygarnar, ESB undirlægjuháttinn og landráðin sem þessi skaðræðis FL-okkur hefur unnið gegn þjóð sinni og staðið fyrir. 

FL-okkurinn mun eftir það ekki bera sitt barr, hann mun verða svona lítill undirmálsflokkur eins og Alþýðuflokkurinn gamli var lengst af allan seinni hluta síðustu aldar.

Jóhanna mun sjáfsagt geta fengið að vera formaður hjá þessu uppþornaða flokksskrípi ef hún hefur þá geð í sér til þess, jafnvel þar til hún verður 100 ára.

Gunnlaugur I., 15.12.2009 kl. 16:50

5 identicon

Afs:  Átti að standa Gunnar Axel Axelsson formað Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 16:57

6 identicon

Voðalegt bull er þetta hérna hjá ykkur. Þið talið út og suður um hluti og það virðist ekkert koma upp úr ykkur nema skítkast og væl...Það er ekki furða að venjulegt fólk með sæmilega eðlilegar skoðanir flýi bloggið...Hér eru paranojupælingar og froðusnakk, talað um landráð, undilægjuhátt, skrímsli og skrípi. Eru þetta uppbyggjandi umræður um þjóðfélagsmál? Ég bara spyr...Fullorðnir karlmenn að væla og kalla fólk ljótum nöfnum...Hvað með að hætta þessu skítkasti og tala eins og viti borni menn...

Guðbjartur (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 17:40

7 identicon

Hver þarf á sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra sem gerir bara eins og hagsmunasamtök þessara stétta vilja. Það er bara ekki nokkur þörf fyrir slíkt ráðuneyti.

Ráðherra í þessum málaflokk hafa þurft að sitja og standa eftir því hvernig hagsmunasamtökin vilja, við slíkt komið þá er bara lang best að sleppa ráðherranum og skýra hlutina sínum réttu nöfnum og fá sviðsstjóra.

Því til stuðnings þá má ekki breyta nokkrum sköpuðum hlut í þessum málaflokki nema með djúpu samráði við hagsmunasamtök. Þannig að verktakarnir hafa traust tök á þessum málaflokki. Ef þeir eru að væla núna þá er það bara yfir eigin velgengni. 

Samfylkingin mun fyrst stækka ef ESB verður hafnað, því þá XS eini opingáttaflokkurinn á Íslandi. Hinir eru bara misjafnlega miklir innangáttaflokkar. Þjóð meðal þjóða verður mottó Samfylkingarinnar. Ef ESB þá þarf XS að finna sér trúverðugt baráttu mál með hraði, því annars fer fyrir henni eins og XA eftir EES. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 18:03

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ekkert því til fyrirstöðu að leggja milliríkjasamninga í dóm fólksins. Í gamla daga héldu vinstri menn því fram, að kjósa hefði átt um aðild að NATO. Eins hefði mátt kjósa um aðild að Sameinuðu Þjóðunum. Og flestir eru sammála um að þjóðaratkvæði ætti að skera úr um aðild að Evrópusambandinu.

Það er engin spurning að leggja verður Iceasave í dóm íslensku þjóðarinnar.

Baldur Hermannsson, 15.12.2009 kl. 18:10

9 identicon

Guðbjartur.  Sannleikanum verður hver sárreiðastur.


Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 18:28

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Guðbjartur !

Ég held að þú ættir aðeins að velta því fyrir þér hvað hefur valdið þeirri ofsareiði og hreinu hatri sem Samfylkingin hefur kallað yfir sig með því að hafa gegn miklum meirihluta þjóðarinnar komið því þannig fyrir á lymskulegan hátt að þjóðin er í miðju umsóknarferli að þessu fjandans yfirríkjabandalagi sem heitir ESB !

Það er þessi Landráðafylking sem hefur með sínum landráðum skarað eld að höfði sér.

Eftirleiðis mun ég og margir margir fleiri enga virðingu fyrir þeim bera og tala við þá með tveimur hrútshornum eins og tala þarf við þjóðníðinga og landráðahyski !

ÞAnnig hefur þetta lið ekki þjappað þjóðinni að baki sér nú á þessum erfiðu tímum. Nei síður en svo þá hafa þeir með ESB rétttrúnaðinum sundrað þjóðinni !

Megi skömm þeirra og vesældómur verða þeim að ævarandi fótakefli ! 

Gunnlaugur I., 15.12.2009 kl. 19:10

11 Smámynd: Haraldur Hansson

Besta leiðin til að tryggja að vinnuhópar skili litlum árangri er að hafa þá nógu fjölmenna. Þá mætast mörg sjónarmið sem erfitt er að sætta og niðurstaðan verður almenns eðlis og ómarkviss.

Þar með fær stjórnandinn frjálsari hendur. Getur sagt "öllum var gefinn kostur á að koma að ferlinu", skreytt sig með lýðræði og ráðið samt.

Þess vegna eru ESB vinnuhóparnir hafðir mjög fjölmennir. Þetta er af sama meiði; fjölmennir vinnuhópar og veik ráðuneyti til að þjösna málum áfram.

Haraldur Hansson, 15.12.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband