Kaupþing leikur sér að eldinum

Kaupþing er sagt ætla að leyfa útrásarauðmanninum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að halda ráðandi eignarhlut í Högum og gefa eftir skuldir upp á milljarða króna. Fréttir um þessa fyrirætlan eru enn á getgátustigi. Kaupþing er á hinn bóginn að leika sér að eldinum með því að gæla við slíka lausn.

Það er skilyrðislaus krafa að útrásarauðmenn verði rukkaðir um hverja krónu. Þeir bera höfuðábyrgð á hruninu og forsenda fyrir sátt í samfélaginu er að auðmenn fái ekki afskrifaðar sukkskuldir sínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bankabjáninn hann Finnur verður að fara að passa sig,fólk er að verða verulega reitt.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 20:22

2 identicon

þá er fordæmið komið-kaupþing má eiga 40% af því sem ég skulda þeim,þeir hljóta að bera það mikið traust til mín að ég haldi ráðandi hluta í rest.....

zappa (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 20:29

3 identicon

Er það rétt að Finnur Sveinbjörnsson sé mágur Ingibjargar Sólrúnar, þannig að Samfylkingin er enn einu sinni að passa uppá Jón Ásgeir haldi sínu veldi?

SIgG (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 20:52

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þessar innanhúspælingar hjá Kaupþing hljóta að vera gerðar í óráði og magakveisu mikilli.  Vonandi spúluðu þeir pælingunni út með dularfullu ræpunni sem geisaði staðbundin innan veggja Kaupþings þarna fyrir helgi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.11.2009 kl. 21:04

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ríkisstjórnin hlýtur að eiga síðasta orðið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.11.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Það kom fram i dag að það væru erlendir bankarsem tapa þessum peningum.Auðvitað er rett að fa það staðfest.

Árni Björn Guðjónsson, 1.11.2009 kl. 21:21

7 identicon

Sigurjón Pálsson, hinn maðurinn í stjórn Haga frá bankanum er eftir því sem ég best veit mágur Ara Edwald. Ari eru nú sjálfur með lán fyrir kaupum í 365 upp á tugi milljóna. Hvað er að gerast þarna í þessum banka ?

Jónína Ben (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 21:27

8 identicon

Þetta er aðgerð útrásarinnar í framsókn og íhaldi til að koma svörtum bletti á núverandi ríkisstjórn. 

Hennar yrði skömmin jafnvel þó Finnur fláráði afgreiddi málið,

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 21:52

9 identicon

Sigurjón Pálsson mun vera mágur Arar Edwald, sem segir allt um að Samfylking Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hikar ekki við vinna í öllum hans skítamálum, fyrir  opnum tjöldum, sem þau verða að fá prik fyrir.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 21:57

10 identicon

@Árni Björn,

Það er alveg sama hverjir tapa - Jón Ásgeir og hans lið á ekki að græða á Hruninu! Hann á að borga hverja krónu eða jafnvirði þeirra í eignum. Enginn gefur mér neitt og það sama á að gilda um hann.

Vonandi að sem flestir smitist af þessu drulluskoti þarna hjá Kaupþingi, það veitir víst ekki af hundahreinsuninni þar - kanske væri rétt að baða fólkið líka - þá þekktist það á lyktinni (Lysol)!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ragnar

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 22:14

11 identicon

Það verður allt brjálað í þjóðfélaginu gangi þetta hneyksli yfir hana. Hvernig dettur mönnum yfirleitt í hug að skoða þennan möguleika? Allt brjálað og verður það bara byrjunin.

Helgi (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 22:51

12 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Finnur Bankastjóri er ekkert skyldur Hjörleifi, manninum hennar Ingibjargar eftir því sem ég kemst næst.

http://old3.sksiglo.is/news/finnur_sveinbjornsson_/

Hjörleifur Sveinbjörnsson (f. 11. des. 1949) deildarstjóri hjá Íslenska útvarpsfélaginu. For.: Sveinbjörn Einarsson kennari í Reykjavík og k. h. Hulda Hjörleifsdóttir

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.11.2009 kl. 22:52

13 Smámynd: Gústaf Níelsson

Var hrunið þá aldrei Sjálfstæðisflokkurinn að kenna? Bar hann ekki höfuðábyrgð á hruninu? Ég hélt að íslenskir vinstrimenn töluðu einni rödd um það og fall kapítalismans og nýfrjálshyggjunnar væri líka á herðum Sjálfstæðisflokksins. En batnandi mönnum er best að lifa.

Gústaf Níelsson, 1.11.2009 kl. 23:35

14 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hefur Finnur Sveinbjörnsson hreinan skjöld? Vonandi vill einhver kanna það. Hef sjálfur vistað  nokkrar færslur þarað lútandi.

Þráinn Jökull Elísson, 1.11.2009 kl. 23:48

15 identicon

Þetta er stjórnlaus spilling Páll, og hlægilegt að þetta gerist á vegum vinstri stjórnar!  Geir Haarde ber hins vegar mikla ábyrgð á því getuleysi/aðgerðarleysi sem átti sér stað eftir hrunið mikla!  Engar aðgerðir voru teknar af einu né neinu tagi! 

Enginn hefur enn verið ákærður eða handtekinn, samt eru mörg brotin borðliggjandi!  Engar eignir kyrrsettar eða eitt né neitt fryst!

Milljarðakrimmarnir reka enn fyrirtækin einsog ekkert hafi í skorist!

Skilanefndir bankanna eru reynslu- og/eða getulaus skrípi og/eða innvikluð í sjálfa spillingar elítuna!

Þetta er Litla Nígería norðursins í hnotskurn!

Á svo ekki að fá ,,transparency international´´ eina ferðina enn til að votta hlandflórinn ?

Ef þetta fer í gegn í nafni bankaleyndar, vona ég að almenningur í þessu landi stígi aldrei aftur fæti inn í Bónus og co.

Halli (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 23:52

16 identicon

Það er skýlaus krafa almennings í landinu að stjórnendum þeirra fyrirtækja sem þurfa miljónatuga afskriftir, hvað þá heldur miljarðatuga afskriftir á kostnað ríkisins og bankanna (sem enn eru í eigu ríkisins) verði settir af og gerðir eignalausir.

Síðan að brjóta upp einokunarfyrirtæki í verslun og þjónustu og koma á heilbrigðri samkeppni.

Þessir menn eru alls engir snillingar í rekstri eins og komið hefur í ljós.  Þjóðin verður að sjá að einkavinavæðingin og frænda-spillingunni sé lokið.

Jóhann (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 09:23

17 identicon

Hvernig væri að allir hættu að skipta við Bónus  og þau fyrirtæki sem svona hyski telur sinar eigur?  Er það ekki leiðin okkar almennings á Jón Ásgeir, eigum við að láta svona menn hagnast af okkar viðskiptum ?Ég bara spyr.........

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 09:47

18 identicon

Er þettað ekki sama og gert var við Moggan? Þó að það sé ekkert betra við það. Enn við verslum samt áfram við Baugsveldið .

Simmi (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 10:18

19 identicon

Ég er svo reið að ég sé rautt! Hvernig er hægt að fella niður milljarðatugi á einhverjum fyrirtækjaeigendum en engin leið að fella niður neitt af lánum almennra íbúðaeigenda! Ég gæti bara gargað. Hvernig væri að bjóða okkur að fella niður íbúðalánin ef við borgum 10% af skuldinni!

Guðrún (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 10:20

20 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr Páll.

Sigurður Haraldsson, 2.11.2009 kl. 23:29

21 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Almenningur í landinu er búinn að sýna alveg ótrúlega linkind gagnvart þeim sem stunduðu útrásina nú er að sjóða uppúr

Sigurður Haraldsson, 2.11.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband