Baugsþjóninn Sigmundur Ernir

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar var dyggur þjónn fjölmiðlaveldis Baugs, starfaði bæði á Baugsvarpi og blaðaútgáfu. Baugur þurfti ekki lengur á þjónustu hans að halda síðast liðinn vetur og lét hann fara. Sigmundur Ernir munstraði sig á Samfylkingarskútuna og hitt þar fyrir gamlar Baugshendur eins Róbert Marshall-það-vita-allir-að-þú-ræður-þessu-Jón-Ásgeir.

Í dag sér Sigmundur Ernir ýmislegt athugavert við fjölmiðla á Íslandi og er hann rétti maðurinn til þess að greina málaflokkinn. Áhugamenn um fjölmiðla koma ekki að tómum kofanum hjá Sigmundi Erni.


mbl.is „Mikilvægt að fjölmiðlar bregðist ekki aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„En nú erum við frjáls undan oki auðjöfranna,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson í lok janúar 2009, þegar honum var sagt upp störfum á Baugsmiðlinum Stöð 2. Sigmundur Ernir var fréttaritstjóri á Fréttablaðinu 2004-2005, fréttastjóri á Stöð 2 2005-2007 og síðar forstöðumaður fréttasviðs á sömu stöð til 2009. 

Sigmundur ber höfuð ábyrgð á að láta eiganda Baugsmiðlanna Jón Ásgeir Jóhannesson misnota sig og sína starfsmenn til að rústleggja þjóðfélaginu.  Hann er nokkuð augljóslega langt því frá skarpasti hnífurinn í skúffunni og hittir sjálfan sig verst fyrir með að stíga í ræðustól Alþingis edrú eða fullur. 

Gaman að sjá að hann og Steingrímur J. Sigfússon telja ástæðu til að hafa áhyggjur um hvað frumvarpi um fjölmiðlalög líði.  Klára það sem Davíð og þáverandi stjórnarflokkunum mistókst að gera að setja fjölmiðlalög.  Eitthvað sem þeir báðir börðust manna hatramlegast gegn á sínum tíma.  Batnandi mönnum er best að lifa.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 17:48

2 identicon

Botninn í íslenskri blaðamennsku tók að sér að rústa þeirri litlu virðingu sem þingið átti eftir.

Fólk sem kýs yfir sig slíka þingmenn getur ekki kvartað.

Þjóð sem kýs yfir sig það mannaval sem nú er að finna á þingi á sér hvorki málsbætur né von. 

Rósa (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 18:37

3 identicon

Sigmundur flutti sig bara milli deilda í Baugsveldinu - úr auglýsingadeildinni yfir í PR deildina.

Árni (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 20:14

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki rökrétt að álykta sem svo að fyrst Sigmundur Ernir talaði um "ok auðjöfranna" hefði hann beygt sig fyrir því. Ef hann gerði það, hvers vegna var honum þá sagt upp?

í áttblöðungnum "Íslands þúsund ár" lýsti ég oki því sem íslenskir ráðamenn og fylgisveinar þeirra hefðu lagt á miðlun upplýsinga og skoðana, sem ég vann að.

Ég held að allir sjái að ég hef ekki verið þjónn þessara sömu manna þótt ég lýsti okinu sem þeir stóðu fyrir.

Ómar Ragnarsson, 3.12.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband