Lekinn, lygin og frestun umræðu

Icesave-málið er stöðug uppspretta fróðleiks um klúður ríkisstjórnarinnar, hálfsannleik og helbera lygi. Vitanlega kemur ekki til greina að taka málið úr annarri umræðu. Ríkisstjórninni er ekki treystandi fyrir horn og um leið og málið er komið úr annarri umræðu finnur ríkisstjórnin leið til að keyra málið í gegn líkt og tveir ráðherrar, Steingrímur J. og Gylfi Magnússon, hafa sagt opinberlega.

Andrés Magnússon blaðamaður tekur saman Icesave-málið í tilefni af nýjum upplýsingum um samningaviðræður á bakið tjöldin og handrukkun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þjóðin treystir ekki ríkisstjórninni til að verja réttmæta hagsmuni í Icesave-málinu. Áskoranir á forseta Íslands, að hann synji frumvarpinu staðfestingar, komi það til hans á annað borð, sýnir svo ekki verður um villst að þjóðin vill hafna frumvarpinu.


mbl.is Óvissa um samkomulagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pistill Andrésar er afar beittur og sannur, eins og hans er von og vísa.  Enda ausa stjórnarvarðhundarnir hann skít og skömm, eins og yfir síðuhaldarann, því engin vitrænni finnast rökin á þeim bænum þegar grípa þarf til rökræðna og skoðanaskipta.  Málefnaleg gjaldþrot eru nánast undantekningarlaust útkoman hjá þessum andans snillingum.  Segir að þeir hafa verið teknir á "ippon" af málshefjendum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

  • Allt er þetta nú skrípaleikur af verstu gerð. Vonbrigði þeirra framsóknarmanna vegna undirskriftarsöfnunar er gríðarleg. Innan við 29 þús hafa skrifað undir.
  • Það eru ekki einu inni kjósendur framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
  • Þegar virkjunum fyrir austan var mótmælt á sinni tíð, komu tvær undirskirftar safnanir og hver um sig með um 45 þús. undirskriftum sem allar voru handskrifaðar. 
  • en ráðherrar þessara flokka hunsuðu þau mótmæli algjörlega

Kristbjörn Árnason, 7.12.2009 kl. 13:56

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason
  • fyrirgefiði

Ef nú færi fram atkvæðagreiðsla um þetta samningsuppkast og þjóðin myndi hafna því

Hvað þá?  Því verður að svara.

Jú, þjóðin stæði enn uppi með skuldina og ríkisstjórnin yrði þá að semja upp á nýtt og málið allt búið að vinda upp á sig enn meiri kostnaði þó ekki væri nema í vöxtum. Það er engin von um að náist betri samningar nema að ef skuldir verði að einhverju leiti felldar niður.

Vilja íslendingar að skuldirnar verði felldar niður?

Nei, ég hef enn þá trú á íslendingum, að þeir vilja borga en ekki falla í áliti fyrir sjálfum sér og öðrum.

Kristbjörn Árnason, 7.12.2009 kl. 14:09

3 identicon

Vilja ekki allir borga það sem lög segja að við eigum að gera?  Hef ekki séð neinu öðru haldið fram.  En auðvitað hljóta þeir sem vilja borga Icesave í þeirri mynd sem það er í dag, sýna fram á að "meirihluti" þjóðarinnar er á þeirra máli með þjóðaratkvæðagreiðslu, þó svo að nafnasöfnun þeirra fyrir því er ekki kominn í nema örfá þúsundir og hafa aldrei mælst í könnunum meira en 18% þjóðarinnar.  Auðvitað eru þessir aðilar ekki það hrokafullir að vilja og hvað þá telja sig þess verða og megnuga að ganga gegn meirihluta þjóðarinnar.  Sama á við hina sem vilja hafna þessum samning vegna hversu ósanngjarn hann er og að hann gangi gegn lögum EES og Íslendinga.  Auðvitað hljóta allir vilja að réttlætið og lýðræðið fái að sigra í þessu þverpólitíska deilumáli, sem klýfur stjórnarflokkana.  Öll viljum við að þjóðin ráði í stærsta hagsmunamáli hennar frá örófi alda.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband