Engin tveggja flokka stjórn án XD

Ríkisstjórn Jóhönnu er afbrigði frá stjórnmálum undanfarinna áratuga þegar sem enginn möguleiki var að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Hver skoðanakönnunin á fætur annarri staðfestir að afbrigðið verður skammlíft.

Móðurflokkur íslenskra stjórnmála er nógu breiður og djúpur til að taka á sig hrun sem flokkurinn ber pólitíska ábyrgð á, öðrum flokkum fremur.

Staðfestingin á styrk Sjálfstæðisflokksins er Samfylkingunni erfiður biti að kyngja. Bæði er að Samfylkingin hefur metnað til að aðalflokkur íslenskra stjórnmála og svo er hitt að flokknum líður mun verr í stjórnarandstöðu en t.d. Vinstri grænum.

Samfylkingin mun viðra sig upp við Sjálfstæðisflokkinn á næstu vikum og mánuðum til að skapa sér möguleika á stjórnarsamstarfi.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og þá er eins gott fyrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins að segja nei. Sjálfstæðismenn voru nógu ósáttir þegar farið var í stjórnarsamstarf við Samfylkinguna 2007, raunar var stór hluti flokksins alveg æfur vegna þess. Það hefur vafalítið ekki batnað eftir reynsluna af því samstarfi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.11.2009 kl. 09:38

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Samfylkingunni er ekki treystandi, við sáum hvernig framkoman var í (og eftir) ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjáfstæðisflokkinn og núna með VG.

Birgir Viðar Halldórsson, 1.11.2009 kl. 10:18

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Eini möguleiki Sjálfstæðisflokksins til að mynda stjórn eftir næstu kosningar er að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur nái meirihluta. Ég held að það sá útilokað að íslenskir kjósendur séu svo skyni skroppnir og minnislausir að þeir veiti þessum tveimur flokkum, sem bera fulla og óskoraða ábyrgð á hruninu og því hvernig við íslendingar komumst á vonarvöl, aftur umboð til að endurtaka þann leik.

Ég get fullyrt að Samfylkingin fer ekki á stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar og þó ég sé ekki í Vinstri grænum þá þykist ég vita að sá flokkur fer heldur ekki í slíkt samstarf. "Móðurflokkur íslenskra stjórnmála" á því framundan langa, langa eyðimerkurgöngu í stjórnarandtöðu. Þá sjaldan flokkurinn hefur verið í þeirri aðstöðu hefur hann látið þjóðarhag lönd og leið, það má minnast gjörða hans þegar vinstri stjórn Hermanns Jónassonar var við völd 1956 - 1958. Þá stýrði Barni B Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokkurinn beitti áhrifum sínum hjá útgerðarauðvaldinu til að stöðva allan fiskiskipaflotann og láta hann sigla til hafnar í þeim eina tilgangi að koma höggi á stjórn Hermanns, skítt með þjóðarhag.

Það er rétt sem sagt hefur verið að flokkar sem hafa verið lengi við stjórnvölinn haf fengið gullið tækifæri til að endurskipuleggja sig í stjórnarandstöðu. Það er svo langt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi vit á því, byrjuðu á því að kjósa til formanns gulldreng úr innstu klíku, Bjarna Benediktsson, þegar þeir áttu kost á að fá öflugan mann af landsbyggðinni með langa reynslu til sjós og lands, Kristján Þór.

Ég er ekki hissa á þó eitthvað óánægjufylgi safnist að Sjálfstæðisflokknum núna. En það hlýtur að setja hroll að þeim þegar þeir sjá að Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna heldur stöðugt fylgi helmings kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn ætti þó að muna það að vænlegar skoðanakannanir hafa aldrei skilað sér í kosningum til flokksins

Ennþá meiri hrollur hlýtur að hríslast niður bakið á Framsóknarmönnum. Kjósendur sýna þann þroska að treysta ekki lýðskrumaranum Sæmundi Davíð sem fer út um víðan völl og heldur að hann sé Skugga-Sveinn og er reyndar með Ketil skræk stöðugt í eftirdragi.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 1.11.2009 kl. 13:29

4 identicon

Sigurður skrifaði: " . .þessum tveimur flokkum, sem bera fulla og óskoraða ábyrgð á hruninu og því hvernig við íslendingar komumst á vonarvöl . ."  

Af hverju sleppirðu fylktu spillingunni???  Og af hverju sleppið þið alltaf einum sekasta og spilltasta flokkinum?   Hvar voru þeir við stofnun Icesave, fall bankanna, fall Icesave?  Það er óheiðarlegt að ljúga öllu upp á 1 - 2 flokka.  

ElleE (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 13:55

5 identicon

Ég er hinsvegar sammála að Krístján Þór hefði verið sterkur og öflugur og þó ég sé ekki í Sjálfstæðisflokknum.

ElleE (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 14:01

6 identicon

Og er ósammála neikvæðum lýsingum þínum á Sigmundi D (kallaðir hann vist óvart Sæmund). 

ElleE (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 14:04

7 Smámynd: Kristinn Pétursson

Páll um það sem þú sagðir í Silfrinu um þorskinn við Kanada.

Þar var farin svokölluð "kjörsókn" (20% aflaregla) frá útfærslu landhelgi þar 1978... fyrstu árin gekk þetta sæmilega... en svo fór að kárna gamanið...

vaxtarhraði í smærri þorski fór hratt fallandi og þá voru veiðar nánast stöðvaðar 1990.... og 700 þúsund tonn eftir....

1993 var stofninn hruninn úr "ofveiði" - þó nánast engin veiði hafi verið 1990-1993 - helstu veiðisvæðið friðuð út á landgrunnsbrún (70 mílur)...

þessum 700 þúsund tonn var aldrei landað - og voru því aldrei veidd...

"ofveiði" er bara  bakreiknuð blekking... ráðgjafar  sem týna þorski - eru ýmist að naflaskoða nafnan á sjálfum sér - eða rassinn á sjálfum sér..

bendi þér  á  fara á bókasafn og lesa Fiskifréttir - 10 nóv 1989 - þar sérðu hver ráðgjöfin var - hverju var spáð - og hvað gerðist svo....

þá sagði formaður Alþjóða Hafrannsóknarráðsins  (ICES) 1989 - að við Labrador væri rekin ábyrgasta og áreiðanlegasta fiskveiðistjórn í N-Atlandshafi

Okkar vegna Páll - bið ég þig þess í mikilli vinsemd  - að kynna þer hvað er satt og hvað er ekki satt í þessum máli

Kveðja KP 

Kristinn Pétursson, 1.11.2009 kl. 16:13

8 identicon

Guð forði þjóðinni frá að Samfylkingin og Jón Ásgeir & Có verði við stjórn einhverntíman aftur.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband