Byr er bastarður

Sparisjóðir voru stofnaðir til að veita almenningi fjármálaþjónustu. Sjóðirnir voru skipulagðir samkvæmt landfræðilegri afmörkun, í undantekningatilfellum sem starfstéttastofnanir. Eigendur sparisjóða lögðu fram stofnfé og afgangur af rekstri var lagður í eigin sjóði en ekki greiddur út sem arður.

Stofnfjáreigendur græðgisvæddu sparisjóðina. Þrátt fyrir skýrar aðvaranir og tilraunir, m.a. með lagasetningu, til að koma í veg fyrir að sjóðirnir færu sömu leið og bankarnir linntu eigendur ekki látunum fyrr en þeir eyðulögðu grundvöll sparisjóðanna.

Byr er bastarður, getinn í græðgi og alinn af fordild. Hann á ekki að fá krónu úr sjóðum almennings.

 


mbl.is Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu á áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll bullið í þér er eins og þú sért blaðamaður og það einkenni þeirra eins og þú veist að hlaupa til að vera fyrstur með bullið án þess að kynna sér málið.

Gerir þú þér nokkra grein fyrir því hvað falla miklar skuldbindingar á ríkissjóð ef hann verður látinn fjúka?

allidan (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Allidan, þú notar útrásarrök. Nýju sannindin eru eftirfarandi: Ef fjármálastofnun er orðin of stór til að falla þá er hún orðin of stór og verður að falla. Ergo, Byr verður að falla.

Páll Vilhjálmsson, 7.12.2009 kl. 20:04

3 identicon

Óskaplega er ég sammála þér.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 21:10

4 identicon

Allidan: Þegiðu.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 13:33

5 identicon

Þorgeir mikið finnst mér snillingar eins og þú málefnalegir og ætturð að predika á hverju horni.

Alli Dan (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband